Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

10. fundur 16. apríl 2012 kl. 15:00 - 17:00

Sævar Ari Finnbogason, Björgvin Helgason, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Daníel Ottesen og Ólafur Ingi Jóhannesson.


Daníel Ottesen , ritaði fundargerð.


Einnig sat fundinn Hjörtur Hans Kolsöe Skipulags- og byggingarfullt

1. 1112030 - Heynes 1 skipulag


Skipulagslýsing deiliskipulags Heynes 1 Hvalfjarðarsveit


Skipulagslýsingin hefur verið auglýst og lá frammi á heimasíðu og skrifstofu Hvalfjarðarsveitar frá 3. apríl til 13. apríl 2012 og bárust engar athugasemdir við lýsingunni.


Nefndin óskar eftir að gerð verði skýrari grein fyrir neysluvatnsöflun í kafla um veitur áður en deiliskipulag verður auglýst.


2. 1111052 - Grundartangi stóriðnaðarsvæði tengivirki.


Skipulagslýsing deiliskipulags stóriðnaðarsvæðis Grundartanga.

Frestað.


3. 1106039 - Stekkjarholt, deiliskipulag frístundabyggðar


Deiliskipulag frístundarbyggðar í landi Kalastaðakots.

Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Kalastaðakots hefur verið auglýst og kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 engar athugasemdir hafa borist.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og birt í B-deilld stjórnartíðinda.


4. 1204016 - Umsókn Kratusar ehf.til Umhverfisstofnunar um starfsleyfi.


Umsókn Kratusar ehf um starfsleyfi fyrir álgjallsendurvinnslu.

Bréf dags 2. febrúar frá Umhverfisstofnun um samráð UST og Hvalfjarðarsveitar um veitingu starfsleyfis fyrir álgjallsendurvinnslu Kratusar ehf. á Grundartanga og væntanlegra tillagna frá Hvalfjarðarsveit um fyrirkomulag samráðsins.
Formanni falið að koma á fundi með fulltrúa UST og taka saman bókanir um málið og senda á fulltrúa UST.


5. 1204024 - Litla-Fellsöxl, umsókn um byggingarleyfi


Sótt er um að innrétta einbýli í hluta geymsluhúsnæðis að Litlu-Fellsöxl Hvalfjarðarsveit.


Óskað er heimildar til að innrétta íbúð 145 m2 í austurhluta geymslu að Litlu-Fellsöxl. Húsið er stálgrindarhús.


Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir meðmælum Skipulagstofnunar um að veita leyfi til að innrétta íbúð í austurenda hússins samkvæmt bráðabirgðaákvæði 57. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


6. 1204015 - Deiliskipulagsbreyting Eystri Leirárgarðar. Bugavirkjun með Umhverfisskýrslu.


Erindið samþykkt á milli funda og sent sveitarstjórn sem tók erindið fyrir á 125. fundi 10. apríl 2012.


Nefndin staðfestir fyrri afgreiðslu.
AH gerði grein fyrir ábendingum varðandi umhverfisskýrslu og mun koma þeim ábendinum til framkvæmdaraðila og Skipulagsstofnunnar.


7. 1204003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 7.


Kynnt.


7.1. 1204020 - Bjarkarás 2. Umsókn um byggingarleyfi


Kynnt.


7.2. 1204018 - Herdísarholt, Sumargistiskáli


Kynnt.

7.3. 1204019 - Nóva ehf. Fjarskiptabúnaður. Kirkjuból


Kynnt.

7.4. 1204017 - Umsókn um tímabundið stöðuleyfi að Meyjarhóli Hvalfjarðarsveit.


Kynnt.


8. 1204003 - Kerfisáætlun Landsnets 2012.

 

Landsnet, kerfisáætlun til næstu fimm ára þ.e. 2012 - 2016 auk langtímaáætlunar til 2026


Tilgangur þessarar skýrslu er að upplýsa viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila um flutningskerfið og áformaða þróun þess. Kerfisáætlunina er hægt að nálgast á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is.


Lagt fram


9. 1202021 - Vöktunaráætlun iðnaðarsvæðis Grundartanga 2012-2021.

Bréf Umhverfisstofnunar dags. 10. apríl 2012 til Elkem ehf og Norðurál ehf.


Lagt fram til kynningar.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:10


Efni síðunnar