Sveitarstjórn
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir Varamaður, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður, Björgvin Helgason 1. varamaður og Brynjar Ottesen 1. varamaður.
Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðar dagskrár.
Að auki sat fundinn sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
1. 1404004F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 38
SAF fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.
1.1. 1404040 - Framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu
Svínadalsvegar(502) Leirársveitarvegur - Kambshóll.
SAF ræddi erindið. Lagði til við sveitarstjórn að samþykkta erindi frá
Vegagerðinni varðandi að veita framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu
Svínadalsvegar nr 502. Kostnaður við framkvæmdaleyfi er kr 67.700.
Skipulagsfulltrúa er falið að ganga frá leyfisveitingunni. Tillagan er
samþykkt samhljóða 7-0.
1.2. 1404001 - Hléskógar 8 - Sumarhús
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
1.3. 1404039 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára
samgönguáætlun 2013-2016, 495. mál.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
1.4. 1403029 - Aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnaðarsvæða.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
2. 1404014 - Beiðni um umsögn vegna fjárfestingarverkefnis.
Gögn send rafrænt síðar.
LJ fór yfir erindið og gerði grein fyrir fundi með fulltrúum atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytisins en erindi barst frá ráðuneytinu varðandi ívilnun
vegna fjárfestingarverkefnis á vegum Silicor Materials dagsett 2. apríl.
Lagði fram svohljóðandi bókun;
Fulltrúum Hvalfjarðarsveitar hafa verið kynntar hugmyndir Silicor Materials,
er varða byggingu og rekstur sólarkísilverksmiðju í landi Kataness, við
Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur tekið
jákvætt í hugmyndir um fyrirhugaða uppbyggingu og hefur t.a.m. unnið að
breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem eru til þess fallnar að
fyrirhuguð framkvæmd geti átt sér stað. Stefnt er að að þeirri vinnu ljúki í
ágúst eða september 2014, samhliða verður unnið að breytingum á
deiliskipulagi á svæðinu, líkt og skipulagslög heimila.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar styður verkefnið og álítur að það geti haft
jákvæð áhrif á þróun byggðar og eflingu atvinnulífs á Vesturlandi.
SAF ræddi fram komna bókun og undirbúningsvinnu við verkefnið lýsti yfir
stuðningi við verkefnið.
Bókunin samþykkt samhljóða 7-0.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.05 .