Sveitarstjórn
Björgvin Helgason oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Hjördís Stefánsdóttir
ritari, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari, Ása Helgadóttir aðalmaður, Stefán Ármannsson
aðalmaður og Daníel Ottesen aðalmaður.
Skúli Þórðarson sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
Björgvin Helgason oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til
fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
1. 1501004F - Sveitarstjórn - 189
Fundargerðin framlögð.
2. 1501005F - Fjölskyldunefnd - 46
Fundargerðin framlögð.
3. 1501007F - Fræðslu- og skólanefnd - 115
Fundargerðin framlögð.
3.1. 1501035 - Reglur Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og
leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar reglur sem
unnar hafa verið af Fræðslu- og skólanefnd um kostnaðarþátttöku og
leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags."
Samþykkt samhljóða 6-0.
4. 1502011 - 25. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.
Fundargerðin framlögð.
5. 1410013 - Viðauki fjárhagsáætlunar 2014.
Viðauki jan.-des. 2014. Frá fjármálastjóra.
Framlagður viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðaukanum. 459
Oddviti lagði til að framlagður viðauki yrði samþykktur.
Samþykkt samhljóða 7-0.
6. 1502005 - Beiðni um afnot af Fannahlíð til fundahalda.
Erindi frá kvenfélaginu Lilju, dagsett 4. febrúar 2015.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að heimila Kvenfélaginu Lilju
að nýta Félagsheimilið Fannahlíð til fundarhalda á árinu 2015 án
endurgjalds. Ákvörðunin verði tekin til endurskoðunar að þeim tíma
liðnum. Sveitarstjórn fagnar því að félagsstarf í sveitarfélaginu sé í blóma
og telur jákvætt ef félagsheimili sveitarfélagsins séu nýtt til fundarhalda."
Hjördís Stefánsdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Samþykkt samhljóða 7-0.
7. 1502007 - Rekstur á sundlauginni að Hlöðum sumarið 2015.
Erindi frá Guðjóni Sigmundssyni.
Erindi framlagt.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra
að leita leiða til að tryggja opnun sundlaugar á Hlöðum sumarið 2015."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
8. 1502009 - Fagleg- og fjárhagsleg úttekt á starfsemi Leik- og
grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Verkefnatillögur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga
til samninga við R3-Ráðgjöf ehf. og Miðstöð skólaþróunar Háskólans á
Akureyri um fjárhagslega og faglega úttekt á leik- og grunnskólastarfi í
Hvalfjarðarsveit."
Samþykkt samhljóða 7-0.
Viðauki 1. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun
ársins 2015 vegna framangreindrar tillögu að fjárhæð kr. 1.200.000- á
04020-4391. Kostnaði verði mætt af óvissum útgjöldum 21085-5971.
Viðauki 1 borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða 7-0.
9. 1502010 - Framkvæmd líðan könnunnar meðal starfsmanna
Hvalfjarðarsveitar.
Verkefnatillögur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga
til samninga við Pro-Active um framkvæmd fræðslu- og líðan könnunar
meðal starfsfólks Hvalfjarðarsveitar."
Samþykkt samhljóða 7-0.
Viðauki 2. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 460
ársins 2015 vegna framangreindrar tillögu að fjárhæð kr. 500.000- á
21069-5971. Kostnaði verði mætt af óvissum útgjöldum 21085-5971.
Viðauki 2 borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða 7-0.
10. 1502004 - Kútter Sigurfari - staða mála.
Frá Akraneskaupstað, dagsett 21. janúar 2015.
Erindi framlagt.
11. 1412019 - Samstarfssamningar við Akraneskaupstað.
Afgreiðsla frá fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar sem haldinn var þann
15. janúar.
Erindi framlagt.
12. 1502003 - 48. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Fundargerðin lögð fram.
13. 1502006 - 824. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
14. 1502013 - Skýrsla sveitarstjóra.
Frá sveitarstjóra.
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá
síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:52 .