Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Petrína Helga Ottesen, Andrea Anna Guðjónsdóttir og Gauti Halldórsson.
Arnheiður setti fundinn, bauð fólk velkomið og var síðan gengið til dagskrár.
1. Fundargerðir 28. og 29. fundur nefndarinnar upplesnar og undirritaðar.
Arnheiður las yfir og útskýrði einstaka liði fyrir nefndarmönnum. Engar
athugasemdir gerðar.
2. Afgreiðsla umhverfisnefndar vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Leirárog
Melahrepps 2002-2014, minkun og breytt skilgreining efnistökusvæðis E6 í
landi Hafnar II Hvalfjarðarsveit. Formaður lagði afgreiðsluna fram, en hún hafði áður verið samþykkt af hálfu allra nefndarmanna milli funda.
3. Afgreiðsla umhverfisnefndar vegna:
a) Breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarstr.hr. vegna Digralækjar 1
b) Tillögu að nýju deiliskipulagi vegna Digralækjar 1.
Formaður lagði afgreiðsluna fram, en hún hafði áður verið samþykkt af hálfu allra nefndarmanna milli funda. Jafnframt upplýsti formaður um afgreiðslu skipulags og byggingarnefndar um málið, sem og sveitarstjórnar.
4. Umhverfisviðurkenningar 2008. Búið er að senda erindi þess efnis til allra fyrirtækja í sveitarfélaginu, auglýsa á heimasíðunni og dreifibréf mun fara í öll heimili í Hvalfjarðarsveit í vikunni. Formaður lagði fram tillögu að skipun í dómnefnd. Samþykkt að leita til eftirtalinna aðila um að taka að sér að sitja í dómnefndinni: Katrín Georgsdóttir umhverfisstjóri Árborgar, Stefán Gíslason verkefnisstjóri og umhverfisstjórnunarfræðingur, Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur. Arnheiði falið að ræða við viðkomandi aðila.
5. Flúormengun í Hvalfjarðarsveit. Í sumar hefur borið á fjölmiðlaumræðu vegna flúormengunnar frá álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga. Umhverfisnefnd hefur frá því mælingar birtust í vöktunarskýrslu fyrir síðasta ár haft áhyggjur af gangi mála og fengið sérfræðing til að skoða fyrirliggjandi gögn. Formaður lagði fram samantekt vegna málsins. Umhverfisnefnd ítrekar mikilvægi þess að sýnatökur séu í samræmi við vöktunaráætlun sem gerir ráð fyrir að mældur sé styrkur flúors í tönnum og kjálkum lamba og eldra fjár frá 13 bæum í Hvalfirði á hverju hausti. Nefndin verður með málið í vinnslu áfram.
6. Tillaga að starfsleyfi Olíubirgðarstöðvar Skeljungs í Hvalfirði sent nefndinni til umsagnar. Erindi frá sveitarstjórn dags. 13. ágúst sl. Arnheiði falið að vinna drög að umsögn í takt við umræður og áherslur nefndarmanna.
7. Styrkumsóknir í sjóð EBÍ. Erindi sent frá sveitarstjórn 13. ágúst sl. Nefndin ákveður á sækja um styrk til sjóðsins, þar sem áhersla verður lögð á gerð fræðsluefnis um umhverfismál, sem nýtast mun almenning, skólum, fyrirtækjum og stofnunum. Arnheiði falið að ganga í málið.
8. Umhverfismál í Hvalfjarðarsveit. Tillaga frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hafnar verði viðræður við stórfyrirtæki í sveitarfélaginu sem jafnframt eru með mengandi starfsemi, þess efnis að ráðinn verði sérstakur umhverfisfulltrúi í sveitarfélaginu.
Rökstuðningur: Í Hvalfjarðarsveit ríkja afar sérstakar aðstæður sé litið til
iðnaðarstarfsemi og íbúafjölda. Mörg brýn verkefni á sviði umhverfis- og
mengunarmála liggja fyrir sem erfitt reynist fyrir jafn fámennt sveitarfélag að leysa með góðu móti.
9. Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit. Tillaga frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar. Umhverfisnefnd beinir því til sveitastjórnar að huga að undirbúningi að nýju útboð sem fyrst, þar sem núgildandi samningur um sorphirðu í Hvalfjarðarsveit við Gámaþjónustuna rennur út 1. júlí 2009. Umhverfisnefnd leggur áherslu á aukna hagræðingu í málaflokknum, sem og bætta möguleika til úrgangsflokkunar.
Önnur mál:
10. Erindi og afgreiðslur frá formanni nefndarinnar lagt fram til kynningar:
- Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit. Minnisblað sent Gámaþjónustunni 2007
ásamt ítrekun. Lagt fram.
- Umhverfisviðurkenningar 2008, sent öllum fyrirtækjum og stofnunum í
Hvalfjarðarsveit. Lagt fram.
- Bréf til aðila sem samkvæmt upplýsingum frá Gámaþjónustunni er með
of mörg/of stór sorpílát. Lagt fram.
- Erindi til sumarhúsaeigenda í Hvalfjarðarsveit vegna þeirrar ákvörðunar
sveitarstjórnar að fjarlægja opna gáma af grenndarstöðvum þann 1.
september nk. Lagt fram.
11. Hundahald í Hvalfjarðarsveit. Formaður upplýsti að hundaeftirlitsmaður
sveitarfélagsins hefði á undanförnum dögum heimsótt hundaeigendur í
Hvalfjarðarsveit og safnað þannig upplýsingum um hundahald. Ákveðið að boða Þorvald á næsta fund nefndarinnar.
12. Merkingar í Hvalfjarðarsveit. Nefndin vill minna á yfirferð sem formaður nefndarinnar ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa fóru um sveitarfélagið fyrir all löngu síðan. Útbúinn var nokkuð ítarlegur listi þar sem fram komu m.a. tillögur til úrbóta í merkingarmálum í sveitarfélaginu. Nefndin hefur ekki heyrt neitt af málinu síðan það fór til skipulags- og byggingarnefndar og kallar eftir því við skipulags- og byggingarfulltrúa hvar málið sé nú statt. Að auki leggur nefndin til að skilti við þjóðveg sem vísar á Hlíðarbæ verði lagfært sem fyrst.
Fleira var ekki rætt fundi slitið kl. 19:10
Næsti fundur er áætlaður 8. september 2008.
Fundarritun: Andrea Anna Guðjónsdóttir
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Baldvin Björnsson
Petrína H. Ottesen
Gauti Halldórsson
Andrea Anna Guðjónsdóttir