Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Andrea Anna Guðjónsdóttir, Baldvin Björnsson og Þórdís Þórisdóttir sem ritar fundargerð. Auk þeirra situr Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fund.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2011.
- Skipanes. Erindi frá skipulags- og byggingarnefnd varðandi landbrot í landi Skipaness.
- Erindi frá skipulagsstofnun varðandi tillögur að nýrri skipulagsgerð.
Lagt fram til kynningar:
4. Fundargerð 3. samráðsfundar vegna vöktunaráætlunar Grundartangasvæðisins.
- Ársfundur Umhverfistofnunar og náttúruverndarnefnda 2010.
Önnur mál ef einhver eru.
Formaður setur fund og býður fundarmenn velkomna.
- Fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2011.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fer yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Umræður um drögin.
- Skipanes. Erindi frá skipulags- og byggingarnefnd varðandi landbrot í landi Skipaness.
Umfjöllun um erindið.
- Erindi frá skipulagsstofnun varðandi tillögur að nýrri skipulagsgerð.
Nefndin leggur til að áherslur sambands Íslenskra sveitarfélaga verði hafðar að leiðarljósi.
- Fundargerð 3. samráðsfundar vegna vöktunaráætlunar Grundartangasvæðisins.
Fundargerð framlögð.
5. Erindi frestað.
Önnur mál:
Bréf frá Environice. Kynning á fyrirtækinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00
Næsti fundur áætlaður 7. desember 2010 eða fyrr.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.