Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011
Jóhanna, Brynjólfur, Petrína, Arnheiður, Bylgja og Einar Örn Thorlacius
- Fundargerð síðasta fundar yfirfarin.
- Erindisbréf fyrir Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar.
- Erindi frá Skipulags- og byggingarnefnd, dags. 17.8.2006 er varðar framræslu í landi Mela.
- Erindi frá Ferðamálastofu er varðar Glym í Botnsdal.
- Erindi frá Umhverfisstofnun er varðar náttúruverndarnefndir.
- Annað.
- Fundargerð: Fundargerð síðasta fundar lesin. Tillaga Jóhönnu um að bæta inn í hana dagsetningu þegar starfsleyfi Björgunar ehf. rann út, þ.e.a.s. í júní árið 2005. Samþykkt.
- Erindisbréf fyrir Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar: Erindisbréfið var samþykkt í sveitarstjórn þann 5. september sl. með smávægilegum breytingum við fjórðu grein. Arnheiður greindi frá því að oddviti sveitarstjórnar og sveitarstjóri munu mæta á næsta fund nefndarinnar fyrir hönd sveitarstjórnar til að fara nánar yfir starfssvið nefndarinnar.
- Erindi frá skipulags og byggingarnefnd , dags. 17.8.2006 varðandi framræslu í landi Mela. Málinu var frestað til næsta fundar vegna tímaskorts, og Arnheiði falið að afla nánari gagna um málið.
- Erindi frá Ferðamálastofu varðandi Glym í Botnsdal. Arnheiður lagði til að hún tæki að sér að hafa samband við Val hjá Ferðamálastofu og svara erindinu. Samþykkt.
- Erindi frá Umhverfisstofnun er varðar náttúruverndarnefndir. Beðið um upplýsingar um nefndarmenn og boðað til fundar á næstunni. Arnheiður vonast til að sendir yrðu einn til tveir fulltrúar frá Hvalfjarðarsveit.
- Önnur mál voru ekki rædd og fundi slitið rétt liðlega kl. 17:30.
Að fundi loknum var salurinn opnaður vegna kynningar Stefáns Gíslasonar á Staðardagskrá 21. Á kynningarfundinn komu nokkrir gestir og voru málin reifuð fram til kl 19:00