Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

43. fundur 05. október 2009 kl. 16:00 - 18:00

Baldvin Björnsson, Gauti Halldórsson og Arnheiður Hjörleifsdóttir. Petrína Helga og Andrea Anna Guðjónsdóttir, sem jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.

Einnig sat  fundinn Skúli Lýðsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Arnheiður setti fundinn, bauð fólk velkomið og var síða

1.     Fundargerðir 40-42 upplesnar og undirritaðar.

2.     Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit og staða fyrirhugaðs útboðs. Skúli fór yfir málið með nefndinni.  Samþykkt að leggja það til við sveitarstjórn að Hvalfjarðarsveit taki þátt í sameiginlegu útboði með nágrannasveitafélögunum. Nefndin felur  Arnheiði og Skúla umboð til að sitja samráðsfundi og undirbúa útboðsferlið.

3.      Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2009 haldinn 6. Nóvember nk.  Arnheiður hvatti nefndarmenn til að mæta á fundinn.

4.     Umhverfisþing 9.-10. október 2009.  Nefndin mun senda fulltrúa.

5.     Ályktun frá kvenfélagasambandi Íslands og varðar umhverfismál.  

35. Landsþing kvenfélagasamband Íslands beinir því til sveitafélaga að þau hvetji umhverfisnefndir sínar til skilvirkni og að þær hvetji þegna til að huga  vel að ásýnd sveitanna. Þær sjái til þess að bændur og hestamenn hirði vel um rúlluplast og annað sem því fylgir og komi í endurvinnslu.

Nefndin tekur undir þessa ábendingu og mun leggja sitt af mörkum hvað varðar umhverfis- og ásýndarmál.

6.     Ráðstefna um úrgangsmál þann 21. október nk.  Lagt fram.

7.     Þverun Grunnafjarðar – Greinargerð um helstu umhverfisáhrif. Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00

 

Andrea Anna Guðjónsdóttir, fundarritari

Efni síðunnar