Sveitarstjórn
Björgvin Helgason oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari, Stefán Ármannsson aðalmaður, Ása Helgadóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson 1. varamaður.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri, ritaði fundargerð.
Björgvin Helgason oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gegnið til áður boðaðar dagskrár.
1. 1406001F - Sveitarstjórn - 174
AH tók til máls varðandi 4 lið og 12 lið. Vildi upplýsa um að bæði málin
eru í vinnslu.
Fundargerðin framlögð.
2. 1406002F - Sveitarstjórn - 175
Fundargerðin framlögð.
3. 1406030 - Fundargerð Kjörstjórnar, 2. júní 2014.
Fundargerðin framlögð.
4. 1406017 - Aðalfundur Faxaflóahafna sf., föstudaginn 27. júní 2014.
Frá Faxaflóahöfnum dagsett 11. júní 2014.
BH ræddi erindið og lagði til að Arnheiður Hjörleifsdóttir fari með umboð
Hvalfjarðarsveitar á fundinum.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
5. 1406028 - Varðandi afreksstyrks eða styrks vegna æfingaferðar
erlendis.
Erindi frá Ingvari Matthíassyni, fyrir hönd Loga Arnar Matthíassonar,
dagsett 11. júní 2014.
BH ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar
á grundvelli þeim reglna sem eru í gildi.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
6. 1406021 - Fjármálastjórn sveitarfélaga.
Erindi frá innanríkisráðuneytinu (eftirlitsnefnd með fjármálum
sveitarfélaga) dagsett 12. júní 2014.
Erindið framlagt
7. 1406026 - Skipulagsskrá Snorrastofu.
Frá Snorrastofu, dagsett 11. júní 2014.
BH ræddi erindið og nefndi að eftir á að tilnefna fulltrúa frá
Hvalfjarðarsveit í stjórn Snorrastofu í samráði við Skorradalshrepp.
Tilnefningunni var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Erindið framlagt
8. 1406031 - Fasteignamat 2015.
Frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 13. júní 2014.
Breyting á fasteignamati í Hvalfjarðarsveit er 4 % milli ára á húseignum og
3,2 % á landmati en 7,7 % hækkun að meðaltali á húseignum á
landsvísu.
Erindið framlagt
9. 1406024 - 108. fundur stjórnar SSV, 10. júní 2014.
Fundargerðin framlögð
10. 1406025 - 78. stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands.
Fundargerðin framlögð
11. 1406027 - 40. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Fundargerðin framlögð
12. 1406029 - 121. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.
Fundargerðin framlögð
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:10 .