Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Petrína Ottesen, Gauti Halldórsson og Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Mál til afgreiðslu:
1. Fundargerð 20. og 21. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar upplesnar og undirritaðar. Samþykktar.
2. Melar; skiljuhús og haugtankur. Erindi frá Skipulags- og byggingarnefnd. Gögn um málið frá Skipulags og byggingarnefnd lögð fram nefndamönnum til kynningar. Það var samdóma álit nefndarmanna að leggjast gegn úthlaupi til sjávar.
Önnur mál.
1. Ný jarðgöng undir Hvalfjörð. Tilkynning um matsskyldu. Erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 4. okt. 07. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar telur ekki þörf á að ný Hvalfjarðargöng þurfi að sæta mati á umhverfisáhrifum þar sem varanleg áhrif þeirra á umhverfið eru mjög lítil. Hins vegar gagnrýnir nefndin að samhliða skuli ekki koma fram mögulegar vegtengingar við göngin þannig að hægt sé að taka afstöðu til framkvæmdanna í heild sinni.
2. Umhverfisþing 2007. Arnheiður lagði fram minnispunkta til kynningar.
3. Breyttur fundartími. Málið var rætt. Ákveðið að hafa fundina 2. mánudag í mánuði.
Næsti fundur áætlaður mánudaginn 12. nóvember
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00
Andrea Anna Guðjónsdóttir
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Baldvin Björnsson
Gauti Halldórsson
Petrína Ottesen