Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

45. fundur 23. nóvember 2009 kl. 20:30 - 22:30

 Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Petrína Helga Ottesen og Hannessína Ásgeirsdóttir í fjarveru Gauta Halldórssonar.

 

Arnheiður setti fundinn og bauð fólk velkomið.

1. Erindi til umsagnar. Umhverfisnefnd Alþingis leitar umsagnar um tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009–2013, 200. mál. Nefndinni falið að kynna sér tillöguna og koma ábendingum og/eða athugasemdum til formanns í síðasta lagi 29. nóvember nk.

 

2. Drög að frummatsskýrslu fyrir Stóru-Fellsöxl. Erindi sent frá skipulags- og byggingarfulltrúa. Nefndin gerir ekki efnislegar athugasemdir umfram það sem áður hefur komið fram í umsögnum hennar. Nefndin leggur áherslu á að umgengni á vinnusvæði sé bætt og að hafist verði handa við frágang þar sem það er hægt eins og skýrslan gerir ráð fyrir.

 

3. Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfisnefndar fyrir árið 2010. Nefndin fór yfir starfs og fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Samþykkt og fer sem fylgiskjal með þessari fundargerð fyrir sveitarstjórn.

 

4. Málþing um lífrænan úrgang. Upplýsingar um málþing á vegum landgræðslunnar sem haldið verður þann 26. nóvember nk.. Lagt fram.

 

Önnur mál:

 

5. Plasthreinsun. Umhverfisnefnd leggur til að eftirtaldar ferðir vegna plasthreinsunar

verði farnar á árinu 2010:

- Janúar/febrúar

- Apríl/maí

- Júlí

- Október (þessi ferð verði eingöngu farin til þeirra sem sérstaklega óski eftir því).

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.45.

 

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Baldvin Björnsson

Petrína Ottesen

Hannessína Ásgeirsdóttir

Efni síðunnar