Sveitarstjórn
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari, Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður og Björgvin Helgason 1. varamaður.
Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðar dagskrár.
Oddviti leitaði afbrigða að taka inn mál 1404037 aðalfundarboð Hitaveitufélags
Hvalfjarðar sem haldinn verður 30. apríl en fundarboðið barst í dag.
Samþykkt samhljóða.
Að auki sat fundinn sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
1. 1404001F - Sveitarstjórn - 169
LJ ræddi lið 8 í fundargerðinni og ræddi lið 9 varðandi að nýta vef
sveitarfélagsins til kynninga á frambjóðendum. Svarbréf hefur borist frá
innanríkisráðuneytinu varðandi erindið. Greindi frá kostnaði við
vefsíðugerð og undirbúningi við vefsíðu kostnaður er u.þ.b. 400 þúsund.
SAF ræddi erindið og ítrekaði afstöðu sína um að vefur sem þessi fari
sem fyrst í gagnið. ÁH ræddi fram komið álit frá innanríkisráðuneytinu.
Lagði áherslu á að setja síðuna í loftið þegar framboðsfresti er lokið. SAF
ræddi erindið.
Fundargerðin framlögð.
2. 1404026 - 17. fundur starfshóps vegna hitaveituvæðingar.
SAF ræddi samantektir sem unnar hafa verið og birtingu þeirra á vefsíðu
sveitarfélagsins. HV benti á að leiðrétta þarf dagsetningar og benti á
mismun á greiðslum til fundarmanna. Fundargerðin framlögð
3. 1404035 - 5. fundur stýrihóps um húsnæðismál leikskólans.
Fundargerðin framlögð
4. 1402048 - Styrkumsóknir í styrktarsjóð Hvalfjaðrarsveitar, apríl 2014.
Fyrri úthlutun ársins, alls bárust 20 umsóknir. Umsóknir og fylgigögn send
rafrænt.
Fyrir fundinum liggja 21 umsókn
Tillaga sveitarstjórnar er að úthluta eftirfarandi styrkjum;
Landgræðsla Ríkisins 30.000
Stígamót 25.000
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. 15.000
Raunhæft verkefni - Samanhópurinn 20.000
Sara Margrét Ólafsdóttir 40.000
Julio Cesar Gutierrz 75.000
Jón Rúnar Hilmarsson 40.000
Daniela Gross 40.000
Karlakórinn Söngbræður útgáfa 20.000
Kór Saurbæjarprestakalls tónleikahald 175.000
Hestamannaf. Dreyri þjálfun - æskulýðsstarf 40.000
Hestamannaf. Dreyri reiðnámskeið- æskulýðsstarf 40.000
Hvalfjarðarklasinn 75.000
Kvenfélagið Lilja hjálparsjóður 125.000
Samtals kr 760.000 úthlutað. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
5. 1404019 - Afskrift á þing- og sveitasjóðsgjöldum.
Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi, dagsett 9. apríl 2014.
LJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja afskriftirnar þar sem innheimta
hefur reynst árangurslaus. Gjöldin eru vegna dánarbús sem var
eignalaust. Upphæð kr. 165.326 auk áfallins kostnaðar. Tillagan samþykkt
samhljóða 7-0.
6. 1404020 - Óskað eftir fjárveitingu til þess að endurnýja rotþró við
Kambshól 2.
Erindi frá ábúendum á Kambshól 2, dagsett 6. apríl 2014.
SSJ fór yfir erindið og lagði til að hafna erindinu. SAF ræddi erindið. SSJ
ræddi erindið. BH ræddi erindið og lagði til að fela byggingarfulltrúa að
skoða erindið nánar. HV tók undir með BH og lagði til að fela
byggingarfulltrúa að skoða erindið. SAF ræddi erindið og tekur undir með
BH að fela byggingarfulltrúa að skoða erindið. SAF ræddi fram komið
erindi. Tillaga um að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til nánari skoðunar.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
7. 1403037 - Endurfjármögnun lána hjá Höfða.
Erindi frá framkvæmdastjóra Höfða um að sveitarstjórn veiti einfalda
ábyrgð vegna lántöku Höfða hjá Lánasjóði sveitarfélaga kr. 159.000.000.
Lánasamningur liggur frammi á fundinum.
Bókun;
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir hér með að veita einfalda
ábyrgð vegna lántöku HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis hjá Lánasjóði
sveitarfélaga að fjárhæð 159.000.000 kr. til , í samræmi við samþykkta
skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt
sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún
óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli
við eignarhluti í HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis. Til tryggingar
ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr.
sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar
sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að endurfjármagna eldra
óhagstæðara lán sem tekið var árið 2011 til að fjármagna stækkun
þjónusturýmis hjúkrunarheimilisins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers
hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins
að eignarhald að félaginu megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Hvalfjarðarsveit selji eignarhlut í HÖFÐA hjúkrunar- og
dvalarheimilis til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hvalfjarðarsveit sig
til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að
sínum hluta.
Jafnframt er Laufeyju Jóhannsdóttur sveitarstjóra kennitala 0603484729,
veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hvalfjarðarsveitar
veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
8. 1404036 - Hvalfjarðarsveit hvött til að halda Lúpínu í skefjum.
Erindi frá sumarhúsaeigenda í Svarfhólsskógi.
SSJ fór yfir erindið. Lagði til að vísa erindinu til umfjöllunar í USN nefndar
. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
9. 1404017 - Afkastaaukning álvers Norðuráls á Grundartanga í allt að
350.000 tonn á ári beiðni um umsögn
Umsögn vegna afkastaaukningar álvers Norðuráls á Grundartanga.
SAF fór yfir umsögnina og lagði til að samþykkja fram komna umsögn.
AH ræddi erindið og gerði athugasemd við að málið hafi ekki verið rætt í
USN nefnd á fundi nefndarinnar og fellst ekki á umsögnina. HV ræddi
erindið og lagði til að nefndin komi saman og fjalli um erindið. Ræddi að
óvenjulegt væri að formaður skrifi undir umsögn. SAF ræddi fram komnar
ábendingar. AH ræddi fram komna umsögn. Umsögnin samþykkt með 4
atkvæðum ÁH SSJ HHJ og SAF. HV AH og BH sitja hjá við afgreiðsluna.
HV gerði grein fyrir atkvæði sínu. SAF gerði grein fyrir atkvæði sínu.
10. 1404038 - Aðalfundarboð 2014, Hitaveitufélag Hvalfjarðar.
Frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðarsveitar, dagsett 22. apríl 2014. Umboð á
aðalfundi.
SSJ fór yfir erindið. ÁH lagði til að SSJ fari með umboð á aðalfundi.
Tillagan samþykkt 5 atkvæðum BH, SAF, SSJ, HHJ, ÁH.
HV og AH sitja hjá við afgreiðsluna. LJ fór yfir að að eigendum hefur verið
sent bréf til kynningar á vinnunni sem unninn hefur verið að undanförnu.
HV benti á að bréfið er undirritað af sveitarstjóra. SAF ræddi fram komið
bréf og að gott væri að koma upplýsingum sem fyrst á framfæri á
heimasíðu. AH spurðist fyrir varðandi kynningu á erindinu.
11. 1404018 - Rekstraryfirlit, janúar - febrúar.
Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt
12. 1404021 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2014.
Frá Jöfnunarsjóði, dagsett 2. apríl 2014.
Erindið framlagt
13. 1404025 - Til umsagnar frumvarp til laga um örnefni (heildarlög), 481. mál.
Frá Alþingi, dagsett 11. apríl 2014. Þegar sent bygginga- og
skipulagsfulltrúum Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt.
14. 1404028 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, 335. mál.
Erindi frá Alþingi, dagsett 4. apríl 2014. Þegar sent félagsmálastjóra og
form. fjölskyldunefndar.
Erindið framlagt
15. 1404029 - Til umsagnar frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun, 488. mál.
Frá Alþingi, dagsett 15. apríl 2014.
Erindið framlagt
16. 1404032 - Ársreikningur 2013, Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.
Þegar sendur sveitarstjórn rafrænt, liggur frammi.
Erindið framlagt
17. 1404011 - Aðalfundur 2014, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
Aðalfundargerð og skýrsla stjórnar.
Fundargerðin framlögð
18. 1404024 - Fundagerð, landeigendur innan "Skorradalsgirðingar" o.fl.
Fundargerðin framlögð
19. 1404027 - 16. fundargerð nefndar um nýja fjallskilasamþykkt og
samþykkt drög.
Fundargerðin framlögð. SSJ ræddi erindið og lagði til að taka
fjallskilasamþykktina til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar. SAF
ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til umfjöllunar í
landbúnaðarnefnd. Tillaga um að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar
samþykkt samhljóða 7-0. Bent er á að nefndin skili inn umsögn fyrir næsta
fund sveitarstjórnar.
20. 1404030 - 106. stjórnarfundur SSV, 15. apríl 2014.
Fundargerðin framlögð
21. 1404031 - 38. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Fundargerðin framlögð
22. 1404033 - 119. fundur Faxaflóahafna.
Fundargerðin framlögð
23. 1404034 - 814. og 815. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðirnar liggja frammi. Áður sendar sveitarstjórn rafrænt.
Fundargerðirnar framlagðar
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:45 .