Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Andrea Anna Guðjónsdóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir, Daniela Gross og Þórdís Þórisdóttir sem ritaði fundargerð. Skúli Lýðsson, skipulags- og byggingarfulltrúi situr einnig fund.
Formaður setur fund og býður fundarmenn velkomna
1. Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar 2011.
Sigurlín Gunnarsdóttir segir frá vinnu nefndarinnar. Formaður skipuleggur verðlaunaafhendingu í samráði við sveitarstjóra.
2. Umsögn vegna Bugavirkjunar.
Erindi afgreitt í tölvupósti milli funda og sent sveitarstjórn.
Umsögn: Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar telur að fyrirhuguð framkvæmd vegna Bugavirkjunar þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Skipulags – og byggingafulltrúi segir frá stöðu mála vegna virkjunarinnar.
3. Umsögn vegna Kemi, mál 1107002.
Erindi afgreitt í tölvupósti milli funda og sent sveitarstjórn.
Umsögn: Umnhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar telur að fyrirhuguð framkvæmd vegna natríumklóratverksmiðju á Grundartanga þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum, annarsvegar vegna þess mikla magns hættulegra efna sem tengjast starfseminni og hins vegar vegna hugsanlegra samlegðaráhrifa með annarri starfsemi á svæðinu, svo og með tilliti til orkubúskapar á landsvísu. Augljóst er að breyta þarf aðalskipulagi til að reisa megi verksmiðjuna þar sem henni er ætlaður staður.
Enn áréttar nefndin þá skoðun sína að gera þurfi heildarmat á þolmörkum Grundatangasvæðisins meðal annars m.t.t. mengunar á svæðinu.
4. Erindi frá Umhverfisráðuneyti. Beiðni um umsögn vegna gerð nýrra reglugerðar um framkvæmdarleyfi, dagsett 3. júní 2011.
Nefndin gerir ekki athugasemd við reglugerðina.
5. Vistvernd í verki, beiðni um styrk.
Nefndin telur sér ekki fært að svo stöddu að verða við beiðninni.
6. Vistvernd i verki, námskeið.
Lagt fram til kynningar.
7. Afgreiðsla sveitarstjórnar á 110 fundi. Dagur íslenskrar náttúru 16. sept 2011, mál 1106027.
Lagt fram til kynningar. Nefndin tekur jákvætt í erindið og hvetur til þess að friðland Grunnafjarðar verði kynnt almenningi með einhverjum hætti þennan dag.
8. Afgreiðsla sveitarstjórnar á 110. fundi, mál 1106024.
Fyrirspurn frá sveitarstjórnarmanni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar sat fund á Hótel Glym sem starfsmaður nefndarinnar. Verið er að kalla eftir niðurstöðum úr mælingum á magni flúor í kinda- og hrossabeinum frá hausti 2010.
9. Afgreiðsla sveitastjórnar á 111. fundi. Starfsleyfi Stjörnugríss, mál 1107004.
Lagt fram til kynningar.
10. Umhverfisþing 2011.
Lagt fram til kynningar. Verður haldið þann 14. október 2011 að hótel Selfossi.
11. Matjurtagarður í Melahverfi.
Nefndin leggur til að garðurinn verði plægður þann 15. október. Haft verður samband við þá sem eru með garð varðandi dagsetninguna.
Önnur mál:
12. Sorpflokkun í Hvalfjarðarsveit.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hnykkt verði á sorpflokkun í Hvalfjarðarsveit með einhverskonar átaki sem miðar að því að auka flokkun heimilissorps.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.10
Næsti fundur áætlaður 6. september kl. 16:30.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.