Fara í efni

Sveitarstjórn

174. fundur 10. júní 2014 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari, Stefán Ármannsson aðalmaður, Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritar fundargerð.


Laufey Jóhannsdóttir  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðar dagskrár.

 


1.   1405005F - Sveitarstjórn - 173


ÁH ræddi að ekki hefur verið skipaður staðgengil sveitarstjóra. SAF ræddi
fyrri tillögur varðandi að fjármálastjóri verði staðgengill sveitarstjóra. ÁH
ræddi að fyrir hafi legið tillaga um að fela fjármálastjóra að vera
staðgengill sveitarstjóra. Fundargerðin framlögð


2.   1406004 - Fundargerðir kjörstjórnar Hvalfjarðarsveitar, 13. maí og 29. maí 2014.


Fundargerðirnar framlagðar


3.   1406008 - Aðalfundarboð Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.


Erindi frá Vatnsveitufélaginu.


SSJ fór yfir að ný sveitarstjórn mun tilnefna í stjórn. Lagði til að Haraldur
Magnússon fari með umboð á aðalfundi. Tillagan samþykkt með 4
atkvæðum SSJ, SAF, HHJ og ÁH. HV, AH og SÁ sitja hjá við
afgreiðsluna.


4.   1406009 - Skotsvæði Skotfélags Akranes innan sveitarfélagsmarka
Hvalfjarðarsveitar og fyrirhuguð breyting á notkun þess með nýrri
riffilbraut.


Erindi frá ábúendum á Ósi, Sigríði Helgadóttur og Olgu Magnúsdóttur
varðandi uppbyggingu á skotsvæði Skotfélagsins.


SSJ ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til USN nefndar og til
skipulagsfulltrúa og til byggingarfulltrúa til skoðunar. AH ræddi erindið. LJ
ræddi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


5.   1406010 - Beiðni um hærri styrk til kaffiveitingar á 17. júní 2014.


Erindi frá kvenfélaginu Lilju, dagsett 5. júní 2014.


SSJ ræddi erindið. AH og HHJ gerðu grein fyrir að þær eru báðar félagar í
kvenfélaginu Lilju og óska eftir að sveitarstjórn meti hvort þær teljist
vanhæfar vegna tengsla við félagið. SAF gerði grein fyrir að vart væri
hægt að telja þær vanhæfar vegna tengsla, væru hvorki í stjórn eða hefðu
fjárhagslega hagsmuna að gæta. SSJ ræddi erindið. SAF ræddi erindið
LJ ræddi erindið. Lagt til að veita upphæð 100.000 kr. til verkefnisins og
taka fjármuni af liðnum menningarmál. Samþykkir eru; SAF, HHJ SÁ, AH
og HV. SSJ og ÁH sitja hjá við afgreiðsluna.


6.   1403029 - Aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnaðarsvæða.


Erindi frá USN nefnd, frá 40. fundi þeirra.


SAF ræddi erindið vísaði til kynningarfundar varðandi tillöguna. Lagði til
að samþykkja fram komna tillögu um aðalskipulagsbreytingu. HV ræddi
vegtengingar Grundatangaveg 506 til austurs. LJ svaraði fram kominni
fyrirspurn. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


7.   1311026 - Breyting aðalskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis á
Grundartanga


Erindi frá USN nefnd, frá 40. fundi þeirra.


Tillaga um breytingu á aðalskipulagi samþykkt samhljóða 7-0.


8.   1309031 - Varðandi ráðningu í starf framkvæmdastjóra Höfða.


Erindi frá Umboðsmanni Alþingis, dagsett 23. maí 2014.


LJ fór yfir erindið og lagði til að fela Jóni Hauki Haukssyni frá Pacta að
svara erindinu og að svörin verði samræmd milli Hvalfjarðarsveitar og
Akraneskaupstaðar. SAF ræddi erindið og lagði til að vinna drög að svari
og senda sveitarstjórn. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


9.   1405022 - Skólaakstur 2014.


Svar frá Ríkiskaupum verður sent rafrænt.


SSJ víkur af fundi vegna vanhæfis og varaoddviti tekur við fundarstjórn.
ÁH fór yfir minnisblað Ríkiskaupa. LJ fór yfir niðurstöður Ríkiskaupa og
lagði til við sveitarstjórn að leiðbeiningum Ríkiskaupa verði fylgt eftir og að
sveitarstjórn samþykki að ganga til samninga við Sigurð Sverri Jónsson á
leið 1 og 2 og Hópferðabíla Reynis á leiðum 3, 4 og 5. SÁ ræddi erindið.
SAF spurðist fyrir um umboð sveitarstjórnar til ákvarðanatöku. HV svaraði
fram komnum spurningum og ræddi minnisblaðið og lagði til að
samþykkja fram komna tillögu frá Ríkiskaupum. Tillagan samþykkt 6-0.
SSJ tekur aftur þátt í fundinum.


10.   1404011 - Aðalfundur 2014, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.


Ársreikningur 2013, áður sendur rafrænt og liggur frammi.

Erindið framlagt


11.   1406012 - Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga.


Erindi frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 28. maí 2014.


Erindið framlagt


12.   1406013 - Samþykkt að veita 2.000.000 kr. styrk vegna framkvæmda við göngustíga uppgræðslu og öryggisframkvæmdir við Glym í Botnsdal í Hvalfirði.


Frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 2. júní 2014.


LJ fór yfir erindið. Þakkaði umhverfisstjóra Ferðamálastofu stuðninginn við
verkefnið. Lagði til að vísa því til USN nefndar. SAF ræddi erindið styður
fram komna tillögu. AH ræddi erindið og fyrri styrkveitingar til stígagerðar
við fossinn Glym. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum.


13.   1406007 - 107. fundur stjórnar SSV, 21. maí 2014.


Fundargerðin framlögð

 


Bókun LJ;Ég vil nota tækifærið hér til þess að þakka öllum þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með sem sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar síðastliðin 6 ár, öllum þeim starfsmönnum sem ég hef starfað með og hafa fylgt málefnunum eftir af
trúmennsku og heiðarleika. Síðast en ekki síst öllum íbúum sem ég hef átt gott
samstarf og samvinnu með.
Óska íbúum, starfsmönnum og ykkur samstarfsmönnum í sveitarstjórn velfarnaðar um ókomin ár.
HV þakkaði starfmönnum og samstarfsfólki samvinnu á liðnum árum.
Allir sveitarstjórnarmenn tóku til máls og þökkuðu samstarf samvinnu og óskuðu
starfsmönnum og íbúum Hvalfjarðarsveitar velfarnaðar á komandi árum.


Bestu þakkir fyrir samstarfið.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:00 .


Efni síðunnar