Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

8. fundur 05. mars 2012 kl. 15:00 - 17:00

Sævar Ari Finnbogason, Björgvin Helgason, Daníel Ottesen, Guðjón Jónasson og Sigrún Sigurgeirsdóttir.


Daníel Ottesen ritari, ritaði fundargerð.


Einnig sat fundinn Hjörtur Hans Kolsöe Skipulags- og byggingarfulltrúi.

1. 1202022 - Brennimelur - Blanda, breyting á aðalskipulagi.


Fulltrúar Landsnets koma á fundinn og svara fyrirspurnum um erindið. Nefndarmenn hafa þegar fengið málið í hendur.


Fulltrúar Landsnets fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið fari í kynningu samkvæmt 30 gr.123/2010 skiplagslaga um breytingu á aðalskipulagi.


2. 1202023 - Brennimelslína 1. breyting á aðalskipulagi.


Fulltrúar Landsnets koma á fundinn og svara fyrirspurnum um erindið. Nefndarmenn hafa þegar fengið málið í hendur.


GJ gerði grein fyrir mögulegu vanhæfi sínu og fór fram á að greidd yrðu atkvæði um hæfi sitt. BH, GJ, SS, töldu GJ hæfan. SAF taldi GJ vanhæfan. DO var fjarverandi þegar kosning fór fram. Fulltrúar Landsnets fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið fari í kynningu samkvæmt 30.gr.123/2010 skipulagslaga um breytingu á aðalskipulagi.


3. 1202051 - V/ lýsingu vegna deiliskipulags á Grundartanga - vestursvæði.


Deiliskipulag athafnasvæðis og iðnaðarsvæðis á Grundartanga, Vestursvæði. Erindið tekið fyrir á 122. fundi sveitarstjórnar, liður 7. 28.02.2012. Nefndarmenn hafa þegar fengið málið í hendur.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki deiliskipulagslýsinguna og kynni hana og auglýsi samkvæmt 40.gr. skiplagslaga nr.123/2010.


4. 1202062 - Umsókn um byggingarleyfi


Umsókn Magnúsar Hannessonar Kt: 101155-4049 um leyfi til að breyta og

bæta kjallara, gólfi og flór í fjósi að Eystri Leirárgörðum Lnr. 133737.


Kynnt.


5. 1109057 - Heynes 1, byggingarleyfi


Erindið sent til Skipulagsstofnunar og óskað meðmæla samkv. 1. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða Skipulagsstofnunar dags. 23.02.2012.


Lagt fram.


6. 1112023 - Hlíð vélageymsla


Erindið sent til Skipulagsstofnunar og óskað meðmæla samkv. 1. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða Skipulagsstofnunar dags. 23.02.2012.


Lagt fram.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00


Efni síðunnar