Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

48. fundur 17. mars 2010 kl. 19:00 - 21:00

 Baldvin Björnsson, Petrína Ottesen, Gauti Halldórsson og Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sat fundinn að hluta.

 

Baldvin bauð fundarfólk velkomið og setti fund. Hann stjórnaði umræðum um lið 1.

 

 

1. Starfsleyfi Stjörnugríss hf. á Melum í Hvalfjarðarsveit.

Laufey greindi frá því að sveitarstjórn hefði samþykkt að fá Stefán Gíslason til að fara yfir starfsleyfið og gefa um það umsögn. Nefndin ræddi málið en frestaði afgreiðslu þar til umsögn Stefáns hefur borist.

Laufey vék af fundi kl. 19.40.

Arnheiður mætti á fundinn kl. 19:45 og tók við fundarstjórn.

 

2. Drög að erindi umhverfisnefndar til stóriðjufyrirtækja á Grundartanga og eftirlitsaðila þeirra vegna vöktunaráætlunar og fleiri þátta sem tengjast mengun og vöktunarmælingum.

Nefndin samþykkti drögin og leggur til við sveitarstjórn að

hún sendi erindið til umræddra aðila.

 

3. Erindi frá Landgræðslu ríkisins er varðar styrk vegna verkefnisins: Bændur græða landið.

Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að Hvalfjarðarsveit taki þátt í verkefninu nú eins og undanfarin ár.

 

4. Matjurtarækt í Melahverfi.

Arnheiður kynnti málið og nefndin samþykkir að fara í samstarf við Búnaðarsamtök Vesturlands.

 

5. Námskeið í umhverfismennt og útikennslu.

Arnheiður hefur verið í sambandi við skólastjóra í Heiðarskóla og Skýjaborg vegna námskeiðsins. Nefndin ákveður að halda námskeið í samstarfi við Helenu Óladóttur hjá Náttúruskóla Reykjavíkur mánudaginn 12. apríl næstkomandi í Fannahlíð.

 

6. Fundargerð ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2009.

Lögð fram.

 

7. Önnur mál.

a. Andrea spurðist fyrir um ástand rotþróa í sveitafélaginu. Arnheiður mun

afla upplýsinga frá skipulags- og byggingarfulltrúa um málið.

 

Fleira ekki gert og fundið slitið kl. 20:45

Efni síðunnar