Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Petrína Helga Ottesen og Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Arnheiður setti fundinn, bauð fólk velkomið og var síðan gengið til dagskrár.
Mál til afgreiðslu
1. Ársfundur náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar, föstudaginn 6.
nóvember. Arnheiður verður fulltrúi nefndarinnar.
2. Starfs- og fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2010. Nefndin fór yfir
starfssvið sitt og helstu áherslur fyrir árið 2010. Arnheiður kynnti nokkrar
lykiltölur úr rekstraryfirliti fyrstu 9 mánuði ársins. Nefndarfólki falið að
kynna sér málin betur fyrir næsta fund.
3. Útboð vegna sorphirðu. Arnheiður greindi lauslega frá stöðu mála.
Útboðsgögn eru í vinnslu.
4. Málþing um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ fimmtudaginn 5. nóvember.
Formaður mætir og er jafnframt með erindi á málþinginu. Lagt fram til
kynningar.
Önnur mál
5. Hundahreinsun 2009. Arnheiði falið að tala við hundaeftirlitsmann vegna
hundahreinsunar.
6. Minka- og refaeyðing í Hvalfjarðarsveit. Erindi frá sveitarstjórn. Nefndin
veitir Baldvini Björnssyni umboð til að fara með málið f.h. nefndarinnar en
því var einnig vísað til landbúnaðarnefndar.
7. Umhverfisþing 2009. Arnheiður upplýsti um helstu niðurstöður þingsins og hvatti nefndarfólk til að kynna sér erindin nánar inni á heimasíðu
umhverfisráðuneytisins.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið 18:30
Andrea Anna Guðjónsdóttir, ritar