Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

16. fundur 15. október 2012 kl. 15:00 - 17:00

Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.


Daníel Ottesen , ritaði fundargerð.


Einnig sat fundinn Hjörtur Hans Kolsöe skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

1. 1210002 - Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024.


Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


2. 1209004 - Másstaðir Lnr. 133706. Skipting lands. Másstaðaland


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.


3. 1209005 - Eystri Reynir 133685 skipting lands. Öxnholt

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.


4. 1210049 - Deiliskipulag Fornistekkur.


AH vék af fundi við afgreiðslu málsins. Nefndin óskar eftir lagfæringu á texta í greinargerð. Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt slökkviliðsstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar falið að fara yfir ástand brunamála á svæðinu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. AH tók aftur þátt í fundinum eftir afgreiðslu.


5. 1210007 - Umferð stórra ökutækja í Melahverfi.


Nefndin þakkar erindið. Málið var rætt á fundi með íbúum Melahverfis og er komið í ferli í framhaldi af þeim fundi verður gert ráð fyrir stórbílastæði.

6. 1209048 - Beiðni um afnot af gamla reiðhringnum sem er hér hjá Hvalfjarðrarveginum.


Frestað. Málið verður skoðað í því samráðsferli sem farið er af stað í framhaldi af íbúafundi með íbúum Melahverfis.


7. 1210051 - Íbúafundur


Lagt fram. Nefndin þakkar íbúum fyrir góðan fund. BH.SAF.HHK greindu frá umræðum á fundinum. AH vék af fundinum kl. 16:38.


8. 1210052 - Umsjón fasteigna


Nefndin óskar eftir því að vera falið í erindisbréfi að hafa ráðgjafarhlutverk varðandi þau mál sem varða viðhald og öryggismál fasteigna sveitarfélagsins.

9. 1204041 - Umgangur búfjár í landi Hafnarsels.

Skipulags-og byggingarfulltrúa er falið að athuga hvort umrædd göngubrú og gönguleið samræmist aðalskipulagi. Nefndin leggst ekki gegn brúargerð fyrir sitt leyti að því gefnu að um sé að ræða mannvirki sem er á viðurkenndri gönguleið.


10. 1209051 - Bugavirkjun. Framkvæmdaleyfi.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún veiti framkvæmdarleyfi fyrir stíflugerð.


11. 1210039 - Landsnet. Tengivirki ( Launaflsvirki ) Grundartanga.

Lagt fram.


12. 1210041 - Heynes 3. Íbúðarhús


Lagt fram til kynningar.


13. 1210042 - Heynesi 4. Íbúðarhús


Lagt fram til kynningar.


14. 1210036 - Ljósheimar 4. Sumarhús


Lagt fram til kynningar.


15. 1210035 - Hjallholti 14. Sumarhús


Lagt fram til kynningar.


16. 1210033 - Birkihlíð 31. Sumarhús


Lagt fram til kynningar.

17. 1210043 - Kúhalli 12. Geymsla við frístundarús


Lagt fram til kynningar.


18. 1210032 - Kúhalli 6. Geymsla við frístundarhús


Lagt fram til kynningar.


19. 1210048 - Fréttir um skipulags- og byggðamál


Lagt fram. Nefndin felur skipulags-og byggingarfulltrúa að yfirfara stöðu framkvæmdarleyfa í sveitarfélaginu og skila greinargerð til nefndarinnar.

20. 1210050 - Drög að frumvarpi til laga um náttúruvernd

Lagt fram. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún geri þessa umsögn að sinni.

21. 1111052 - Grundartangi Austursvæði, iðnaðarsvæði I1-Klafastaðir, Hvalfjarðarsveit


Lagt fram.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00 .

Efni síðunnar