Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

7. fundur 06. desember 2006 kl. 17:00 - 19:00

Arnheiður, Jóhanna, Petrína og Bylgja 

  1. Fundargerð síðasta fundar lesin, en vegna þess að fundurinn er haldinn utan skrifstofunnar verður hún undirrituð síðar. Nokkrar umræður vegna götumerkinga á Hagamel.

 

  1. Gjaldskrá vegna sorphirðu. Gögnin voru lögð fram á síðasta fundi. Málið er mjög umfangsmikið en Arnheiður hefur farið í gegnum það undanfarna daga og tekið saman upplýsingar fyrir nefndina. Heildarkostnaður fyrir öll sveitarfélögin gömlu var rúmar 18,3 milljónir á síðasta ári fyrir sorphirðu, eyðingu og urðun. Arnheiður benti á að þessi málaflokkur væri mjög yfirgripsmikill og vinnuálag á nefndina talsvert og þessi mál eru talsvert áríðandi fyrir sveitarfélagið. 9 grenndarstöðvar  (7?) eru á svæðinu og 205 heimili samkvæmt samningi (185? - þarf að athuga). Útreikningar Arnheiðar vegna sumarhúsa benda til að það kosti um 10 þúsund krónur að þjónusta hvern aðila á ári en útkoman eru rúmar 15.000 krónur á hvert íbúðarhús. Umræður um gjöld: Fundarmenn allir sammála um að best sé að leggja á sorphirðugjöld og ganga strax nokkuð langt í innheimtunni þeas að gjaldskráin dekki sem mest af þessari þjóunstu en að í staðinn sé þjónustan góð. Boðið verði t.d. upp á t.d, jarðgerðarstöð og flokkunarstöð, og hugsanlega afslátt fyrir þá sem skila minna sorpi (losun í annað hvort skipti). Nefndin leggur til að fyrirtækin sjái um sig sjálf hvað varðar sorphirðu. Umræður urðu um hugsanlegar tillögur til sveitarstjórnar og ákveðið að fresta ferkari umræðu að sinni og gefa nefndarmönnum tækifæri til skoða málið enn betur. Varðandi hriðu seyru voru lögð fram gögn og ákveðið að fresta ákvarðanatöku um það líka fram að 2. umræðu.

 

  1. Hundahreinsun. Hundahreinsun hefur verið mismunandi milli sveitarfélaganna fjögurra. Óvissa er um fjölda hunda í sveitarfélaginu. Senda þarf dreifibréf á alla íbúa og tilkynna að hundarheinsun fari fram á einhv. ákveðnum stað og ákveðnum tíma. Um leið fari fram skráning á hundum á svæðinu og þeir sem kjósa að láta hreinsa hunda annars staðar skili inn vottorði til sveitarfélagsins og tilkynni þá hundaeign sína einnig. Bylgja mun taka að sér að skrifa dreifibréf og skipuleggja stað og stund í samráði við sveitarstjóra. Meirihluti samþykkti að hreinsun verður hundaeigendum ókeypis að þessu sinni.

 

  1. Staðardagskrá 21. Arnheiður benti á vefsvæði þar sem hægt væri að skoða vinnslu nefndarinnar. Bylgja reifaði stöðuna, en starfið gengur samkvæmt áætlun.

 

  1. Umhverfismat Björgunnar. Arnheiður sagði frá að Hönnun ehf. muni sjá um að gera umhverfismat vegna efnistöku og að fundur vegna málsins verði haldinn 11. des nk. Jóhanna greindi frá stöðu bráðabirgðaleyfis Björgunnar og efnistöku eftir að úrskurður umhverfisráðherra lá fyrir. Hún lagði fram tillögu um að Orkustofnun, sem er eftirlitsaðili með leyfinu, verði skrifað og farið á leit að hún stöðvi efnistöku í firðinum nú þegar. Jóhanna tekur að sér að skrifa bréf sem sent verður fundarmönnum og síðan beint til sveitarstjórnar.

 

  1. Þorskeldi AGVA í Hvalfirði og kæra sveitarstjórnar. Kynnt erindi frá umhverfissráðuneyti, - umsagnir frá ýmsum aðilum sem leitað var til v. umhverfismats. Athugasemdir, ef einhverjar þurfa að berast f.nk. þriðjudag.

 

  1. Vettvangsferð um NATO svæði. Lagðir fram minnispunktar í kjölfar skoðunar á varnarsvæði í Hvalfirði.

 

  1. Fundur sveitarstjórnar og ÍJ. Lagðir fram minnispunktar frá heimsókn Arnheiðar á fundinn. Umhverfis- og náttúruverndarnefndar beinir þeirri hugmynd til sveitarstjórnar  að halda kynningarfund með fyrirtækjum um sveitarfélagið og áherslur umhverfisnefndar.

 

  1. Ársfundur Umhverfisstofnunnar og náttúruverndarnefnda. Arnheiður sótti þennan fund og þar var skerpt á áherslum. Hún benti á að hafsjó fróðleiks væri þangað að sækja, t.d. á vefsíðu Ust.

 

  1. Ársskýrsla fyrir árið 2006/undirbúningur. Umhverfsst. vill á ársskýrslu frá nefndunum, en einnig þarf að skila skýrslu til sveitarstjórnar. Arnheiður lagði til að hún og Jóhanna sæu um að gera þessa skýrslu og verður það gert fyrir áramót.

 

  1. Starfsárið 2007/undirbúningur. Gera þarf ramma um verkefni og taka þá tillit til fjármagns. Arnheiður bað fundarmenn að setja fram hugmyndir um verkefni sem þurfa að vera í forgangsröð á næsta ári og kostnað við þau. Petrína tekur saman áætlaðan kostnað við laun nefndarmanna nefndarinnar og Staðardagskrár 21.

 

  1. Önnur mál. Refa- og minkabanar. Umhverfisstofnun vill ítreka við sveitarstjórn að gengið verði strax frá samningum við minka- og refabana og því verki verði komið af stað nú þegar. Gámar í Melahverfi og Hlíðarbæ. Bylgja kom með þá tillögu að gámar verði settir upp í þéttbýlinu um jólin.

 

Kl 20.15 var 7. fundi Umhverfisnefndar frestað til föstudagsins 8.des klukkan 15:00 og verður hann haldinn að Hlöðum

 

Efni síðunnar