Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Petrína Ottesen, Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð. Boðuð forföll Gauti Halldórsson, varamaður Hannesína Ásgeirsdóttir mætt í hans stað.
1. Fundargerð 23. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar upplesin og undirrituð. Fundargerð samþykkt.
2. Staðardagskrá 21 fyrir Hvalfjarðarsveit – drög. Yfirfarið og Arnheiður tók á móti athugasemdum og kemur þeim áleiðis.
3. Ársskýrsla umhverfisnefndar 2007. Yfirfarin og samþykkt. Hún verður send til sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar auk þess sem hún mun birtast á vefsvæði nefndarinnar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
4. Starfsáætlun umhverfisnefndar 2007 ásamt fjárhagsáætlun. Kynnt og málinu frestað til næsta fundar, eða þar til fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar verður send nefndinni til umsagnar.
5. Malarnám og vatnsból undir Hafnarfjalli. Erindi frá sveitarstjóra dags. 22.11. Arnheiði falið að tala við Skúla Lýðsson vegna málsins.
Mál til kynningar:
6. Umhverfisdagur Norðuráls. Kynning varaformanns. Baldvin greindi frá þessum degi og lýsti áhyggjum sínum af hækkuðum flúorgildum í sauðfé austan megin í Akrafjalli innan þynningarsvæðis. Jafnframt vekur athygli að fulltrúar sveitarfélagsins fengu ekki vitneskju um bilun í reykhreinsivirki sem varð óvirkt tímabundið fyrr en rúmu ári eftir að óhappið átti sér stað. Nefndir kallar eftir því hvernig sveitastjórn ætlar að bregðast við niðurstöðum umhverfisvöktunar fyrir rekstarárið 2006.
7. Tillaga að matsáætlun vegna efnistöku Björgunar. Athugasemd sveitarstjórnar. Lagt fram.
8. Kynningarfundur um umhverfismál íslenska Járnblendifélagsins. Upplýst að fundur verður haldin á morgun, þriðjudag. kl. 14:00. Petrína, Gauti og Arnheiður ætla að sækja hann.
9. Fyrirspurn formanns til Náttúrustofu Vesturlands ásamt svörum Náttúrustofunnar. Lagt fram.
10. Erindi frá Sigursteini Jósefssyni, dags. 27.11 og varðar efnistöku af Botni Hvalfjarðar. Lagt fram.
11. Samningur um sorphirðu, ásamt úrvinnslu formanns úr yfirlestri reikninga. Málinu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið kl. 19:40
Næsti fundur áætlaður á nýju ári 14. janúar eða fyrr ef þurfa þykir.