Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Petrína Helga Ottesen og Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð. Sérstakir gestir fundarins voru Helgi Helgason og Ása Hólmarsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Skúli Lýðsson skipulags‐ og byggingarfulltrúi.
Arnheiður setti fundinn, bauð fólk velkomið og var síðan gengið til dagskrár.
1. Fundargerð 33. fundar upplesin og undirrituð.
2. Vatnsverndarmál í Hvalfjarðarsveit. Helgi Helgason heilbrigðisfulltrúi fór yfir ýmis atriði er varðar vatnsverndarmál og skyldur sveitarfélga í þeim efnum. Hann benti m.a. á skyldur sveitarfélaga varðandi flokkun vatn skv. reglugerð nr. 796/1999. Þá bentu þau Ása og Helgi á fróðlega fyrirlestra varðandi þessi mál á heimasíðu umhverfisstofnunuar frá ráðstefnu sem haldin var þann 12. nóvember sl. http://umhverfisstofnun.is/Adofinni/Frettir/nr/5659
3. Umhverfismat. Erindi frá sveitarstjórn. Stóra-Fellsöxl, tillaga að matsáætlun.
Umhverfisnefnd fór yfir tillögu að matsáætlun og beinir eftirfarandi atriðum til sveitarstjórnar:
- Nefndinni finnst óvarlegt að velja kost 3 sem gerir ráð fyrir efnistöku neðan núverandi vegar. Nefndinni finnst það efnismagn sem við það fæst til viðbótar óverulegt í samanburði við þau neikvæðu ásýndaráhrif sem það kann að hafa í för með sér.
- Varðandi sjónræna þætti finnst nefndinni rétt að skoða fleiri útgangspunkta en Hringveg og Melahverfi. Náman er farin að sjást all víða að, og rétt að meta áhrifin frá fleiri sjónarhornum.
- Nefndinni finnst skorta tímamörk, þ.e. til hversu margra ára er verið að horfa varðandi efnistöku úr Stóru-Fellsaxlarnámunni.
Arnheiður tók ekki þátt í afgreiðslu þessa erindis.
4. Starfsleyfi. Erindi frá sveitarstjórn, dags. 12. nóvember 2008. Umsögn um starfsleyfi fyrir bláskeljarækt Munda ehf í landi Saurbæjar.
Umsögn umhverfisnefndar: Nefndin sér ekki að viðkomandi starfsemi geti haft í för með sér neina efnamengun eða slíka þætti. Starfsemin getur hins vegar haft í för með sér ákveðna sjónmengun og jafnvel skapað ákveðna hættu í tengslum við öryggismál á hafi úti. Umhverfisnefnd leggur því á það ríka áherslu að sá búnaður sem notaður verður til ræktunarinnar uppfylli allar gæða- og öryggiskröfur og hugað sé að ásýnd og sjónrænum þáttum við val og staðsetningu á búnaði.
5. Stóra-Fellsöxl, leigusamningur við Elkem á Íslandi. Erindi frá sveitarstjórn, dags. 12. nóvember 2008. Nefndin kallar eftir því að fá afrit af leigusamningi milli aðila áður en hún treystir sér til að fjalla um málið.
6. Fjárhagsáætlun 2009.
Tillögur nefndarinnar færðar inn í þar til gert skjal í samræmi við leiðbeiningar endurskoðanda sveitarfélagsins.
7. Umhverfisúttekt Sultartangalínu 3. Skýrsla frá Landsneti, vísað til
umhverfisnefndar frá sveitarstjórn. Skýrslan kynnt og lögð fram. Nefndin felur Arnheiði að fara vel yfir skýrsluna og greina nefndarmönnum frá innihaldi hennar á næsta fundi. Samþykkt.
Fleira var ekki rætt fundi slitið kl. 18:06
Næsti fundur áætlaður 8. desember, eða fyrr ef þurfa þykir.
Arnheiður Hjörleifsdóttir Baldvin Björnsson
Andrea A. Guðjónsdóttir Petrína Helga Ottesen