Fara í efni

Sveitarstjórn

189. fundur 27. janúar 2015 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Hjördís Stefánsdóttir 

ritari, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari, Ása Helgadóttir aðalmaður, Stefán Ármannsson 

aðalmaður og Daníel Ottesen aðalmaður.

 

Skúli Þórðarson  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

 

Björgvin Helgason oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til 

fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

1.   1501001F - Sveitarstjórn - 188

 

Fundargerðin framlögð.

 

2.   1501002F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 50

 

Fundargerðin framlögð.

AH fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.

 

2.1.  1412024 - Leirutröð 3 - Ósk um lögbýli

 

Erindi barst frá Sigurbirni Inga Sigurðssyni dags. 13.12.2014, er varðar 

Leirutröð 3 í frístundabyggðasvæði í land Beitistaða, þar sem óskað er 

eftir að landspildu verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði og 

kjölfarið gert að lögbýli. Umrædd frístundabyggð er 20.8 ha að stærð með 

20 frístundalóðum. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila ekki 

breytingu aðalskipulags á þeim forsendum að í deiliskipulagi kemur skýrt 

fram að ekki sé gert ráð fyrir heilsársbúsetu. Einnig er kveðið á um það í 

skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gr.6.2 lið h, er fjallar um frístundabyggð, 

að föst búseta er óheimil í frístundabyggð.

 

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir afgreiðslu USN nefndar og 

hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða 7-0.

 

2.2.  1501011 - Endurvinnslukort

 

Borist hefur erindi frá Náttúran er ehf. um endurvinnslukort á landsvísu 

og sérþjónustu fyrir sveitarfélög.USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að 

hafna erindinu. 

 

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir afgreiðslu USN nefndar og 455 

hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða 7-0.

 

2.3.  1409054 - Skipanes, framkvæmdaleyfi sjóvörn

 

Niðurstaða Skipulagsstofnunar liggur fyrir dags. 22.12.2014 er varðar 

það hvort að framkvæmd sé líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð 

umhverfisáhrif. Niðurstaðan er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á 

umhverfisáhrifum.Niðurstaða Skipulagsstofnunar lögð fram og kynnt. 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt að 

undangenginni grenndarkynningu fyrir landeiganda Skipaness og 

Skipaness 2, sbr. 5. mgr. 13. gr. og 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita framkvæmdaleyfi 

vegna sjóvarnaframkvæmda við Skipanes að undangenginni 

grenndarkynningu gagnvart landeigendum Skipaness og Skipaness 2, 

sbr. 5. mgr. 13. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010"

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða 6-0.

SÁ lýsti yfir vanhæfi sínu og vék af fundi við umræðu og afgreiðslu 

málsins.

 

2.4.  1501010 - Steinsholt vatnsleiðsla

 

Jakob Svavar Sigurðsson 3107754369 , óskar eftir styrk úr styrktarsjóði 

vegna endurbóta á vatnsleiðslum. Heildarupphæð framkvæmdarinnar er 

kr. 407.329;- Sótt er um styrk eftir að framkvæmdum er lokið. USN nefnd 

samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að verða við umsókn bréfritara 

og greiða helming kostnaðar við endurbæturnar, enda er verkið í fullu 

samræmi við reglur sjóðsins.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framkomna tillögu USN 

nefndar um að veita Jakobi Svavari Sigurðssyni styrk úr styrktarsjóði 

vegna endurbóta á vatnslögnum í Steinsholti að fjárhæð allt að kr. 

204.000-."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða 7-0.

 

2.5.  1401018 - Ölver 9 - Viðbygging

 

Óveruleg breyting á deiliskipulagi. Um er að ræða stækkun á sumarhúsi 

um 25 fm. Núverandi sumarhús er 55 fm. Engir skilmálar fylgja gildandi 

deiliskipulagi og gildir reglugerð frá 1992 er heimilar 60 fm. hús á 

frístundalóð. USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila 

grenndarkynningu á óverulegri breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. 

gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Ölveri 5, 6, 17 og 26.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að grenndarkynna 

óverulega breytingu deiliskipulags fyrir eigendum Ölvers 5, 6, 17 og 

26. og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða 7-0. 

 

2.6.  1405047 - Stofnun lóða úr Gröf - Akur - Melhagi 2 - Jaðar

 

USN nefnd leggur við sveitastjórn að heimila stofnun 3 lóða úr landi 

Grafar lnr. 133629, Melhagi 2, stærð 1.4 ha og mun sameinast Melhaga 

lnr. 200319, Jaðar, stærð 2.3 ha, skilgreind sem íbúðarhúsalóð, Akur, 

stærð 0.7 ha, skilgreind sem annað land.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir stofnun þriggja lóða úr 

landi Grafar lnr. 133629, Melhagi 2, stærð 1.4 ha og mun sameinast 

Melhaga lnr. 200319, Jaðar, stærð 2.3 ha, skilgreind sem 

íbúðarhúsalóð, Akur, stærð 0.7 ha, skilgreind sem annað land.

Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða 7-0.

 

2.7.  1501015 - IGF - Sorp - framlenging á samningi

 

Samningur sveitarfélagsins við Íslenska gámafélagið um sorphirðu rennur 

út í ágústmánuði nk. 

Í verksamningi er ákvæði um að hægt sé að framlengja samningnum 

tvisvar sinnum, eitt ár í senn. Sveitarfélögin á svæðinu eru með 

sameiginlegan samning við félagið og umræða hefur skapast um það 

meðal þeirra hvort nýta ætti umrætt samningsákvæði. USN nefnd leggur 

til við sveitarstjórn að nýta ákvæði í verksamningi við Íslenska 

Gámafélagið og framlengja hann um eitt ár.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlengingu 

sorphirðusamnings við Íslenska gámafélagið um eitt ár. Sveitarstjórn 

felur sveitarstjóra úrvinnslu málsins."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða 7-0.

 

3.   1501030 - 3. fundur mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

 

Fundargerðin framlögð.

 

4.   1501031 - 3. fundur veitunefndar Hvalfjarðarsveitar.

 

Fundargerðin framlögð.

SÁ fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.

 

5.   1501028 - Hafnamál við Faxaflóa.

 

Erindi frá hafnarstjóra Faxaflóahafna, dagsett 9. janúar sl. þar sem óskað 

er eftir afstöðu sveitarfélagsins til sameiginlegrar stefnumótunar um 

hafnamál við Faxaflóa með öðrum sveitarfélögum, íbúum og 

hagsmunaaðilum.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra  

og oddvita að ræða við bréfritara."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða 7-0.

 

6.   1501029 - Þjónustusamningur um ljósleiðarasambönd milli 

Gagnaveitu Reykjavíkur og Hvalfjarðarsveitar.

 

Til samþykktar.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan þjónustusamning 

sveitarfélagsins við Gagnaveitu Reykjavíkur um ljósleiðarasambönd og 

felur sveitarstjóra undirritun hans."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða 7-0.

 

7.   1501021 - 127. og 128. fundir Faxflóahafna.

 

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:40

Efni síðunnar