Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013
Sævar Ari Finnbogason, Kristján Jóhannesson, Björgvin Helgason, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Daníel Ottesen.
Daníel Ottesen , ritaði fundargerð.
Einnig sat fundinn Hjörtur Hans Kolsöe skipulags- og byggingarfulltrúi.
1. 1111044 - Ný flæðigryfja á hafnarsvæðinu á Grundartanga. Umsögn varðandi málsmeðferð.
Erindi er barst 20.janúar 2012. Bréf Umhverfisstofnunar 23.12.2011 sem barst Faxaflóahöfnum sf. Bréfið er svarbréf við fyrirspurn Faxaflóahafna sf. dags: 12.10.2011
Lagt fram. Nefndin leggur áherslu á að afgreiðsla þessa máls hjá eftirlitisstofnunum dragist ekki.
2. 1201025 - Yfirlitsskýrsla um sjóvarnir í sveitarfélaginu.
Bréf dags 12.07.2011 frá Siglingastofnun um drög að yfirlitsskýrslu um sjóvarnir 2011, þ.e. þann hluta skýrslunar sem fjallaði um sjóvarnir í sveitarfélaginu.
Lagt fram.
Þrír staðir í Hvalfjarðarsveit rata inn í forgangsflokkun verkefna í sjóvörnum, C - flokki og, þ.e. þar sem land er í hættu og mannvirki mögulega undir ágangi.
Þetta eru (raðað eftir forgagnsröðun Siglingamálastofnunnar)
• Ytri Hólmur 1 við Býlu I-V 4.4 milljónir, Skipanes - vörn við Bakkaflöt norðan á nesinu og við Belgsholt
Nokkrir aðrir staðir flokkast í D-flokk og sumstaðar á enn eftir að vinna frekari rannsóknir.
3. 1111052 - Grundartangi stóriðnaðarsvæði,spennuvirki.
Deiliskipulag stóriðnaðarsvæðis I 2 Leynisvegur 1. Um er að ræða nýtt deiliskipulag. Í deiliskipulagsáætluninni verður skilgreind lóð fyrir nauðsynleg spennuvirki og helgunarsvæði aðliggjandi vega, Grundartangavegar og Leynisvegar. Ákvarðaðir verða byggingareitir , hámarkshæð mannvirkja, aðkoma og bílastæði. Lagt verður mat á
hugsanleg umhverfisáhrif og gerð grein fyrir mótvægisaðgerðum og vöktunaráætlunum eins og þurfa þykir. Að öðru leiti er vísað til skipulagsreglugerðar um gerð deiliskipulags.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki deiliskipulagslýsinguna og kynni hana og auglýsi samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
4. 1010053 - Grundartangi deiliskipulag vestursvæði- breyting
Erindi er barst 20.janúar 2012. Kæra dags. 5. janúar 2012 þar sem kærð er auglýst breyting á deiliskipulagi vestursvæðis á Grundartanga.
Nefndin felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að senda umbeðin gögn til úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála.
Bókun SAF, DO og KJ: Undirritaðir vilja taka fram að Hvalfjarðarsveit hefur farið að leiðbeiningum og fyrirmælum Skipulagsstofnunar í að leiðrétta fyrri auglýsingu. Ennfremur er athygli vakin á þeirri óvissu sem skapaðist vegna stjórnsýsluákæru sömu kærenda, vegna afgreiðslu sveitarstjórnar þann 14. Júní 2011 á breytingu á aðalskipulagi þessa svæðis, sem hafði áhrif á framgang deiliskipulagsins. Óvissunni um þá aðalskipulagsbreytingu var eytt með úrskurði Innaríkisráðuneytisins þann 26. október 2011 (mál IRR 11080006).
Ennfremur árétta undirritaðir að ekki voru gerðar breytingar á deiliskipulaginu sem slíku við afgreiðslu sveitarstjórnar, né urðu grundvallarbreytingar á auglýsingunni og því langsótt að hér hafi verið um nýja deiliskipulagstillögu að ræða samkvæmt 4. mgr. 41 gr. Skipulagslaga nr.123/2011 "Ákveði sveitarstjórn að breyta auglýstri tillögu í grundvallaratriðum skal hin breytta tillaga auglýst á nýjan leik skv. 1. mgr." Í 42.gr segir "Auglýsing tillögu að deiliskipulagi telst ógild hafi hún ekki verið samþykkt í sveitarstjórn innan árs frá því að athugasemdafresti tillögunnar lauk og skal slík tillaga auglýst á nýjan leik skv. 41. gr. áður en hún er samþykkt í sveitarstjórn."
Það liggur því fyrir að ekki var ár liðið frá því að deiliskipulagstillagan var kynnt og þangað til hún var afgreidd í seinna skipi í sveitarstjórn og að ekki voru gerðar veigamiklar eða grundvallarbreytingar á þeirri tillögu.
5. 1201018 - Dælustöð Elkem Grundartanga
Lagt fram.
6. 1201019 - Hlíð, gisting í flokki I.
Lagt fram.
7. 1201020 - Eystra Miðfell, gisting í flokki II
Lagt fram.
8. 1201021 - Draumheimar 2, Gisting í flokki I.
Lagt fram.
9. 1112041 - Vatnssýnataka í Hvalfjarðarsveit.
ÍSOR, Minnismiði Þórólfs H. Hafstað um vatnssýnatöku í Hvalfjarðarsveit. Sýni tekin úr Bugalæk í Leirársveit og úr kaldavatnskrana á Grundartanga.
Lagt fram.
USN nefnd vekur athygli á að niðurstöðum mælinga ÍSOR á vatnsgæðum. Þau efni sem mæld voru reyndist langt innan EC viðmiða og er niðurstaða ÍSOR að sýnin reynist ekki skera sig úr miðað við grunnvatn á Suð-vesturlandi almennt. Eins og segir í athugasemdum "hér er um ,ósköp venjulegt" grunnvatn að ræða, efnasnautt og kalt." Þeir þættir sem mældir voru; Rafleiðni, PH gildi, kalsíum, magnesínum, járn, kísill, brennisteinn og köfnunarefni.
10. 1112033 - Ársskýrsla UST sniðmát
Erindi varðandi skil á ársskýrslu náttúru og umhverfisnefnda sveitarfélaga. Formanni USN ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera skýrsluna.
Málið er í vinnslu.
11. 1201024 - Innleiðing á nýjum lögum. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar.
Þann 2. maí 2011 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Lögin eru að mestu leyti byggð á svokallaðri INSPIRE tilskipun evrópusambandsins og er liður í innleiðingu tilskipunarinnar á Íslandi.
Lagt fram.
12. 1201026 - Stjórnsýslukæra 12.júlí 2011 júlí vegna starfsleyfis Stjörnugrís hf. að Melum í Hvalfjarðarsveit.
Stjórnsýslukæra Sólveigar K. Jónsdóttur, dags. 12. júlí 2011, og Hvalfjarðarsveitar, dags. 13. júlí 2011, vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 29. júní 2011 um útgáfu starfsleyfis fyrir Stjörnugrís hf. að Melum í Hvalfjarðarsveit.
Lagt fram. Nefndin telur að koma skuli fram í starfsleyfi leyfilegur hámarksfjöldi grísa á hverjum tíma. Jafnvel þó kveðið verði á um hámarksfjölda stía í starfsleyfi.
13. 1201029 - Endurheimt Katanestjarnar Grundartanga Hvalfjarðarsveit
Faxaflóahafnir í samvinnu við Verkís hafa unnið að greinagerð um
endurheimt á Katanestjörn og votlendis í námunda við tjörnina. Þetta er í samræmi við umhverfisstefnu fyrir Grundartangahöfn
Lagt fram. Meirihluti fagnar áformum um endurheimt Katanestjarnar og votlendis í námunda við tjörnina. AH vék af fundi.
14. BH090076 - Sólheimar 5
Lokafrestur til að fjarlægja gáma 1. júlí 2011.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00