Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

1. fundur 31. október 2011 kl. 16:00 - 18:00

Sævar Ari Finnbogason, Andrea A. Guðjónsdóttir, Kristján Jóhannesson, Björgvin Helgason og Arnheiður Hjörleifsdóttir.


Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi, ritaði fundargerð.


Auk þeirra sátu fundinn Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður Sverrir Jónsson oddviti sem setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.


1. 1110074 - Nefndarmál


Nefndarmenn skipta með sér verkum


Sigurður Sverrir oddviti setti fund og óskað var eftir tilnefningum til formannskjör nefndarinnar. Sævar og Arnheiður fengu tilnefningu, gengið var til kosninga. Sævar fékk kjör sem formaður. Varaformaður, Kristján og Arnheiður fengu tilnefningar og Arnheiður var kjörin. Þá var komið að ritarakjöri og fékk Andrea tilnefningu og er hún því réttkjörin ritari nefndarinnar.


2. 1110072 - Erindisbréf Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefndar


Lagt fram


Lagt fram til kynningar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar henni til sveitastjórnar.


3. 1109051 - Minnisblað um flæði- og kerbrotagryfjur á Grundartanga.


Erindi vísað til nefndarinnar frá 115. fundi sveitarstjórnar


Lagt fram til kynningar. Nefndin óskar eftir frekari upplýsinga um magn (rúmmetra) kerbrota sem áætlað er að fari í gryfju B og C á tímabilinu.


4. 1103056 - Eystri- Leirárgarðar, Bugavirkjun


Breyting á deiliskipulagi Eystri Leirárgarða sem auglýst var samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 2. september til 14. október 2011. Athugsemdir bárust frá tveimur aðilum: Ásgeiri Kristinssyni og Önnu Leif Elídóttur Leirá Júlíusi Birgi Kristinssyni fh. Leirárskóga ehf.

 

Erindinu frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að koma grunngögnum til nefndarmanna.


5. 1106039 - Kalastaðakot deiliskipulag frístundabyggðar


Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Kalastaðakots. Áður hefur farið fram kynning á erindinu. Ábendingar bárust frá Umhverfisstofnun og Sjávarútvegs og Landbúnaðarráðuneytinu. Tillagan óskast auglýst.


Nefndin leggur til við sveitastjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010


6. 1109056 - Höfn Skipting lands


Erindi Ólafínu Palmer og Diljár P. Finnbogadóttur varðandi heimild til þess að skipta út landi samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ólafs Guðmundssonar.


Nefndin leggur til við sveitastjórn að erindið verði samþykkt.


7. 1110084 - Deiliskipulag stóriðnaðarsvæðis við Grundartanga.


Lagt fram. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að koma grunngögnum til nefndarmanna.


8. 1110004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 1


Kynnt


8.1. 1106042 - Eyrarás, frístundahús


8.2. 1109060 - Hjallholt 41, frístundahús


8.3. 1110071 - Kúhalli 9 viðbygging


8.4. 1110075 - Tangavegur 7 nýtt hús


9. 1106038 - Kalastaðir, umsókn um styrk vatnsveitu.


Erindi Þorvaldar Magnússonar um styri vegna viðgerða og lagfæringa á vatnsveitu fyrir Kalastaði.


Nefndin leggur til að veittur verðir styrkur sem nemur 1/4 af framkvæmdinni eða 315.000. þegar leyfi heilbrigðisfulltrúa liggur fyrir.


10. 1109062 - Auglýsing um umhverfismat tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022


Frestur til að gera athugasemdir við umhverfismat samgönguáætlunar er til og með 4. nóvember nk.


Lagt fram.

 

11. 1110023 - Tillaga um bætta aðkomu og ásýnd Melahverfis.


Erindi vísað til nefndarinnar frá 114. fundi sveitarstjórnar


Lagt fram. Nefndin ætlar að halda íbúafund með íbúum Melahverfis. Tímasetning auglýst síðar.


12. 1110016 - Tillaga um skilti.


Erindi vísað til nefndarinnar frá 114. fundi sveitarstjórnar


Á yfirstandandi fjármagnsári er til fjármagn til kaupa á skiltum. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að leita eftir tilboðum og hefja uppsetningu.


13. 1110073 - Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd.


Erindi Umhverfisstofnunar dags 18. október 2011 varðandi tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðisnenfd.


Sævar Ari Finnbogason gefur kost á sér sem fulltrúi í nefndinni.


14. 1110081 - Umhverfisþing 2011


Arnheiður og Skúli greindu frá umhverfisþinginu. Þar sem efni Hvítbókarinnar var rætt.

 

15. 1110082 - Málþing sambands sveitarfélaga um sjálfbærni í sveitarfélögum


Arnheiður greindi frá.

 

16. 1110083 - Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúrverndarnefnda sveitarfélaga


Arnheiður greindi frá, leggur á það áherslu að gert sé ráð fyrir tilheyrandi kostnaði í fjárhagsáætlun nefndarinnar.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:00

Efni síðunnar