Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Andrea Anna Guðjónsdóttir, Baldvin Björnsson, Sigurlín Gunnarsdóttir og Þórdís Þórisdóttir sem ritar fundargerð. Auk þeirra situr Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fund. Gauti Halldórsson boðaði forföll.
Arnheiður Hjörleifsdóttir situr fund undir 1. lið.
Formaður setur fund og býður fundarmenn velkomna
1. Umsögn um drög að vöktunaráætlun frá Umhverfisstofnun.
Arnheiður kynnir minnispunkta við tillögu að vöktunaráætlun iðjuveranna. Formanni falið að vinna umsögn um drög að vöktunaráætlun iðjuveranna að höfðu samráði við umhverfis- og náttúruverndarnefnd.
2. Íbúafundur í Hvalfjarðarsveit vegna breytinga á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
Skúli fer yfir fundargerð frá kynningafundi í Hvalfjarðarsveit sem haldinn var fimmtudaginn 27. janúar 2011 þar sem tillögur að breytingum á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 voru kynntar.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu á breytingum á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 enda samræmast þær Staðardagskrá 21. Nefndin áréttar jafnframt fyrri bókanir um mikilvægi þess að fram fari úttekt á mengunarálagi og þolmörkum Grundartangasvæðisins í heild.
3. Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 101. fundi er varðar bréf frá Umhverfisráðuneytinu varðandi strendur.
Nefndin tekur undir tillögur AH varðandi aðgerðir um greiningu á úrgangi við strendur og leggur einnig til að verkefnið verði nýtt til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu s.s. sumarstörf ungmenna. Í
Staðardagskrá 21 er lögð áhersla á að hugað verði að hreinsun meðfram þjóðvegum og hreinsun stranda bæði við sjó og vötn.
4. Ráðstefna um mengun á Íslandi, 25. febrúar 2011.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf frá samtökum sveitafélaga á Vesturlandi er varðar umsögn um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, með síðari breytingum.
Nefndin tekur undir ályktunina.
6. Bréf frá Umhverfisvaktinni sent til umhverfisstofnunnar.
Lagt fram til kynningar.
7. Önnur mál
Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur varðandi stefnumótun um aðkomu sveitarfélagsins í mengunarrannsóknum. Starfsmanni nefndarinnar falið að svara erindinu.
Nefndin óskar eftir að niðurstöðum mælinga á flúorinnihaldi í hrossabeinum verði safnað saman. Starfsmanni nefndarinnar falið að nálgast mælingar sem vitað er að hafa verið gerðar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00
Næsti fundur fyrirhugaður 1. mars.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.