Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Arnheiður, Baldvin, Brynjólfur, Bylgja og Jóhanna
1) Málefni Íslensku járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga í ljósi nýlegra frétta
2) Fyrirhuguð framræsla á Melum, erindi frá Skipulags- og byggingarnefnd
3) Staðardagskrá 21 í Hvalfjarðarsveit
4) Önnur mál
- Málefni ÍJ í ljósi nýrra frétta.
Arnheiður dreifði upplýsingum um kynningarfund í Járnblendiverksmiðjunni og Jóhanna greindi frá fréttum og greinarskrifum undanfarinna daga um málefni verksmiðjunnar og hugsanlegar breytingar vegna aðkomu 100 ára gamallar viðbótar við vinnslukerfið frá Elkem í Noregi. Fram kemur að ekki sé meiningin að breyta grunnvinnslu verksmiðjunnar. J sagði einnig frá viðtali sínu við Þór Tómasson hjá Umhverfisstofnun, sem snérist aðallega um mengunarvarnir og eftirlit í nútíð og framtíð.
A greindi frá samtali við Sigrúnu Pálsdóttur, fr.kv.stjóra gæða-/öryggis- og umhverfissviðs ÍJ.
A flutti kveðju frá formanni Umhverfisnefndar Kjósarhrepps sem í ljósi nýrra fregna af ÍJ óskaði eftir óformlegu samstarfi við Umhverfis – og náttúruverndarvend Hvalfjarðarsveitar. Allir nefndarmenn sammála um að það væri bæði ljúft og skylt. Talsverðar umræður um málið og niðurstaða varð þessi:
Umhverfis- og náttúruverndarnend Hvalfjarðarsveitar (U) hefur áhyggjur af mengunarvörnum og húsakosti ÍJ við Grundartanga sem hvorugt getur talist viðunandi og efar að núverandi ástand verksmiðjunnar gefi tilefni til viðbóta af neinu tagi fyrr en endurbætur hafa farið fram. Fylgst verður með þróun mála og það rætt eftir því sem frekari fregnir berast.
Fyrirhugaður er annar fundur með stjórn ÍJ og sveitarstjórnarmönnum í Hvalfjarðarsveit. A mun færa U fréttir af þeim fundi.
Nefndin ræddi einnig þann möguleika að fara í heimsóknir víðar, t.d. í verksmiðju Norðuráls og annarra stærri framleiðanda á svæðinu og verður unnið að því á vegum nefndarinnar.
2. Fyrirhuguð framræsla á Melum, erindi frá Skipulags- og byggingarnefnd
A kynnti bréf þar sem Skipulags- og byggingarnefnd (S) vísar tilkynningu Geirs Gunnars Geirssonar um framræslu lands á Melum til umfjöllunar U.
Leyfisveiting til framræslu lands er ekki í höndum U, en A mun leita til Búnaðarsambands Vesturlands og/eða Bændasamtaka Íslands til að kanna lögmæti framkvæmdarinnar og senda svarið til S.
- Staðardagskrá 21
U hefur verið falið að koma framkvæmd við Staðardagskrá 21 af stað. A taldi unnt að gera það með þrennum hætti; A) að U tæki sjálf að sér vinnu við staðardagskrá og með ritstjóra sér við hlið. B) að skipaður yrði stýrihópur 3ja til 5 manna sem sæi um framkvæmdina. C) að haldinn yrði fundur með almenningi í sveitarfélaginu og unnið út frá niðurstöðum fundarins.
Umræður um málið og var samþykkt að mæla með því að skipaður yrði 3ja manna stýrihópur, tveir úr U og einn úr Skipulags- og byggingarnefnd. J taldi Arnheiði sjálfskipaða og voru fundarmenn sammála, Bylgja bauð sig fram til sitja í nefndinni og var það stutt af öðrum nefndarmönnum. A tók að sér að kynna tillögu U fyrir sveitarstjórn.
- Önnur mál
A lagði til að U fagnaði ákvörðun sveitarstjóra um að hjóla í vinnuna og stuðla þannig að minni útblæstri. Samþykkt samhljóða.
Umræður urðu um urðun dýra og ákveðið að ræða það frekar á næsta fundi. J lagði til sveitarstjórn sýndi gott fordæmi ef hún gerði íbúum kleift að urða dýr á viðurkenndan hátt.
A minnti á næsta fund nefndarinnar miðvikudaginn 11. október, en þangað koma sveitarstjóri og oddviti hreppsins til að ræða 4. gr erindisbréfs U.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:05