Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Arnheiður, Baldvin, Bylgja, Petrína og Jóhanna
1. Fundargerð síðasta fundar lesin og undirrituð, Arnheiður bauð nefndarmenn
velkomna og sagði Brynjólf hafa tilkynnt að hann hyggist taka sér frí frá
nefndarstörfum fram í apríl en Petrína mun taka sæti hans.
a. Arnheiður las upp athugasemd Petrínu við síðustu fundargerð.
2. Fjárhagsáætlun 2007. Farið var yfir drög að verkefnum U&N þessa árs og
kostnaði við þau. Seinni umræða verður 23. janúar svo nefndin þarf að taka
afstöðu á þessum fundi. Farið var yfir hugmyndirnar eins og þær hafa verið settar
upp af Arnheiði. Rætt um kostnað við grenndarstöð og ákveðið að setja á
framkvæmdina 1 milljón króna og leggja fram undir því fororði að þessi
málaflokkur sé að skila hækkuðum tekjum. Arnheiður flutti þær fréttir að
fjárlaganefnd hafi samþykkt framlag til Bláskeggsárbrúar og því sjálfsagt að
sveitarfélagið leggi til mótframlag.
3. Árssýrsla nefndarinnar lögð fram. Engar athugasemdir gerðar.
4. Staðardagskrá 21. Úrvinnsla. Skipt var verkum milli nefndarmanna. Jóhanna vill
taka sorphirðu og endurnýtingarmál, Petrína náttúruverndina, Bylgja skógrækt og
Baldvin landnýtingu. Arnheiði falið að úthluta verkefnum til varamanna. Fundur
verður fjótlega um Staðardagskrá og nefndarmenn beðnir að huga að sínum
verkefnum fyrir þann fund.
5. Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands lagt fram. U&N lítur mjög jákvæðum augum á
skógræktarmálin, er með þennan þátt inni í Staðardagskrá og hugar að mótun
stefnu þar sem skógrækt er einn af liðum starfsins. Bylgju falið að senda svarbréf
til Skógræktar og afrit til sveitarstjórnar.
6. Erindi Önnu Leifar Elídóttur um endurvinnslu. Arnheiður mun svara henni um að
þessi möguleiki verði skoðaður ásamt öðrum varðandi sorphirðu og endurvinnslu.
7. Erindi frá Veraldarvinum. Arnheiður mun þakka fyrir erindið, en afþakka
samstarf á þessu ári meðan nefndin er að koma á flot grunnverkefnum sínum.
8. Erindi frá Ferðamálastofu. Nokkrar vangaveltur um hvaða verkefni gætu hentað
til umsókna en engin sérstök virtust koma til greina að þessu sinni. Ákveðið að
auglýsa þetta á netinu og kanna hvort áhugi sé fyrir þessu hjá einkaaðilum.
9. Afgreiðsla sveitarstjórnar á 15. fundi hennar, um afgreiðslu 8. fundar U&N
10. Hundahreinsun í Hvalfjarðarsveit og skráning hunda. Nokkar umræður um
framkvæmd og skráningu og hvernig megi bæta hana næst.
Petrína sem var tímabundin vék nú af fundi.
11. Afrit af bréfskriftum sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar lögð fram.
12. Fundargerð frá fundi með matsaðilum malartekju í Hvalfirði lögð fram.
13. Erindi frá heilbrigðisfulltrúa Vesturlands lagt fram.
14. Deiliskipulag á Melum. Skipulags-og bygginganefnd fundaði í dag m.a. um
beiðni um byggingu varphúss. Málið rætt en samþykkt var að fresta frágangi þess
af hálfu Umhverfisnefndarinnar þar til öll gögn lægju fyrir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl rúmlega 20:00