Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

54. fundur 05. október 2010 kl. 17:00 - 19:00

Andrea Anna Guðjónsdóttir, Gauti Halldórsson, Baldvin Björnsson og Sigurlín Gunnarsdóttir. Þórdís Þórisdóttir boðaði forföll og í hennar stað kom ekki varamaður, Sigurlín Gunnarsdóttir ritaði fundargerð.

Auk þeirra Skúli Lýðsson mætti á fund kl.18:00

 

 

1. Vöktunaráætlun Grundartanga- Samráðsfundur 3.

 

Skúli Lýðsson sem sat fundinn kynnti þau efni sem þar voru rædd. Kom fram að góður vilji væri fyrir góðu samstarfi. Nefndin mun taka áætlunina fyrir þegar hún berst henni í hendur.

 

2. Ársfundur Umhverfisstofnunar.

 

Verður 29. Október 2010 í Borgarnesi. Ekki komið skráningarblað né dagskrá, formaður kemst ekki og ekki heldur varaformaður. Er það í athugun hver fer í þeirra stað.

 

3. Deiluskipulag Grundartangasvæðisins

 

Umræða var um fundinn og nefndin ítrekar afstöðu sína og bendir á fyrri umfjöllun sína á 51. fundi sínum þann 4. Júni 2010:

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar telur þó ekki ástæðu til að breyta afstöðu sinni hvað varðar umhverfismatsskyldu, því áhyggjur nefndarinnar snúa að þolmörkum svæðisins varðandi frekari uppbyggingu mengandi starfsemi á svæðinu. Í greinargerð VSÓ ráðgjafar kemur fram að það getur tæpast talist réttlætanlegt að setja kröfur á viðkomandi fyrirtæki að skoða sammögnunaráhrif vegna allra annarra fyrirtækja á svæðinu. Það kann að vera rétt. Hins vegar telur umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar heldur ekki rétt að komið verði upp frekari verksmiðjustarfsemi með tilheyrandi mengun á Grundartangasvæðinu nema að undangengnu umhverfismati þar sem tillit er tekið til þeirrar starfsemi sem nú þegar er á svæðinu og veldur mengun á sínu nánasta umhverfi. Hvort það er á ábyrgð og kostnað einstakra fyrirtækja, landeiganda eða samstarfsverkefni þessara aðila hefur nefndin ekki skoðun á.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur á það mikla áherslu að varúðarsjónarmiða sé gætt í frekari uppbyggingu á Grundartanga og að náttúran fái að njóta vafans. Það er ljóst að mengunar frá núverandi verksmiðjum er farið að gæta í umhverfinu, bæði innan og utan hins skilgreinda þynningarsvæðis. Af þessu hefur nefndin áhyggjur og leggur því á það ríka áherslu að vandað sé til verka strax í upphafi og að allur mengunarvarnarbúnaður sé eins og best verður á kosið.

 

4. Matjurtagarðar í Melahverfi.

 

Skúli Lýðsson telur ekkert því til fyrirstöðu að plægja þá aftur og felur nefndin honum að sjá um það mál.

 

 

Mál til kynningar

 

1. Gróðursýnatökur í Hvalfjarðarsveit

 

Kynnt var Gróðursýnatöku ferð sem farin var 16. september 2010. Skúli greindi frá sýnatökustöðum.

 

2. Afgreiðsla frá sveitastjórn v/ 92. Fundar.

 

Lagt fram til kynningar og spurning hvort stefnan samræmist ekki nýrri vöktunaráætlun.

 

3. Kynningarfundur Íslenska Gámafélagsins.

 

Er áætlaður 13. október í Fannahlíð, kl: 16:00, verður nánar auglýstur á vegum félagsins.

 

4. Elkem, ítrekuð brot á starfsleyfi, Baldvin greinir frá.

 

Baldvin greindi frá því að hann hefði fengið tilkynningu um ítrekuð brot Elkem á starfsleyfi vegna uppskipunar á kvarsi. Að uppskipun færi ekki fram samkvæmt settu starfsleyfi. Fékkst það staðfest frá UST að það væri reyndin.

Nefndin leggur á það ríka áherslu að Elkem framfylgi nýútgefnu starfsleyfi í hvívetna.

 

 

Önnur mál ef einhver eru:

 

Engin önnur mál.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið Kl: 19:00

 

Næsti fundur áætlaður 2. nóv. eða fyrr ef þurfa þykir

Efni síðunnar