Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013
Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður og Daníel Ottesen aðalmaður.
Daníel Ottesen, ritaði fundargerð.
Einnig sat fundinn skipulags og byggingarfulltrúi, Hjörtur Hans Kolsöe
1. 1111052 - Grundartangi stóriðnaðarsvæði tengivirki.
Skipulags- og Byggingarfulltrúa er falið að svara framkomnum athugasemdum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og birt í B-deild stjórnartíðinda.
2. 1207014 - Umsókn um undirbúningsframkvændir.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að hafnar verði undirbúningsframkvæmdir að því gefnu að undanþága fáist vegna nálægðar við tengiveg.
3. 1206026 - Deiliskipulag vegna 10 kw smávirkjunar í landi Dragháls Hvalfjarðarsveit
Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að unnið verði að lýsingu deiliskipulagstillögunnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málinu framgang.
4. 1206032 - Drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024
Nefndarmenn falið að koma með athugasemdir fyrir næsta fund ef einhverjar eru.
5. 1205049 - Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2012.
Lagt fram.
6. 1204016 - Umsókn Kratusar ehf.til Umhverfisstofnunar um starfsleyfi.
Nefndin leggst ekki gegn veitingu bráðabirgðastarfsleyfis að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í úrskurði Umhverfisráðuneytisins
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:15.