Sveitarstjórn
Björgvin Helgason oddviti, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari, Ása Helgadóttir
aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Ólafur Ingi
Jóhannesson 1. varamaður og Brynja Þorbjörnsdóttir 2. varamaður.
Skúli Þórðarson sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til
fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Oddviti leitaði afbrigða um að taka á dagskrá fundarins mál nr. 1509040
"Þjóðarsáttmáli um læsi" og var það samþykkt með 7 atkvæðum.
1. 1509001F - Sveitarstjórn - 203
Fundargerð framlögð.
2. 1509003F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 59
Fundargerð framlögð.
ÓIJ fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
2.1. 1508012 - Umsókn um styrk vegna vatnslagnar í Herdísarholti
Erindi frá Gunnari H. Tyrfingssyni þar sem sótt er um styrk vegna
vatnslagnar í Herdísarholti.
ÁH tók til máls og lýsti yfir vanhæfi sínu til að taka þátt í afgreiðslu
erindisins og vék af fundi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN-nefndar og
felur sveitarstjóra og fjármálastjóra að útbúa viðauka og leggja fyrir
næsta fund sveitarstjórnar.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
SÁ sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.
2.2. 1506054 - Hléseyjarvegur - beiðni um merkingu
Erindi frá Jóhönnu Harðardóttur og Sigurði Ingólfssyni varðandi
merkingu við Hléseyjarveg, óskað er eftir því að merking verði sett upp
eins fljótt og auðið er.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir tillögu USN-nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2.3. 1409052 - Samkomulag vegna göngubrúar yfir Hafnará í
Hvalfjarðarsveit.
Erindi frá sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar þar sem sótt er um
framkvæmdaleyfi fyrir byggingu göngubrúar yfir Hafnará.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita umbeðið
framkvæmdaleyfi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2.4. 1509011 - Stóri-Lambhagi 2/Kringlumelur - Ósk um
nafnabreytingu - Stóri-Lambhagi 5
Erindi frá eigendum Stóra-Lambhaga 2, Kringlumelur þar sem óskað er
eftir nafnabreytingu. Óskað er eftir að íbúðahúsalóðin heiti StóriLambhagi 5.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, að fenginni umsögn
USN-nefndar, breytingu á nafni íbúðarhúsalóðarinnar Stóri-Lambhagi
2 Kringlumelur. Nýtt nafn verði Stóri-Lambhagi 5."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2.5. 1509010 - Stóri-Lambhagi 5 - Íbúðarhús - Lnr.133636
Erindi frá eigendum Stóra-Lambhaga þar sem sótt er um að byggja 200
fm. íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Stóri-Lambhagi 2, Kringlumelur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN-nefndar um
grenndarkynningu byggingarleyfisins skv. 3. mgr. 44. gr skipulaga
nr.123/2010 fyrir eigendum:
Litli Lambhagi (lnr 133639), Lambhagi 2 (lnr 192687), Stóri Lambhagi
4 (lnr 133659), Stóri Lambhagi 2 (21) (lnr 219307), Stóri Lambhagi 2
(lnr 133657), Stóri Lambhagi 2b (lnr 175751), Stóri Lambhagi 1a (lnr
222783), Stóri Lambhagi 1b (lnr 175641), Stóri Lambhagi 1 (lnr
133653), Stóri Lambhagi 2 Hlaðbúð (lnr 133631), Stóri Lambhagi
vélaverkstæði (lnr 176024), Stóri Lambhagi 1d vélaverkstæði (lnr
133654)
Litli Melur (lnr 133643), Stóri Lambhagi 3 (lnr 133658)."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. 1509020 - 32. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.
Fundagerð framlögð.
JS fór yfir og skýrði einstaka liði fundargerðarinnar.
4. 1412019 - Samstarfssamningar við Akraneskaupstað.
Endurskoðun samninga.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa Akraneskaupstaðar um
endurskoðun tiltekinna samstarfssamninga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela oddvita, varaoddvita og
sveitarstjóra að annast viðræður við fulltrúa Akraneskaupstaðar um
endurskoðun samstarfssamninga um félagsstarf aldraðra, rekstur
tónlistarskóla og ýmiss málefni á sviði félags- og íþróttamála og önnur
möguleg samstarfsverkefni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. 1509024 - Fyrirspurn vegna innflytjenda.
Erindi frá Fjölmenningarsetrinu, dagsett 11. september 2015.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og
félagsmálastjóra að svara fyrirspurnum sem fram koma í erindinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. 1506010 - Stefnumótun fræðslu- og skólanefndar.
Drög að stefnumótun í æskulýðs- og tómstundarmálum ásamt
ábendingum fjölskyldunefndar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa drögum að
stefnumótun í æskulýðs- og tómstundamálum ásamt ábendingum
fjölskyldunefndar til áframhaldandi umræðu og meðferðar hjá fræðslu- og
skólanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. 1409046 - Launauppbót almennra starfsmanna.
Frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að framlengja samþykkt sinni
frá 11. nóvember 2014 um launauppbót til ófaglærðra starfsmanna í leikog grunnskóla Hvalfjarðarsveitar þar til nýir kjarasamningar sveitarfélaga
við stéttarfélög viðkomandi starfsmanna liggja fyrir. Þá verður ákvörðun
um framhald þessara greiðslna tekin til endurskoðunar.
Viðauki 10 - vegna framangreindrar tillögu að fjárhæð kr. 380.000- á
04012 (leikskóli) og kr. 720.000- á 04022 (grunnskóli), samtals kr.
1.100.000-. Kostnaði verði mætt af fasteignagjaldatekjum 00006-0010."
Tillagan ásamt viðauka 10 borin undir atkvæði og samþykkt með 7
atkvæðum.
8. 1509040 - Þjóðarsáttmáli um læsi.
Erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka þátt í verkefninu
"Þjóðarsáttmáli um læsi". Sveitarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að
faglegt sjálfstæði skóla og sveitarfélaga sé tryggt hvað varðar val á
aðferðarfræði í lestrarkennslu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9. 1509031 - Rekstraryfirlit janúar - júlí 2015.
Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Rekstraryfirlit framlagt.
10. 1509025 - Boð á IX. Umhverfisþing 9. október 2015.
Bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Bréfið lagt fram til kynningar.
11. 1509026 - Haustþing SSV 2015.
Þingið fer fram á Hótel Glym, 7. október n.k. Þema þingsins verður
samgöngumál.
Tilkynning um haustþing SSV 2015 lagt fram til kynningar.
Fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á haustþingi SSV eru Ása Helgadóttir og
Björgvin Helgason.
Til vara Daníel Ottesen og Skúli Þórðarson.
12. 1509028 - Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga.
Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 16. september 2015.
Bréfið lagt fram til kynningar.
13. 1509029 - Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. 2016 og samþykkt
stjórnar, 14. september 2015.
Frá Faxaflóahöfnum sf., dagsett 17. september 2015.
Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2016 lögð fram til kynningar.
14. 1509021 - 118. og 119. fundir SSV, 30. júní og 26. ágúst 2015.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
15. 1509022 - 53. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16. 1509023 - 136. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17. 1509027 - 829. og 830. fundir Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
18. 1502013 - Skýrsla sveitarstjóra.
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá
síðasta fundi sveitarstjórnar.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:55 .