Fara í efni

Sveitarstjórn

182. fundur 14. október 2014 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Hjördís Stefánsdóttir ritari, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari, Ása Helgadóttir aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Skúli Þórðarson sveitarstjóri, ritar fundargerð.


Skúli Þórðarson  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Björgvin Helgason oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða um að taka á dagskrá mál nr. 1410030, erindi frá starfsfólki Leikskólans Skýjaborgar. Samþykkt. Einnig sat Kristjana Ólafsdóttir, fjármálastjóri, fundinn undir dagskrárliðum 6 og 19.

 


1.   1409005F - Sveitarstjórn - 181


Fundargerðin framlögð.


2.   1409007F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 45


Fundargerðin framlögð.


2.1.  1409031 - Deiliskipulag Melahverfis


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að meta hvort framkvæmdir við
gatnagerð geti hafist á árinu 2015. Jafnframt beinir USN nefnd því til
sveitarstjórnar að hugað verði að framtíðar staðsetningu leikskóla í
hverfinu.


Oddviti lagði til að tillögu nefndarinnar verði vísað til gerðar
fjárhagsáætlunar ársins 2015.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða 7-0.


2.2.  1409055 - Ytri Hólmur, framkvæmdaleyfi sjóvörn


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu
deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún
grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Býlu 1, 3 og 5 og landeiganda Ytri
Hólms I.


Samþykkt samhljóða 7-0.


2.3.  1409055 - Ytri Hólmur, framkvæmdaleyfi sjóvörn


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila grenndarkynningu
umsókn framkvæmdaleyfis sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum Býlu 1, 3 og 5 og landeiganda Ytri
Hólms I.


Samþykkt samhljóða 7-0.


3.   1410001F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 46


Fundargerðin framlögð.
AH. fór yfir og skýrði einstaka liði fundargerðarinnar.


3.1.  1409020 - Endurskoðun aðalskipulags.


Minnisblað nefndarinnar hefur verið sent sveitarstjórnarfulltrúum.
Málið er enn til skoðunar.


3.2.  1409031 - Deiliskipulag Melahverfis


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að lóð við Lækjarmel 14 verði
skilgreind sem "opið svæði til sérstakra nota" og deiliskipulagi
Melahverfis I verði breytt í samræmi við það.
AH. gerði grein fyrir tillögu nefndarinnar.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


4.   1410004 - 44. fundur fjölskyldunefndar.


Fundargerðin framlögð.


5.   1410024 - 21. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefnd.


JS. fór yfir og skýrði einstaka liði fundargerðarinnar.
Fundargerðin framlögð.


6.   1410013 - Viðauki fjárhagsáætlunar 2014.


Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


Kristjana Ólafsdóttir, fjármálastjóri gerði grein fyrir framlögðum viðauka við
fjárhagsáætlun ársins 2014.
Oddviti lagði til að viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014 verði
samþykktur.
Samþykkt samhljóða 7-0.


7.   1409046 - Beiðni um að launauppbót almennra starfsmanna verði
endurnýjuð.


Frestað á 181. fundi sveitarstjórnar.


Oddviti lagði til að afgreiðslu yrði frestað. 
Samþykkt samhljóða 7-0.


8.   1409010 - Eineltisstefna Hvalfjarðarsveitar.


Frestað á 180. fundi sveitarstjórnar.


Eineltisstefna Hvalfjarðarsveitar lögð fram með áorðnum breytingum.
Stefnan hefur verið kynnt starfsmönnum stjórnsýsluhúss, grunnskóla og
leikskóla.
Oddviti lagði til að eineltisstefnan verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða 7-0.


9.   1410020 - Stofnun framkvæmdanefndar.

Tillaga frá sveitarstjórn að stofna mannvirkja- og framkvæmdarnefnd
Hvalfjarðarsveitar.


Oddviti gerði grein fyrir framlagðri tillögu um að stofna mannvirkja- og
framkvæmdanefnd Hvalfjarðarsveitar og að fela sveitarstjóra að leggja
drög að erindisbréfi nefndarinnar.
HS. tók til máls og ræddi grundvöll að skipun nefndarinnar þ.e. að um
væri að ræða verkefnabundna nefnd en ekki væri um að ræða eina af
fastanefndum sveitarfélagsins.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna eftirtalin til setu í nefndinni:
Aðalmenn: Sigurður Arnar Sigurðsson, Sara Margrét Ólafsdóttir, Björgvin
Helgason.
Varamenn: Helga Harðardóttir, Einar Engilbert Jóhannesson, Búi
Vífilsson.

10.   1410022 - Starfsmannamál.


Erindi frá oddvita.

a) Starf félagsmálafulltrúa b) Starf skipulags- og umhverfisfulltrúa.


A. Oddviti lagði til að sveitarstjóra verði falið að auglýsa starf
félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar laust til umsóknar. Um er að ræða
50% stöðugildi.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða 7-0.
B. Oddviti lagði til að sveitarstjóra verði falið að auglýsa starf skipulagsog umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar laust til umsóknar. Um er að ræða
100% stöðugildi.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða 7-0.


11.   1410006 - Vatnssala 2014.


Frá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf., dagsett 24. september 2014.

Erindi fram lagt.
Varðandi atriði í erindinu um framlög eigenda á árinu 2015 þá samþykkir
sveitarstjórn að vísa þeim til afgreiðslu fjárhagsáætlunar næsta árs.
Samþykkt samhljóða 7-0.


12.   1410015 - Markaðsstofa Vesturlands óskar eftir áframhaldandi
samstarfi við sveitarfélögin um rekstur "visit"-vefanna.


Erindi frá Markaðsstofu Vesturlands, dagsett 3. október 2014.


Oddviti lagði til að erindinu verði vísað til skoðunar hjá menningar- og
atvinnuþróunarnefnd.
AH. ræddi um atriði í erindi markaðsstofunnar.
Tillaga oddvita samþykkt samhljóða 7-0.

13.   1410017 - Grundartangi-viljayfirlýsing.


Frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Drög að viljayfirlýsingu um
fyrirhugað samstarf á Grundartanga.


Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í erindið og samþykkir
framlagða viljayfirlýsingu."
Samþykkt samhljóða 7-0.


14.   1410018 - Hundasamþykkt.


Erindi frá oddvita. Endurskoðun á eldri samþykkt.


Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka núgildandi Samþykkt
um hundahald í sveitarfélaginu til endurskoðunar. Einnig að taka til
endurskoðunar gjaldskrá fyrir hundahald í íbúakjörnum í sveitarfélaginu
og verklagsreglur varðandi eftirfylgni með Samþykkt um hundahald.
Sveitarstjóra verði falið að vinna að verkefninu.
Samþykkt samhljóða 7-0.


15.   1410023 - Erindisbréf fyrir veitunefnd Hvalfjarðarsveit.


Erindi frá sveitarstjóra.


Oddviti lagði til að framlagt erindisbréf fyrir Veitunefnd Hvalfjarðarsveitar
verði samþykkt.
HS. tók til máls og benti á að skipan veitunefndar byggir á 39. gr.
sveitarstjórnarlaga og er því tímabundin nefnd en ekki ein af
fastanefndum sveitarfélagsins.
Erindisbréfið samþykkt samhljóða 7-0.


16.   1410026 - Stefnumótun í íþrótta- æskulýðs- og tómstundarmálum í Hvalfjarðarsveit.


Tillaga frá Hjördísi Stefánsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa.


"Sveitarstjórn samþykkir að fela fræðslu- og skólanefnd að vinna að
mótun stefnu í íþrótta- æskulýðs- og tómstundamálum fyrir sveitarfélagið.
Stefnumótunin skal miða að því að greina stöðuna eins og hún er í dag,
móta framtíðarsýn og leiðir að henni. Skal miðað við að verkefninu verði
lokið eigi síðar en 1. febrúar 2015."
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


17.   1410027 - Tillaga að stofna verkefnabundna nefnd til að endurskoða samþykktir og stjórnskipulag sveitarfélagsins.


Tillaga frá Hjördísi Stefánsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa. Sveitarstjórn
samþykkir að kjósa þriggja manna verkefnabundna nefnd til þess að
endurskoða samþykktir og stjórnskipulag sveitarfélagsins. Kjósa skal
jafnmarga varamenn. Sveitarstjórn kýs formann nefndarinnar. Nefndin
skal jafnframt fara yfir erindisbréf nefnda í samvinnu við sveitarstjóra og
viðkomandi nefndir. Fara skal yfir gildandi stjórnskipulag sveitarfélagsins
og metið hvort og þá hvaða breytingar séu æskilegar í þeim tilgangi að
gera stjórnsýslu sveitarfélagsins einfalda, öfluga, skilvirka, hagkvæma og
betur í stakk búna til þess að þjónusta íbúa sveitarfélagsins.
Skal nefndin skila sveitarstjórn tillögum sínum eigi síðar en 1. febrúar
2015.


Oddviti lagði til að verkefni nefndarinnar verði lokið eigi síðar en 15. apríl í
stað 1. febrúar nk.
Tillaga Hjördísar ásamt breytingatillögu oddvita varðandi verklok
nefndarinnar samþykkt samhljóða 7-0.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna eftirtalin til setu í nefndinni:
Aðalmenn: Hjördís Stefánsdóttir, formaður, Daníel Ottesen, Jónella
Sigurjónsdóttir.
Varamenn: Björgvin Helgason, Ása Helgadóttir, Stefán G. Ármannsson.


18.   1410030 - Umhverfisvænni margnota pokar.


Áskorun til sveitarstjórnar frá starfsfólki leikskólans Skýjaborgar.


AH. tók til máls og ræddi m.a. um gildi þess að minnka notkun plasts.
Samþykkt að vísa erindinu til USN-nefndar.


19.   1410014 - Rekstrar- og efnahagsyfirlit janúar - ágúst 2014.


Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


Rekstrar- og efnahagsyfirlit janúar - ágúst 2014 lagt fram.
Kristjana Ólafsdóttir, fjármálastjóri, fór yfir og skýrði einstök atriði í
yfirlitinu.


20.   1410021 - Samgöngumál í Hvalfjarðarsveit.


Minnisblað vegna fundar sveitarstjóra og oddvita með fulltrúum
Vegagerðarinnar í Borgarnesi.


Minnisblaðið lagt fram.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að fylgja eftir einstökum
atriðum er fram koma í minnisblaðinu.
Samþykkt samhljóða 7-0.


21.   1410010 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um eflingu
heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu, 14. mál.


Frá Alþingi, dagsett 25. september 2014. Þegar sent félagsmálastjóra og 
formanni fjölskyldunefndar.


Bréf lagt fram til kynningar.


22.   1410012 - Fræðslurit ætlað kennurum, stjórnendum og
rekstraraðilum leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla um rödd,
hlustun og kennsluumhverfið.


Frá Kennarasambandi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
dagsett 22. september 2014.


Bréf lagt fram til kynningar.


23.   1405018 - Mögulegt samstarf UMSB og Hvalfjarðarsveitar.


Erindi frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar og samantekt frá fundi
fulltrúa Hvalfjarðarsveitar við fulltrúa UMSB.


Samþykkt samhljóða að vísa erindinu ásamt samantektinni til umsagnar
fræðslu- og skólanefndar.
AH. tók til máls undir þessum dagskrárlið og ræddi m.a. um mikilvægi
þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi svo og atriði í
erindi frá UMSB um íþróttaskóla grunnskólanemenda í 1. - 4. bekk, kjör
íþróttamanns UMSB og framlög í afreksmannasjóð UMSB.


24.   1410019 - Ályktun sem samþykkt var á aðalfundi


Skógræktarfélagsins 2014.


Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands, dagsett 6. október 2014.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til USN-nefndar.


25.   1410025 - Yfirlýsing aðila um stéttarfélagsaðild starfsmanna í
málefnum fatlaðra.


Frá BSRB og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1. október 2014.


Bréf lagt fram til kynningar.


26.   1410005 - 36. stjórnarfundur hjá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðar sf.


Fundargerð framlögð.


27.   1410007 - 124. fundur stjórnar Faxaflóahafna og fjárhagsáætlun
2015
.


Fundargerð framlögð.


28.   1410008 - 43. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

Fundargerð framlögð.


29.   1410003 - 819. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerð framlögð.


30.   1404011 - Aðalfundur 2014, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.


Framhaldsaðalfundargerð.

Fundargerð framlögð.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:10 .

Efni síðunnar