Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Andrea Anna Guðjónsdóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir, Baldvin Björnsson,Gauti Halldórsson og Þórdís Þórisdóttir sem ritaði fundargerð.
Skúli Lýðsson, skipulags- og byggingarfulltrúi situr einnig fund.
Formaður setur fund og býður fundarmenn velkomna.
1. Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar 2011.
Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar hlutu þau Sigríður Kristjánsdóttir og Sigurgeir Þórðarson. Nefndin óskar þeim innilega til hamingju með verðlaunin. Nefndin þakkar einnig íbúum fyrir innsendar tilnefningar og dómnefnd fyrir vel unnin störf.
2. Endurskoðun á umsögn um natríumklóratverksmiðju Kemira að beiðni skipulagsstofnunar samkvæmt bréfi dagsett 30.08 2011.
Erindi afgreitt í tölvupósti milli funda og sent sveitarstjórn.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar áréttar fyrri umsögn sína að nefndin telji að fyrirhuguð framkvæmd vegna natríumklóratverksmiðju á Grundartanga þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum, annarsvegar vegna þess mikla magns hættulegra efna sem tengjast starfseminni og hins vegar vegna hugsanlegra samlegðaráhrifa með annarri starfsemi á svæðinu.
Nefndin telur það nauðsynlegt að gera þurfi heildarmat á þolmörkum Grundatangasvæðisins meðal annars m.t.t. mengunar á svæðinu.
Umsögn nefndarinnar var ekki tekin fyrir á septemberfundi sveitarstjórnar og hvetur nefndin sveitarstjórn til að taka afstöðu með umsögninni og beina því til Faxaflóahafna að farið verði í heildarmat á þolmörkum Grundartangasvæðisins.
3. Fjárhagsáætlun 2012
Formaður og skipulags- og byggingarfulltrúi vinna tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2012.
4. Staðardagskrá 21
Nefndin hvetur sveitarstjórn til að hefja endurskoðun á Staðardagskrá 21 vegna breytinga á samþykktum sveitarfélagsins.
5. Mannauðsstefna Hvalfjarðarsveitar
Athugasemdir nefndarinnar sendar sveitastjóra.
6. Flokkun úrgangs í Hvalfjarðarsveit
Skúli segir frá árangri flokkunar. Frá heimilum er nú flokkaður 39% af úrgangi sem þykir vera mjög góður árangur. Flokkun úr sumarhúsabyggðum gekk mjög vel.
Nefndin hvetur til að haldinn verði opinn kynningarfundur með Gámafélaginu.
7. Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 112. fundi., mál 1108028.
Kynning á flutningi flæði- og kerbrotsgryfja við grundartangahöfn. Lagt fram til kynningar.
8. Afgreiðsla sveitarstjórnar á 112. fundi, mál 1108011.
62. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar. Lagt fram til kynningar.
9. Kynningarfundur Faxaflóahafna vegna kerbrots- og flæðigryfja við Grundartanga.
Formaður og skipulags- og byggingarfulltrúi sátu fund fyrir hönd nefndarinnar.
10. Kynning Mannvits vegna Kemira.
Formaður og skipulags- og byggingarfulltrúi sátu fund.
11. Umhverfisþing 2011.
Skipulags- og byggingarfulltrúi situr þing fyrir hönd nefndarinnar.
12. Sjálfbær sveitarfélög. Málþing á Hótel Selfossi.
Lagt fram til kynningar.
13. Samráðsfundur um skipulagsmál og málþing um sjálfbæra þróun.
Skipulags- og byggingarfulltrúi situr fund.
14. Auglýsing um umhverfismat tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022.
Lagt fram til kynningar.
15. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, samráðs- og kynningarferli.
Lagt fram til kynningar.
Önnur mál:
16. Dagur íslenskrar náttúru í Hvalfjarðarsveit
Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur í sameinuðum leik- og grunnskóla. Haldinn var útikennslu og skemmtidagur í Fannahlíð fyrir leik- og grunnskólabörn og tókst hann mjög vel.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.05
Næsti fundur áætlaður 1. Nóvember kl. 16:30.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.