Sveitarstjórn
Björgvin Helgason oddviti, Hjördís Stefánsdóttir ritari, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari,
Stefán Ármannsson aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Brynja Þorbjörnsdóttir 2.
varamaður og Björn Páll Fálki Valsson Varamaður.
Skúli Þórðarson sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til
fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Arnheiður Hjörleifsdóttir og Ása Helgadóttir boðuðu forföll.
1. 1512001F - Sveitarstjórn - 210
Fundargerð framlögð.
BPFV spurðist fyrir um tiltekin atriði varðandi gjaldskrár félagsheimila og
fæðisgjalda leik- og grunnskóla ásamt frekari skoðun á viðhaldsáætlun
sveitarfélagsins.
Oddviti svaraði framkomnum fyrirspurnum.
2. 1512002F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 62
Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
2.1. 1512016 - Breyting á úrgangsferli GMR endurvinnslunnar ehf.,
Grundartanga. Beiðni um umsögn.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur undir framkomna umögn USN-nefndar vegna
málsins dags. 29. desember sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Umsögnina má sjá hér.
3. 1511002 - Afnot af íþróttamannvirkjum í Heiðarborg.
Drög að samningi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagt samkomulag milli 559
sveitarfélagsins og Ungmenna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar um
tímabundin afnot af Heiðarborg og felur sveitarstjóra undirritun þess."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. 1601006 - Samstarf um kolefnisjöfnun.
Erindi frá Kolviði - Iceland Carbon Fund.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar
í USN-nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. 1601010 - Tilnefning fulltrúa í samráðshóp um samgönguáætlun
Vesturlands.
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Björgvin Helgason
sem fulltrúa sveitarfélagsins í samráðshópnum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. 1510025 - Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Norðurál
Grundartanga
Frá Umhverfisstofnun.
Bréf Umhverfisstofnunar lagt fram til kynningar.
Eftirfarandi bókun var lögð fram:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar harmar að Umhverfisstofnun hafi ekki
tekið tillit til fjölmargra réttmætra ábendinga og athugasemda
sveitarfélagsins varðandi útgáfu starfsleyfis til Norðuráls á Grundartanga
sem stofnunin gaf út þann 18. desember sl.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fagnar því að starfsemi Norðuráls séu,
þrátt fyrir fyrirhugaða framleiðsluaukningu, settar skorður um losun
mengandi lofttegunda. Þetta atriði er í samræmi við stefnumörkun og
skipulagsáætlanir Hvalfjarðarsveitar um að losun mengandi lofttegunda á
iðnaðarsvæðinu á Grundartanga verði ekki aukin.“
Bókunin samþykkt með 6 atkvæðum. SÁ situr hjá.
7. 1509046 - Kynning á starfsleyfi -olíubirgðastöð að Litla Sandi og
Digralæk - Olíudreifing ehf.
Frá Umhverfisstofnun.
Bréf Umhverfisstofnunar lagt fram til kynningar.
8. 1512026 - 832., 833. og 834. fundir Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
9. 1601007 - 57. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
10. 1601008 - 139. fundur Faxaflóahafna.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11. 1601009 - Fundargerðir Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. fyrir árið 2015.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:35 .