Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

37. fundur 02. mars 2009 kl. 18:00 - 20:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Petrína Helga Ottesen,

Gauti Halldórsson og  Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Gestur fArnheiður setti fundinn, bauð fólk velkomið og var síðan gengið til dagskrár.

Baldvin Björnsson, varaformaður nefndarinnar stýrði umræðum á liðum 3 og 4 þar sem Arnheiður tók ekki þátt í afgreiðslu nefndarinnar vegna tengsla við verkefnin. undarins: Stefán Gíslason, UMÍS ehf.

  1. Fundargerð 36. fundar upplesin. Engar athugasemdir gerðar. 

  2. Starfsleyfi Elkem Ísland. Gestur fundarins: Stefán Gíslason.

Stefán greindi frá sinni aðkomu að málinu. Umræður sköpuðust og ákveðið var að Arnheiður hefði samband við Umhverfisstofnun um samráðsfund vegna málsins.

  1. Mat á umhverfisáhrifum: Hólabrú - Frummatsskýrsla. Erindi frá skrifstofu sveitarfélagsins, dags. 16. febrúar 2009.  

Umhverfisnefnd hefur tekið til skoðunar og umfjöllunar frummatsskýrslu vegna efnistöku í Hólabrú, Hvalfjarðarsveit

            Eftirfarandi er umsögn nefndarinnar:

Í kafla 4.3.3 sem fjallar um umferð kemur fram að við vissar aðstæður geti skapast hættuástand vegna umferðar í og úr námunni. Umhverfisnefnd hefur áhyggjur af þessum þætti og telur brýnt að auka umferðaröryggi á þessum slóðum með t.d. aðrein eða sambærilegum aðgerðum. Ekki er ásættanlegt að leggja það fram sem rök, að mati umhverfisnefndar, að akstur í og úr námu sé takmarkaður á álagstímum umferðar um Hringveg. 

Að öðru leiti gerir umhverfisnefnd ekki athugasemd við drögin.

  1. Mat á umhverfisáhrifum: Líparítnáma – Drög að tillögu að matsáætlun. Til kynningar á heimasíðunni www.umis.istil 2. mars 2009.

Umhverfisnefnd hefur tekið til skoðunar og umfjöllunar drög að tillögu að matsáætlun fyrir líparítvinnslu í Hvalfirði

 

Eftirfarandi er umsögn nefndarinnar:

 

Í drögunum kemur fram að um er að ræða námu 3 en jafnframt er tekið fram að tvær aðrar námur á svipuðum slóðum hafi verði tæmdar að mestu (náma 1 og náma 2). Á mynd 3 sést hvar náma 2 er staðsett. Staðsetning námu 1 er líst í texta.

Umhverfisnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur á þessu stigi málsins mestar áhyggjur af frágangi námanna. Ekki fæst betur séð á mynd 3 að náma 2 sé ófrágengin. Ekki er vitað um námu 1. Umhverfisnefnd óskar eftir upplýsingum um frágang námanna, og þó umhverfismatið eigi eingöngu við um námu þrjú, væntir nefndin þess að frágangsáætlanir séu til staðar fyrir námu 1 og 2, þar sem þær hafa nú verið tæmdar að mestu.

Varðandi námu 3 fæst ekki betur séð en vandasamt gæti orðið að ganga frá svæðinu að efnistöku lokinni, þar sem náman er á gilbarmi. Reyndar er Miðsandsárgljúfrið ákaflega fallegt og efnistaka á þessum stað því ákveðið lýti í landslaginu.

Að öðru leiti gerir umhverfisnefnd ekki athugasemd við drögin.

 

  1. Beiðni um umsögn um leyfi til efnistöku af hafsbotni við Brekkuboða, Laufagrunn og Kiðfell í Hvalfirði. Erindi frá Orkustofnun, dags. 25. febrúar 2009. Lagt fram til kynningar. Nefndarmönnum falið að kynna sér málið vel. Nefndin mun vinna að umsögn til sveitarstjórnar fyrir næsta fund hennar sem verður 10. mars nk.

  2. Efnistaka af hafsbotni í Hvalfirði. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Dags. 25. febrúar 2009. Lagt fram til kynningar.

  3. Dagur umhverfisins 25. apríl nk.  Lagt fram til kynningar. Nefndarmenn íhugi viðburði í tengslum við daginn og/eða samstarf við skóla eða aðrar stofnanir.

  4. Sjálfboðaliðasamtök. Erindi frá Veraldarvinum og SEEDS. Lagt fram til kynningar

  5. Staðardagskrárráðstefna í Stykkishólmi 20.-21. mars nk. Skráningu lýkur í næstu viku. Að minnsta kosti einn nefndarmaður sækir ráðstefnuna, hugsanlega fleiri.  

 

 

Fleira var ekki rætt fundi slitið kl.  19:35

Næsti fundur áætlaður  6. apríl  2009 eða fyrr ef þurfa þykir.

 

Andrea Anna Guðjónsdóttir, ritari

 

Efni síðunnar