Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Baldvin, Brynjólfur, Arnheiður, Jóhanna, Gauti og gestir fundarins: Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri og Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti.
- Fundargerð síðasta fundaryfirfarin og samþykkt, Arnheiður (A) mætti með útprent fyrri fundargerða og voru þær einnig undirritaðar. Framvegis munu undirritaðar fundargerðir fyrri funda liggja frammi á skrifstofu sveitarinnar. Varðandi afgreiðslu fyrri fundar: A greindi frá að tillaga U um framkæmd Staðardagskrár 21 og tilnefningar hefðu verið samþykktar og að komið hefði í ljós við eftirgrennslan að leyfi þurfi ekki fyrir framræslu í Melasveit.
- Erindisbréf. Einar (EÖ) afhenti undirritað eintak af erindisbréfi nefndarinnar og afrit til allra nefndarmanna. Farið var ítarlega yfir 4. grein erindisbréfsins og þátt U að verkefnum. A) Hallfreður (H) reifaði erindi um minka- og refaeyðingu í byggðarlaginu og hvernig því hefði verið háttað áður. Hann lagði til að fundað yrði með hagsmunaaðilum í málinu, þ.m.t. reyndum skyttum svæðisins og veiðimálastjóra. Hann taldi að skoða mætti áhuga veiðifélags til einhvers konar samstarfs. Fyrir liggur að koma á virku eftirliti í sveitinni, setja reglur og ákveða greiðslur. B) Sorpmál. H lagði fram samning sveitarfélagsins við Akranes, en U kemur fram fyrir hönd sveitarinnar í þeim samningi. Hvað varðar gámaþjónustu taldi H býnt að U fundaði um skipulag gámaþjónustu í byggðarlaginu með fulltrúum hagsmunaaðila (m.a. í sumarhúsabyggðinni) og mótaði sem fyrst reglur í þeim málum. C) Vatnsveitur. H greindi frá vatnsveitum í eign sveitarinnar en þær eru annars vegar í Hlíðabæ og hins vegar ætti sveitin hluta í vatnsveitu verksmiðjanna við Grundatanga. Þörf er fyrir gott neysluvatn í sveitarfélaginu og athugandi hvort nýta eigi vatn verksmiðjanna sem neysluvatn, en afla þeim kælivatns á annan hátt. D) fjallað í stuttu máli um dýravernd og aðkomu U að þeim málum f.h. sveitarinnar.
- Varnarsvæði NATO í Hvalfirði. Einar Örn (EÖ) kynnti bréf utanríkisráðuneytis til heilbrigðisfulltrúa sveitarinnar og sagði frá væntanlegum fundi á gamla varnarsvæði hersins í Hvalfirði. Á þann fund mun fulltrúi U einnig mæta. Eftir þennan dagskárlið kvöddu gestir fundarins H og EÖ
- Staðardagskrá 21fyrir Hvalfjarðarsveit. A greindi frá því að tillaga U um stýrihóp hefði verið samþykkt og að vinna hefðist fljótlega. Í stýrihópnum sitja Arnheiður og Bylgja fyrir U, Jóhanna og Gauti til vara. Jón Haukur Hauksson situr f. Skipulags- og byggingarnefnd og Björgvin Helgason til vara f. hann.
- Athugasemd við tillöguað breytingu á deiliskipulagi fyrir haugtank og skiljuhús í landi Mela. Erindið var lagt fram til kynningar nefndarmönnum.
- Vegskilti í Hvalfjarðarsveit.A lagði fram tvær beiðnir um merkingar frá íbúum sveitarfélagsins og bað nefndarmenn að skoða skipulega hvort, og þá hvar, vantaði merkingar við bæi eða aðra merka staði og skila lista yfir það á næsta fundi nefndarinnar. Fundarmenn sammála um að stuðla beri að góðum merkingum í sveitarfélaginu.
- Kynningarfundur um umhverfismat áætlana. A kynnti erindið og lagði fram bréf frá SSV
- Önnur mál.Gauti benti á að ekki hefði verið gengið strax frá pokum Vegagerðarinnar í Borgarnesi eftir áburðargjöf, t.d. við Geitaberg í vor. Hefðu pokarnir (saltpokar) því oft lent á flækingi, meðal annars út í ána með tilheyrandi sóðaskap og vandkvæðum við hreinsun. Í tilefni af þessu vill Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar beina þeim góðlátlegu tilmælum til Vegagerðarinnar að hirða poka jafnóðum eftir notkun til að koma í veg fyrir slíkt í framtíðinni.
Fundi slitið kl 17:40
Fundarritun: Jóhanna Harðardóttir