Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

11. fundur 15. maí 2012 kl. 15:00 - 17:00

Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður.


Daniel Ottesen ritari, ritaði fundargerð.


Auk þess sat fundinn Hjörtur Hans Kolsöe skipulags- og byggingarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn undir fyrsta lið fulltrúar frá VSO, Kratusar ehf. og UST.


1. 1204016 - Umsókn Kratusar ehf.til Umhverfisstofnunar um starfsleyfi.


Nefndin ræddi við fulltrúa frá VSÓ,UST og Kratusar ehf varðandi starfsleyfi og kom á framfæri sjónarmiðum Hvalfjarðarsveitar og ræddi fyrirkomulag vöktunaráætlunar.
BH. gerir athugasemdir við að þessi dagskrárliður hafi ekki borist í upphaflegu fundarboði. SAF vill bóka að ástæða þess að dagskrárliðurinn birtist ekki í upprunalegu fundarboði er að honum misfórst að staðfesta hann við Skipulags- og byggingarfulltrúa.


2. 1204046 - Deiliskipulagstillaga,iðnaðarsvæðis l1,Klafastaðir, Hvalfjarðarsveit.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki deiliskipulagstillöguna til auglýsingar samkvæmt 41 gr.skipulagslaga nr.123/2010.


3. 1204055 - Atvinnuveganefnd Alþingis, nefndarsvið.


Umsagnarfrestur rann út 8. mai.


4. 1205019 - Fyrirspurn um skipulagsbreytingar.


Nefndin tekur jákvætt í að finna lausnir á þessu máli.


5. 1204037 - Vegna skýrslu um umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga f. árið 2011 frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur.


Lagt fram til kynningar.


6. 1111045 - Flæði- og kerbrotagryfja


Lagt fram.


7. 1202021 - Vöktunaráætlun iðnaðarsvæðis Grundartanga 2012-2021.


Staðfesting Umhverfisstofnunar á umhverfisvöktunaráætlun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 31. desember 2021.

8. 1205014 - Umhverfisstofnun Ársskýrsla 2011


Lagt fram.

9. 1205016 - Kjósarhreppur, Kynning á fyrirhuguðu aðal- og deiliskipulagi

Lagt fram.

10. 1204042 - Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga 2011.


Skýrslan afhent nefndarmönnum.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:05.

Efni síðunnar