Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Baldvin, Brynjólfur, Arnheiður, Bylgja og Jóhanna
- Fundargerð síðasta fundar lesin.Arnheiður bað um að bókað yrði leiðréttingar við 2. lið A) um minka og refaveiðar; þar á að vera “veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunnar” í stað veiðimálastjóra og við 8. lið - Önnur mál um fok saltpoka; í stað “áburðargjöf” skuli koma “rykbinding”, en aðili innan sveitarstjórnar benti á að ekki hafi borið á þessu vandamáli á þessu ári.
- Fundargerð frá samráðsfundi með refa- og minkabönumí Hvalfjarðarsveit. Arnheiður þakkaði þeim sem sátu góðan fund, en sveitarstjóra var falið að ljúka málinu og ganga frá samningum.
- Staðardagskrá 21.Fundargerðir tveggja fundar lagðar fram af Arnheiði. Starfið er komið á gott skrið og langt komið að greina hvaða mál þarf að taka fyrir. Í bígerð eru fundir með nefndum sveitarfélagsins fyrir áramót. Fundur Umhverfis- og náttúruverndarnefndar (U) með Staðardagskrá 21 verði haldinn 29. nóvember nk.
- Hunda- og kattasamþykktir fyrir Hvalfjarðarsveit. Arnheiður hefur rætt við Karl Karlsson, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun og Helga heilbrigðisfulltrúa um málið. Heilbrigðisfulltrúi sendi nefndinni drög að samþykkt um kattahald , en ekki um hundahald enn, þar sem verið er að vinna í því. Nokkrar umræður um málið og ákveðið að beina því til sveitarstjórnar að hundahreinsun fari fram hið fyrsta með svipuðum hætti og verið hefur undanfarin ár. Stefnt að frekari umfjöllun um samþykkt um hunda- og kattahald innan sveitarfélagsins eftir áramótin.
- Svar skipulagsfulltrúavegna athugasemda við breytingu á deiliskipulagi í landi Mela lagt fram.
- Vegskilti í Hvalfjarðarsveit.Nefndarmenn komu með lista fyrir þær vegmerkingar sem gera þarf í sveitarfélaginu. Jóhanna tekur að sér að sameina listana og senda til fundarmanna til nánari athugunnar með fundargerðinni.
- Samantekt Arnheiðar af kynningarfundi um umhverfismat áætlana lagt fram. Hún gerði að tillögu sinni að nefndarmenn sem sæki fundi sem snerta umhverfismál taki saman stutta skýrslu um þá og leggi fyrir U.
- Varnarsvæði NATO í Hvalfirði.Vettvangsferð verður farin á morgun kl 13:00 og mun Arnheiður greina frá því síðar.
- Fyrirhugaður fundur sveitarstjórnar með fulltrúum ÍJ. verður haldinn 13. nóvember næstkomandi. Arnheiður auglýsti eftir fyrirspurnum frá nefndarmönnum og bað þá að senda sér góðar hugmyndir og/eða tillögur að spurningum. Undir þessum lið lagði A einnig fram svar umhverfisráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur á Alþingi til kynningar.
- Fyrirhugaður fundur náttúruverndarnefndaverður haldinn 10. nóvember á vegum Umhverfisstofnunnar. Arnheiður lagði dagskrá fundarins fram til kynningar. Hún mun mæta fyrir hönd sveitarfélagsins.
- Önnur mál.1) Arnheiður lagði fram ljósrit úr drögum að “Reglum, samþykktum, gjaldskrám og fleiru f. Hvalfjarðarsveit”. Hún bað nefndarmenn að kynna sér efnið vel þar sem þarna væri um málefni sem snéru að U að ræða, þ.m.t. sorphirðumál og gjaldskrár v. vatnsveita og hirðingar seyru. 2) Lögð fram erindi varðandi verklok á Sultartangalínu og hvernig verði gengið frá eftir verkið. Nefndarmenn telja mikilvægt að U eigi fulltrúa í úttektarvinnunni og leggur til að Brynjólfur verði fulltrúi nefndarinnar þar. Umhverfis- og nátturuverndarnefnd telur það frumskilyrði að sé vegur á annað borð lagður, eins og t.d. samhliða Sultartangalínu 3, sé honum haldið við, ekki hvað síst til að minnka hættu á utanvegaakstri. 3) Efnistaka í Hvalfjarðarsveit. Nefndarmenn eru sammála um að eftirlit með námum þurfi að vera gott og að námamál verði að taka föstum tökum og ræða í nefndinni.
Næsti fundur nefndarinnar var ákveðinn 6. desember kl 17:00
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan rúmlega 19:00