Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Arnheiður, Jóhanna, Gauti, Petrína, Daniella, María, Baldvin og Jón.
Arnheiður setti fundinn sem eingöngu fjallaði um Staðardagskrá 21 og var vinnufundur um þátt nefndarinnar í verkefninu.
Arnheiður þakkaði þeim sem luku heimavinnunni fyrir framlag sitt, en sagði það ekki hafa skilað sér enn frá öllum. Hún afhenti plagg sem hún hafði sett saman.
Byrjað á að fara yfir ásýndarmál sem þurfti að forvinna nokkuð og þar sem María Lúísa þurfti að víkja semma af fundi. Þvínæst tekin fyrir náttúruverndarmál þar sem Petrína var einnig tímabundin, hún tók að sér að stytta upphafstexta (staða) og senda til Arnheiðar,- og að síðustu var farið yfir úrgangsmál. Rækilega var farið í gegnum hvern málaflokk fyrir sig og gengið frá texta eins kyrfilega og frekast var unnt og hver þáttur lesinn upp við breytingar.
ákveðið að senda skjalið sjálft ekki til nefndarmanna fyrr en allir 7 liðirnir væru tilbúnir.
Fundi var slitið kl 20.10 og boðað til fundar að viku liðinni til að ljúka þeim fjórum þáttum vinnunar sem enn er ólokið.