Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

42. fundur 31. ágúst 2009 kl. 17:15 - 19:15

 Baldvin Björnsson, Gauti Halldórsson og Arnheiður Hjörleifsdóttir. Petrína Helga Ottesen boðaði forföll.  Samþykkt að Arnheiður riti fundargerð í fjarveru Andreu Önnu Guðjónsdóttur.

 

Arnheiður setti fundinn, bauð fólk velkomið og var síðan gengið til dagskrár.

 

Mál til afgreiðslu:

1.    Námskeið um umhverfismál fyrir starfsfólk Hvalfjarðarsveitar. Þann 20. ágúst sl. var haldið námskeið um umhverfismál fyrir tilstuðlan umhverfisnefndar. Arnheiður greindi frá því að í samtölum sínum við Laufey sveitarstjóra og Ragnhildi Helgu námskeiðshaldara hafi komi fram ánægja með námskeiðið.

 

2.    Umhverfisviðurkenningar Hvalfjarðarsveitar . Umhverfisviðurkenning Hvalfjarðarsveitar árið 2009 féll í skaut hjónanna Jóns Eiríkssonar og Ruthar Hallgrímsdóttur í Gröf II. Arnheiður greindi frá afhendingu verðlaunanna sem fram fór á Sumarlokahátíð sem haldin var að Hlöðum laugardaginn 29. ágúst sl. Umhverfisnefnd vill nota tækifærið og óska Jóni og Ruth innilega til hamingju með verðlaunin, en í umsögn dómnefndar segir m.a.:  Af þeim stöðum sem tilnefndir voru til umhverfisverðlauna Hvalfjarðarsveitar hafði Gröf II nokkra sérstöðu að mati dómnefndar. Í Gröf er einstaklega fallegur garður þar sem mikil vinna er augljóslega lögð í að halda honum í horfi. Beðin eru falleg og upphækkuð með steinum, möl er í stígum og grasflötin vel hirt. Tegundafjölbreytni er þó nokkur og greinilegt að mikil alúð er lögð í garðinn. Þá er aðkoman að bænum líka öll til fyrirmyndar.

 

3.    Starfsleyfi Elkem á Íslandi. Arnheiður kynnti að Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir Elkem Ísland ehf. Hægt er að nálgast starfsleyfið, umsagnir og viðbrögð við þeim inni á vef Umhverfisstofnunar: www.ust.is. Nefndarmenn eru hvattir til að kynna sér nýtt starfsleyfi fyrir verksmiðjuna.

 

4.    Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit.

a.    Uppgjör vorhreinsunar. Arnheiður lagði fram áætlað uppgjör vegna vorhreinsunar, ásamt samanburðartölum  frá því í fyrra. Nefndin felur Arnheiði að óska eftir skýringum varðandi einstaka liði, en eins og uppgjörið birtist er ekki svigrúm fyrir frekari aðgerðir í úrgangsmálum á þessu ári eins og nefndin hafði vonast eftir.

b.    Útboðsmál. Arnheiður lagði fram áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum. Þá rifjuðu nefndarmenn upp stefnu sveitarfélagsins í úrgangsmálum sem finna má í Staðardagskrá 21 sem og áherslur umhverfisnefndar frá því í desember 2006 (samþykkt af sveitarstjórn). Nokkrar umræður urðu um málið. Fundað verður með nágrannasveitarfélögum síðar í vikunni. Arnheiði falið að fylgjast með framvindunni og upplýsa nefndarmenn. Ákveðið að kalla Skúla Lýðsson inn á næsta fund nefndarinnar og fara betur yfir undirbúning vegna fyrirhugaðs útboðs.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið 18:40

Efni síðunnar