Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

17. fundur 19. nóvember 2012 kl. 20:00 - 22:00

Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.


Daníel Ottesen , ritaði fundargerð.


Einnig sat fundinn Hjörtur Hans Kolsöe Skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

1. 1202022 - Brennimelur - Blanda, breyting á aðalskipulagi.


Á fundinn mættu fulltrúar Landsnets frá Eflu þeir Ólafur Árnason og Sigurjón Páll Ísaksson sem gerðu grein fyrir sjónarmiðum Landsnets.


2. 1202023 - Brennimelslína 1. breyting á aðalskipulagi.


Á fundinn mættu fulltrúar Landsnets frá Eflu þeir Ólafur Árnason og Sigurjón Páll Ísaksson sem gerðu grein fyrir sjónarmiðum Landsnets.


3. 1211037 - Gandheimar stofnun lóðar


Erindinu frestað. Nefndin óskar eftir að sýnd verði aðkoma að spildunni á uppdrætti.


4. 1211035 - Stekkjarholt, stofnun lóða


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.


5. 1211033 - Flæði- og kerbrotagryfja á Grundartanga. - beiðni um umsögn.


Lagt fram. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla frekari gagna og leggja fyrir sveitarstjórn.


6. 1211031 - Umsögn um drög að landskipulagsstefnu.

Nefndin tekur undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga.


7. 1210071 - Metanorkuver í Melasveit.

Nefndin óskar eftir kynningu frá Metanorku og Stefáni Gíslasyni.


8. 1211025 - Land undir gagnaver og annan léttan umhverfisvænan iðnað í landi Eystra-Miðfells og Kalastaðakots.


Erindið lagt fram. Nefndin leggur til að málsaðilar kynni málið fyrir íbúum Hvalfjarðarsveitar.

9. 1210074 - Kæra vegna framkvæmdaleyfis fyrir Bugavirkjun.


Lagt fram.


10. 1210045 - Skráning reiðleiða - kortasjá.


Nefndin veltir því upp hvort erindið gæti fallið undir reiðvegasjóð sveitarfélagsins.

11. 1211044 - USN nefnd fjárhagsáætlun.


Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri.

 

Tillaga AH.

Álag á umhverfi í Hvalfjarðarsveit er víða mikið og mælingar á mengandi efnum gefa Hvalfjarðarsveit ærið tilefni til að vera á varðbergi hvað umhverfismál og mengun varðar. Allir vilja búa við heilnæmt umhverfi og því á það að vera sameiginlegt kappsmál íbúa, forsvarsmanna sveitarfélagsins og fyrirtækja að sýna ábyrgð þegar kemur að umhverfis- og mengunarmálum. Sveitarfélagið á að leggja metnað sinn í að vera í fararbroddi og hafa svigrúm til að vera leiðandi í umhverfismálum og sjálfbærri þróun í sveitarfélaginu. Mörg stór fyrirtæki eru starfrækt í Hvalfjarðarsveit og samanlagt greiddu þau 237.300.000 kr. Í fasteignagjöld á árinu 2012. Til að standa enn betur að málum en nú er gert þarf að setja aukið fjármagn í málaflokkinn svo sveitarfélagið hafi svigrúm til aðgerða í umhverfismálum. Það er því tillaga undirritaðrar að sveitarfélagið geri í fjárhagsáætlun ársins 2013 ráð fyrir upphæð sem samsvarar 2% af tekjum Hvalfjarðarsveitar vegna fasteignagjalda stórra fyrirtækja miðað við árið 2012, sem fari óskipt til umhverfismála, eða 4.746.000 krónur.

AH.BH.ÓJ geiddu atkvæði með tillögunni.

SAF á móti. Bókurn SAF: Ég tel rétt að sérstök verkefni sem ráðast í vegna tiltekinnar mengunar sé greiddar af mengunarvaldi með sérstöku gjaldi en sé ekki velt yfir á sveitarfélagið með þessum hætti. DO situr hjá.

12. 1210052 - Umsjón fasteigna

Frestað.


13. 1210049 - Deiliskipulag Fornistekkur.

AH. vék af fundi undir þessum lið. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki deiliskipulagstillöguna samkvæmt 41 gr.skipulagslaga nr.123/2010

14. 1202022 - Brennimelur - Blanda, breyting á aðalskipulagi.


AH. vék af fundi undir þessum lið. Erindinu frestað.

15. 1202023 - Brennimelslína 1. breyting á aðalskipulagi.

AH. vék af fundi undir þessum lið. Erindinu frestað.


16. 1202051 - Deiliskipulag, athafna, hafnarsvæðis og iðnaðarsvæðis á Grundartanga - vestursvæði.


Athugasemdir bárust frá fjórum aðilum. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.


17. 1211040 - Fundarboð. Urðunarstaðir

Nefndarmenn hvattir til að mæta á fundinn. Skipulags-og byggingarfulltrúi mun sitja fundinn. Nefndinn bendir á að ekki er gert ráð fyrir urðunarstað í sveitarfélaginu.

18. 1211043 - Umsögn.Miðstöð Innanlandsflugs.


Nefndin leggur til að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 00:55 .

Efni síðunnar