Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Andrea Anna Guðjónsdóttir, Gauti Halldórsson og Petrína Helga Ottesen sem ritaði fundargerð.
Arnheiður setti fundinn, bauð fólk velkomið og var síðan gengið til dagskrár.
1. Fundargerð 37. fundar upplesin. Engar athugasemdir gerðar.
2. Starfsleyfi Elkem Ísland. Arnheiður og Baldvin gerðu grein fyrir stöðu mála og fundi sem þau sóttu ásamt Stefáni Gíslasyni á Umhverfisstofnun þann 26. mars sl. Umhverfisnefnd stefnir að því að skila inn erindi til sveitarstjórnar fyrir næsta fund þann 14. apríl n.k,. Arnheiður, Petrína og Andrea greindu öðrum fundarmönnum jafnframt frá kynningarfundi sem haldinn var að Hótel Glym þann 24. mars sl. þar sem Elkem var með kynningu á sólarkísilframleiðslu og endurnýjuðu starfsleyfi. Nefndrmenn lístu ánægju með að til þessa fundar var boðað.
3. Vöktunaráætlun Norðuráls. Lögð fram.
4. Flúormengun í búfé og víðar. Baldvin og Arnheiður greindu frá fundum sem þau hafa setið vegna málsins. Umhverfisnefnd ítrekar afgreiðslu sína frá 31. fundi frá 8. september sl. og óskar eftir upplýsingum frá sveitarstjórn hvort einhver svör hafi borist frá Norðuráli varðandi þá þætti sem þar eru nefndir. Að auki leggur umhverfisnefnd til að landbúnaðarnefnd og umhverfisnefnd hafi samráð sín á milli við að fylgja þeim málum eftir sem nú hafa komið upp og verið rædd varðandi flúormengun í Hvalfjarðarsveit.
5. Vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit. Umhverfisnefnd leggur það til við sveitarstjórn að komið verði upp sorpgámum og efnt til vorhreinsunarátaks í sveitarfélaginu, líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Nefndin leggur til þriggja vikna hreinsunartímabil, frá 15. maí – 8. júní, og að gámum verði fyrirkomið á eftirtöldum stöðum í samráði við landeigendur:
a. Innnes/Kross
b. Stóri-Lambhagi 1a
c. Skorholtsmelar
d. Ferstikla
e. Hóll í Svínadal
6. Dagur umhverfisins þann 25. apríl. Arnheiður hefur rætt við fulltrúa beggja skólanna vegna umhverfisdaga í vor. Mikill áhugi er fyrir hendi og gróskumikið starf í gangi, m.a. Grænfánastarf Heiðarskóla. Tillaga formanns um aðkomu nefndarinnar og samstarf við skólana t.d. með því að fá vísindamann að láni eða annað slíkt samþykkt. Arnheiði falið að útfæra það nánari í samráði við skólana.
7. Umhverfisviðurkenningar Hvalfjarðarsveitar 2009. Samþykkt að veita
umhverfisviðurkenningar sumarið 2009, nánari útfærsla ákveðin síðar.
8. Staðardagskrá 21. Arnheiður greind frá árlegri Staðardagskrárráðstefnu sem að þessu sinni var haldin í Stykkishólmi þann 21. og 22. mars sl. Mikil gróska virðist vera í starfinu og áhersla lögð á sjálfbæra þróun og ný tækifæri á nýjum tímum.
Arnheiði falið að hafa samband við Staðardagskrárskrifstofuna og kanna
möguleikann á námskeiði eða öðru í tengslum við Staðardagskrárstarfið fyrir nefndina, starfsfólk sveitarfélagsins og aðra áhugasama.
9. Tillaga að matsáætlun vegna líparítvinnslu í Hvalfirði. Nefndin gerir ekki aðrar athugasemdir en þær sem hún hefur áður gert varðandi drög að tillögu að matsáætlun.
10. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar. Uppdrættir lagðir fram og nefndarmönnum falið að kynna sér greinargerð og umhverfisskýrslu fyrir næsta fund á vefsvæði
Landlína: www.landlinur.is.
11. Raf- og rafeindatækjaúrgangur. Erindi frá Umhverfisstofnun lagt fram til kynningar.
12. Erindi frá Skipulags- og byggingarnefnd Hvalfjarðarsveitar, dags. 19. mars sl. þar sem óskað er umsagnar nefndarinnar vegna skiltis í Kúludalsárlandi. formanni falið að kynna sér málið betur.
13. Erindi frá Orkustofnun, dags. 19. mars sl. og varðar leyfi til efnistöku af hafsbotni við Brekkuboða, Laufagrunn og Kiðafell. Lagt fram til kynningar.
14. Erindi frá Önnu Jónsdóttur, verkefnisstjóra Grænfánans í Heiðarskóla. Arnheiður hefur átt samtal við Önnu og nefndin ákveður að boða hana á næsta fund umhverfisnefndar og fá ítarlegri kynningu á Grænfánaverkefninu hjá henni.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 17:05
Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 27. apríl í Heiðarskóla
Petrína Ottesen, fundarritari