Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

3. fundur 13. september 2006 kl. 17:00 - 19:00

Jóhanna, Brynjólfur, Petrína, Arnheiður, Bylgja og Einar Örn Thorlacius

  1. Fundargerð síðasta fundar yfirfarin.

  2. Erindisbréf fyrir Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar.

  3. Erindi frá Skipulags- og byggingarnefnd, dags. 17.8.2006 er varðar framræslu í landi Mela.

  4. Erindi frá Ferðamálastofu er varðar Glym í Botnsdal.

  5. Erindi frá Umhverfisstofnun er varðar náttúruverndarnefndir.

  6. Annað.

 

  1. Fundargerð: Fundargerð síðasta fundar lesin. Tillaga Jóhönnu um að bæta inn í hana dagsetningu þegar starfsleyfi Björgunar ehf. rann út, þ.e.a.s. í júní árið 2005. Samþykkt.

  2. Erindisbréf fyrir Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar: Erindisbréfið var samþykkt í sveitarstjórn þann 5. september sl. með smávægilegum breytingum við fjórðu grein. Arnheiður greindi frá því að oddviti sveitarstjórnar og sveitarstjóri munu mæta á næsta fund nefndarinnar fyrir hönd sveitarstjórnar til að fara nánar yfir starfssvið nefndarinnar.

  3. Erindi frá skipulags og byggingarnefnd , dags. 17.8.2006 varðandi framræslu í landi Mela. Málinu var frestað til næsta fundar vegna tímaskorts, og Arnheiði falið að afla nánari gagna um málið.

  4. Erindi frá Ferðamálastofu varðandi Glym í Botnsdal. Arnheiður lagði til að hún tæki að sér að hafa samband við Val hjá Ferðamálastofu og svara erindinu. Samþykkt.

  5. Erindi frá Umhverfisstofnun er varðar náttúruverndarnefndir. Beðið um  upplýsingar um nefndarmenn og boðað til fundar á næstunni. Arnheiður vonast til að sendir yrðu einn til tveir fulltrúar frá Hvalfjarðarsveit.

  6. Önnur mál voru ekki rædd og fundi slitið rétt liðlega kl. 17:30.

 

 

Að fundi loknum var salurinn opnaður vegna kynningar Stefáns Gíslasonar á Staðardagskrá 21.  Á kynningarfundinn komu nokkrir gestir og voru málin reifuð fram til kl 19:00

 

 

 

Efni síðunnar