Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson og Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð. Forföll boðuðu Petrína Ottesen, Daniela Gross og Bylgja Hafþórsdóttir
1.
Fundargerð 20. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar. Afgreiðslu á fundargerð frestað vegna mætingar.
2.
Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit. Farið yfir upplýsingar frá fundi með Gámaþjónustunni, einnig farið yfir minnispunkta Arnheiðar er varðar úrgangsmál í sveitarfélaginu. Talsverð umræða um málið og Arnheiði falið að fullvinna þá punkta í samráði við hlutaðeigandi aðila og senda til Gámaþjónustunnar.
3.
Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Olíudreifingu ehf. í Hvalfirði. Farið yfir minnispunkta úr vettvangsferð. Nefndarmenn lásu yfir drög að starfsleyfi og svör Þórs Tómassonar fagstjóra Umhverfisstofnunar sem bárust nefndinni 25.09.07 sem tölvupóstur. Arnheiður tók að sér að fullvinna athugasemdir nefndarinnar varðandi starfsleyfið.
4.
Melar; skiljuhús og haugtankur. Erindi frá Skipulags- og byggingarnefnd. Frestað og óskað verður eftir frekari gögnum um málið frá Skipulags- og byggingarnefnd.
Mál til kynningar:
1.
Starfsleyfi ÍJ. Gögnum dreift til fundarmanna. Einnig lögð fram fundargerð frá kynningarfundi umhverfisnefnda Hvalfjarðarsveitar og Kjósahrepps frá desember sl.
2.
Umhverfisþing 2007. Arnheiður fer sem fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.
3.
Stíflun Eiðisvatns. Arnheiður upplýsti að framkvæmdum er lokið.
4.
Björgun ehf. í umhverfismat og drög að tillögu að matsáætlun er varðar efnistöku af botni Hvalfjarðar. Hæstiréttur staðfesti dóm Hérðasdóms að Björgun ehf þarf í umhverfismat með efnistökuna. Drög að tillögu að matsáætlun er varðar efnistöku af botni Hvalfjarðar er nú aðgengileg á heimasíðu Skipulagsstofnunar. Nefndarmönnum falið að kynna sér drögin fyrir næsta fund.
5.
Grunnafjarðarnefnd. Nefndi felur sveitastjóra að hafa samband við Umhverfisstofnun varðandi svokallaða Grunnafjarðarnefnd.
Önnur mál, ef einhver eru:
1.
Úrsögn Bylgju Hafþórsdóttur úr umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar. Lagt fram.
2.
Ný jarðgöng undir Hvalfjörð. Tilkynning um matsskyldu. Erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 4. okt. 07. Baldvin tók að sér að kynna sér málið og vinna drög að svari.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 22:40
Andrea Anna Guðjónsdóttir, fundarritar