Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

9. fundur 19. mars 2012 kl. 17:00 - 19:00

Sævar Ari Finnbogason, Björgvin Helgason, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Daníel Ottesen.
Daníel Ottesen ritari, ritaði fundargerð.
Einnig sat fundinn Hjörtur Hans Kolsöe Skipulags- og Byggingarfulltrúi.

1.1203034 - Belgsholt , Skipting lands
Umsókn Landeigenda Belgsholti um skiptingu lands samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Landið er 16,2 ha.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

2.1202041 - Stóri-Lambhagi geymsla
Svar Skipulagstofnunnar vegna Stóra Lambhaga.
USN. nefnd verður við tilmælum Skipulagsstofnunnar um að fyrirhuguð framkvæmd verði grenndarkynnt samkvæmt 44 gr.skipulagslaga 123/2010.

3.1111052 - Grundartangi stóriðnaðarsvæði,spennuvirki.
Deiliskipulag- Austursvæði Leynisvegur 1. Tengivirki. Óskað er eftir meðferð samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Erindinu frestað þar sem svör hafa ekki borist frá öllum umsagnaraðilum.

4. 1112030 - Heynes 1, Deiliskipulagslýsing.
Umsókn landeigenda Heynes 1. um að deiliskipulagslýsing verði tekin til meðferðar samkvæmt 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gögn verða lögð fram á fundinum.
Nefndin samþykkir erindið og byggingarfulltrúa falið að koma á leiðréttingu á texta, áður en sveitarstjórn afgreiðir málið.

5. 1103056 - Eystri- Leirárgarðar, Bugavirkjun
Svar Skipulagsstofnunar við breyttu deiliskipulagi.
Lagt fram. Skipulags og byggingarfulltrúa og formanni er falið að vinna
24
málið milli funda í samstarfi við Skipulagsstofnun.

6. 1203035 - Bjarkarás 2. Stækkun á húsi.
Erindi frá Kristjáni Jóhannessyni og Vigdísi H. Guðjónsdóttur um leyfi til að breyta og stækka hús nr. 2. að Bjarkarási.
Málið er á forræði Skipulags- og byggingarfulltrúa og er lagt fram til kynningar.


7. 1203031 - Umhverfisráðuneytið ósk um umsögn.
Ósk Umhverfisráðuneytisins um umsögn frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðisnefnd Vesturlands vegna undanþágun frá laugargæslu.
Lagt fram.


8. 1104034 - Umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga. Niðurstöður fyrir árið 2010.
Tölvupóstur frá Magnúsi Frey Ólafssyni vegna umhverfisvöktunar iðjuveranna á Grundartanga
Nefndin mun óska eftir að Sigurður Sigurðarson dýralæknir sitji kynningarfund vegna umhverfisvöktun iðjuvera á Grundartanga ásamt nefndarmönnum.


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00


Efni síðunnar