Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Petrína Ottesen, Gauti Halldórsson, Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Arnheiður setti fundinn, bauð fólk velkomið og var síðan gengið til dagskrár.
Mál til afgreiðslu
1. Fundargerð 24. fundar og 25. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar upplesnar. Fundargerðir undirritaðar og samþykktar.
2. Afgreiðsla sveitarstjórnar á 38. fundi sínum dags. 10 janúar 2008 þar sem óskað er eftir því við umhverfisnefnd að móta tillögur vegna niðurstaðna umhverfisvöktunar og aukningar í flúormengun á milli ára. Baldvin tók að sér að kynna sér málið frekar.
3. Starfsleyfi ÍJ. Minnisblað Frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi. Lagt fram. Arnheiði var falið að ræða við fulltrúa Umhverfisstofnunar um framhaldið.
4. Fundargerð með fulltrúum Náttúrustofu Vesturlands, dags. 24. janúar 08. Samþykkt að biðja Náttúrustofu Vesturlands að gera samantekt á gögnum og rannsóknarniðurstöðum sem tengjast Hvalfjarðarsveit. Einnig var Arnheiði falið að ræða við þau um sýnatöku.
5. Drög að tillögu að matsáætlun fyrir Hólabrú í Hvalfjarðarsveit. Arnheiður dró sig í hlé. Baldvin kynnti drögin og nefndarmönnum falið að kynna sér þau innan tveggja vikna.
Mál til kynningar
6. Umhverfisskýrsla Hvalfjarðarstrandahrepps. Lagt fram til kynningar.
7. Fjárhagsáætlun 2008. Hreinlætismál og umhverfismál. Upplýsingar frá formanni á samanburðartölum við önnur sveitafélög. Umhverfisnefnd mun skoða málið frekar í samráði við sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.
8. Ráðning hundaeftirlitsmanns í Hvalfjarðarsveit. Þorvaldur Magnússon hefur verið ráðinn. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að hundasamþykkt verði gerð aðgengileg og starfssvið hundaeftirlitsmanns verði kynnt gert sýnilegt fyrir íbúum.
9. Kynning formanns á Staðardagskrárráðstefnu sem haldin var í Hvergerði 8. og 9. febrúar sl Fundarmönnum bent á heimasíðu verkefnisins: www.samband.is/dagskra21
Önnur mál
10. Niðurstöður sorptunnutalningu frá Gámaþjónustu Vesturlands. Umhverfisnefnd leggur til að inn í sorphirðugjaldi heimila sé ein 370 L. tunna per. heimili. Stærri og/eða fleiri sorpílát verði greidd af viðkomandi notanda.
Fundi slitið kl. 22:30
Næsti fundur áætlaður 10. mars 2008.