Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Andrea Anna Guðjónsdóttir, Gauti Halldórsson, Baldvin Björnsson, Sigurlín Gunnarsdóttir og Þórdís Þórisdóttir sem ritar fundargerð. Auk þeirra situr Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fund. Helgi Helgason heilbrigðisfulltrúi Vesturlandsumdæmis situr fund undir 1. lið.
Formaður setur fund og býður fundarmenn velkomn
1. Helgi Helgason heilbrigðisfulltrúi Vesturlandsumdæmis
Umræður um veikindi á búum sem upp hafa komið í vetur og verklagsreglur er veikindi koma upp. Fyrirspurnir um eftirlit með vatnsbólum og sýnatöku í sveitarfélaginu og eftirlit með leikvöllum. Í máli Helga kemur fram að starfsleyfi Stjörnugríss á Melum verði auglýst frá og með 2. mars 2011 og er auglýsingatími 8 vikur.
Sigurlín Gunnarsdóttir kemur á fund 16.25.
Umræður um dioxínum mengun frá verksmiðjum. Drögum að sýnatökuáæltun Umhverfisstofnunar vegna vöktunar á díoxínum í jarðvegi/sjávarseti dreift til fundarmanna.
2. Hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit og verkfundur með Íslenska gámafélaginu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi segir frá verkfundi með Íslenska Gámafélaginu. Gámafélagið ætlar að skila skýrslu um árangur á sorpflokkun í sveitarfélaginu.
Fyrirhugað árlegt hreinsunarátak í sveitarfélaginu. Umræður um breytingar á fyrirkomulaginu. Nefndin leggur áherslu á að breytingarnar verði vel kynntar fyrir íbúum áður en átakið hefst.
Moltugerðin er ekki hafin í sveitarfélaginu heldur er jarðgert í Reykjavík. Hægt er að bjóða upp á að komið verði með moltu á móttökusvæði Gámu þar til hægt verður að moltugera í sveitarfélaginu.
Verið er að skoða með að bjóða upp á sérstaka poka fyrir þá sem fylla grænu tunnuna örar en hún er losuð.
3. Dagur Umhverfisins 25. apríl og kynning á Grænum apríl.
Grænn apríl er umhverfisverkefni sem hrint er í framkvæmd til að vekja athygli á umhverfisvernd og verkefnum í þágu umhverfisins. Nefndin hvetur sveitarfélagið til að gerast þátttakandi í verkefninu og kynna vel þau umhverfisverkefni sem sveitarfélagið, stofnanir og einstaklingar eru þátttakendur í.
Dagur umhverfisins. Nefndin vill leggja skólum sveitarfélagsins lið á þessum degi og hvetur sveitarstjórn til að veita skólum styrki til að efla umhverfisfræðslu og starf í skólunum.
Ritari mun athuga hjá Íslenska Gámafélaginu hvort vilji sé til að aðstoða skólana við að farga því rusli sem nemendur og kennarar tína á svæðinu í tilefni af degi umhverfisins.
4. Ný mannvirkjalög
Gildistaka nýrra mannvirkjalaga. Lagt fram til kynningar.
5. Heimsókn í Norðurál
Lagt fram til kynningar.
6. Ársfundur Umhverfisstofnunar 25. mars.
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúi mætir fyrir hönd nefndarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45
Næsti fundur áætlaður 29. mars 2011 eða fyrr.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.