Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

4. fundur 28. nóvember 2011 kl. 16:00 - 18:00

Sævar Ari Finnbogason, Kristján Jóhannesson, Björgvin Helgason, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Daníel Ottesen.


Daníel Ottesen ritari nefndarinnar, ritaði fundargerð.


Einnig sat Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fundinn

 

1. 1110079 - Staða skipulags- og byggingarfulltrúa


Umræður um ráðningu skipulags- og byggingarfulltrúa.


Skiplags-og byggingarfulltrúi vék af fundi.
Starfshópnum sem falið var af sveitarstjórn á 116 fundi sveitarstjórnar að fara yfir umsóknir vegna starfsins, sem skipaður var sveitarstjóra, oddvita, formanni og varaformanni Umhverfis- skipulags og náttúruverndarnefndar (USN), auk fulltrúa úr USN nefnd leggja við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Hjört Hans Kolsöe.
Sveitarstjóri og oddviti sátu undir þessum lið og viku svo af fundi.


2. 1103056 - Eystri- Leirárgarðar, Bugavirkjun


Breyting á deiliskipulagi Eystri Leirárgarða sem auglýst var samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 2. september til 14. október 2011. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum:

1. Ásgeiri Kristinssyni og Önnu Leif Elídóttur Leirá

2. Júlíusi Birgi Kristinssyni fh. Leirárskóga ehf.

 

Álits lögmanns Hvalfjarðarsveitar var lagt fram á fundinum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi tók sæti á fundinum.


Tillaga að deiliskipulagsbreytingu, dags. 18. ágúst 2011, í landi Eystri-Leirárgarða, var auglýst frá 2. sept. til 14. okt. 2011. Tvær athugasemdir bárust, annars vegar frá Júlíusi Birgi Kristinssyni, stjórnarformanni Leirárskóga ehf. dags. 12. okt. 2011 og hins vegar frá Önnu Leif Elídóttur og Ásgeiri Kristinssyni eigenda jarðarinnar Leirár dags. 30 sept. 2011. Báðar athugasemdirnar eru mótfallnar fyrirhugaðri framkvæmd.


Leitað var umsagnar Ísor, dags. 15. apríl 2011, Veiðifélags Leirár, dags. 31. mars 2011 og Veiðimálastofnunar, dags. 3. jan. 2011. Í umsögn Ísor kemur fram að: "Ekki verður því séð að þessi virkjanaáform muni spilla fyrir

möguleikum á öflun neysluvatns á þessum slóðum, hvorki úr upptakalindum Bugalækjar né á aðrennslisleiðum grunnvatns til þeirra." Í umsögn Veiðifélags Leirár kemur fram að: "Veiðifélag Leirár áskilur sér rétt á skaðabótum, ef reynsla af rekstri Bugavirkjunar sýnir fram á tjón á Leirá hvað varðar fiskgengd og veiði. Að öðru leiti gerir Veiðifélag Leirár ekki athugasemd við framkvæmdir og væntanlegan rekstur Bugavirkjunar." Í umsögn Veiðimálastofnunar kemur fram: "Miðað við þéttleika laxfiska og flatarmál Bugu er til lengri tíma talið að virkjun, samkvæmt framkomnum upplýsingum, hafi ekki mikil áhrif á stofna laxfiska og veiði í Leirá. Rétt er þó að hafa í huga ofangreinda fyrirvara um að rannsóknasvæðið var takmarkað við svæðið þar sem bein áhrif verða (svæði er þó að öllum líkindum aðeins lítill hluti búsvæða seiða laxfiska í Leirá) og að tímasetning rannsóknarinnar var að vetri til." Enn fremur kemur fram: "Til að fá gleggri mynd af svæðinu hefði þurft að gera heildstæða úttekt á öllu vatnasvæði Leirár að sumri til, en með því hefði fengist betra mat á hlutfall áhrifasvæðis af heildar flatamáli og framleiðslugetu búsvæða sem og dreifingu og þéttleika seiða eftir tegundum."


Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur undir ábendingar Veiðimálastofnunar um að rannsóknir sem framkvæmdar væru að sumri til á svæðinu sem rannsakað var, myndu gefa gleggri mynd af áhrifum á stofnstærðir fiska.


Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fellst ekki á innsendar athugasemdir á þeim forsendum að rannsóknir sem Veiðimálastofnun framkvæmdi sýni að virkjun í Bugalæk muni að öllum líkindum ekki hafa mikil áhrif á stofna laxfiska og veiði í Leirá. Það er mat nefndarinnar að frekari rannsóknir muni ekki breyta verulega áður framkomnum niðurstöðum Veiðimálastofnunar varðandi stofna laxfiska og veiði í Leirá. Nefndin fellst ekki á þau sjónarmið sem fram koma í athugasemd Leiraárskóga ehf að ekki sé fyrir hendi lagaleyfi eða heimild samkvæmt Vatnalögum til þess að heimila deiliskipulagsbreytinguna og vísar þar til álits Bjarna Lárussonar, hjá Pacta lögmönnum, dagsett 28.11.2011. þar sem meðal annars er vísað til 49 gr. og 50 gr. Vatnalaga 15/1923. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst og birt samkvæmt 41. gr. skipulagslaga 123/2010.


3. 1010053 - Grundartangi deiliskipulag vestursvæði- breyting


Umsagnir Skipulagsstofnunar dags. 21. nóvember 2011 og Umhverfisstofnunar dags. 18. nóvember 2011


Lagt fram.


4. 1111051 - Skipulagsreglugerð, umsögn


Erindi Umhverfisráðuneytisins dags. 3. nóvember 2011 varðandi umsögn um nýja skipulagsreglugerð sem berist fyrir 1. desember nk.


Formanni og Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að fara yfir reglugerðina og senda inn umsögn ef þurfa þykir.

 

5. 1111052 - Breyting á deiliskipulagi stóriðnaðarsvæðis Grudndartanga, vegna nýs spennivirkis


Erindi Faxaflóahafna varðandi lóð fyrir nýtt spennivirki fyrir Landsnet innan stóriðnaðarsvæðis Grundartanga.


Nefndin óskar eftir kynningarfundi ásamt sveitarstjórn um hugmyndir Landsnets.


6. 1111050 - Litli Sandur olíustöð, vinnsla á olíumenguðum jarðvegi


Svar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands við umsókn Olíudreifingar um vinnslu á olíumenguðum jarðvegi í birgðastöð Olíudreifingar á Litla Sandi


USN nefnd vekur athygli á misræmi í magntölum í útgefnu leyfi og fylgigögnum málsins. HEV talar um 200 til 300 tonn meðan framkvæmdaraðilar tala um 200 til 300 rúmmetra. Skipulags-og byggingarfulltrúa er falið að afla frekari upplýsinga.


7. 1111053 - Erindi varðandi nýjar flæðigryfju á Grundartanga.


Erindi Sigurbjörns Hjaltasonar Kiðafelli, varðandi athugsemdir við nýja flæðigryfju á Grundartanga.


Lagt fram.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40

 

Efni síðunnar