Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

17. fundur 13. júní 2007 kl. 20:00 - 22:00

 

1. Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.

2. Erindi frá Orkustofnun dags. 16.02.07 varðandi efnistöku Björgunnar í Hvalfirði lagt fram. Áveðið að leita til fagaðila varðandi greinargerð um málið. Einnig samþykkt að leita eftir samstarfi við Kjósverja um sameiginlega vinnslu næsta stigs. Jóhönnu falið að hafa samband við Sigurbjörn Hjaltason vegna þess. Stefnt verði að fundi með þeim hið fyrsta.

3. Erindi frá Ásu Hólmarsdóttur dags. 7. júní 07 varðandi rýrnun Eiðisvatns.

Sveitarstjórn var falið að kanna málið í samvinnu við landeigendur og vinna að vörnum uppþornunar vatnsins.

4. Umhverfisviðurkenningar 2007. Umhverfisviðurkenningar verða veittar í tveim flokkum: 1. Lögbýli og 2. Húsagarðar.

Arnheiður hefur séð fyrir samstarfsaðilum í dómsnefnd, en Jóhönnu var falið að koma málinu af stað og senda út auglýsingu um tilnefningar.

5. Starfs- og fjárhagsáætlun 2007 kynnt.

6. Kaup Hvalfjarðarsveitar á Príus tvinnbíl – málið kynnt. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með val á bíl Hvalfjarðarsveitar sem skapar jákvæða ímynd, en honum fylgir m.a. minni losun gróðurhúsalofttegunda.

7. Samningur við refa og minkabana kynntur.

8. Vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit - stöðukynning

9. Hundasmþykkt fyrir Hvalfjarðarsveit- stöðukynning

10. Staðardagskrá 21 – stöðukynning

11. Önnur mál. Gauti spurði um göngustígagerð í sveitinni. Arnheiður upplýsti að tillögur nefndarinnar hefðu farið fyrir skipulagsnefnd og séu þar í farvegi.

Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 13. júlí.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 22:40


 

 

 

 

Efni síðunnar