Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Petrína Ottesen, Gauti Halldórsson og Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Arnheiður bauð fundarfólk velkomið og setti fund.
1. Endurvinnsla á álgjalli. Svör VSÓ ráðgjafar vegna umsagnar
Hvalfjarðarsveitar um matsskyldu. Nefndin fór yfir svörin, og er sammála um að þau séu greinargóð og vel unnin.
Það er niðurstaða umhverfisnefndar að verksmiðjan fari í umhverfismat. Sjá meðfylgjandi greinargerð.
2. Endurvinnsla á stáli við Grundartanga. Fyrirspurn um matsskyldu.
Nefndin yfirfór skýrslu VSÓ ráðgjafar vegna áforma um að byggð verði verksmiðja til enduvinnslu á stáli með um 30.000 tonna ársframleiðslu. Verksmiðjan fellur undir 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, sem er listi yfir framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum.
Það er niðurstaða umhverfisnefndar að starfsemin fari í umhverfismat. Sjá meðfylgjandi greinargerð.
3. Umhverfisviðurkenningar 2010.
Nefndin leggur á það áherslu við sveitarstjórn að verðlaunin verði veitt í ár sem undanfarin ár. Þessi viðburður hefur fest sig í sessi og hvetur til góðrar umgengi og ásýndar í sveitarfélaginu.
Í lok fundar þökkuðu nefndarmenn hver öðrum fyrir gott og gefandi samstarf á liðnum árum. Það hefur verið sameiginlegt markmið allra nefndarmanna að vinna vel að umhverfis- og náttúruverndarmálum í Hvalfjarðarsveit og margt hefur áunnist á kjörtímabilinu eins og ársskýrslur nefndarinnar segja til um.
Fleira ekki gert og fundið slitið kl. 18:30
Andrea Anna Guðjónsdóttir, fundarritari