Fara í efni

Sveitarstjórn

163. fundur 28. janúar 2014 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari, Stefán Ármannsson aðalmaður og Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður.
Laufey Jóhannsdóttir  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.


Að auki sat fundinn sveitarstjóri og ritaði fundargerð. SÁ óskaði eftir að mál nr. 13 og 14. verði tekin til afgreiðslu í stað kynningar. Oddviti bendir á að málin verði afgreiðslumál. SÁ gerir athugasemd við fundarboðið og afgreiðslumálum sé ekki rétt raðað í fundarboði og að mál til afgreiðslu séu flokkuð sem mál til kynningar í fundarboðinu.

 

1.   1312002F - Sveitarstjórn - 162


Fundargerðin framlögð


2.   1401001F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 33


SAF fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar og lagði til að samþykkja
afgreiðslur nefndarinnar.
Fundargerðin framlögð


2.1.  1312039 - Beiðni um umsögn sveitarstjórnar vegna
fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

2.2.  1311071 - Hólslundur - Stofnun lóðar


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.3.  1401004 - Könnun varðandi landnotkun í dreifbýli


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.4.  1309012 - Gjaldskrárhækkun - Skipulags- og byggingarfulltrúi


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


2.5.  1310030 - Samantekt frá íbúaþingi.


Lagt fram.


2.6.  1401015 - Saurbær - Lindamelur - Stofnun lóðar


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.7.  1308017 - Tillaga L og H lista: Breytingar á aðalskipulagi
Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.8.  1401017 - Steinsholt,gestahús


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


2.9.  1312019 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir losun efnis í
flæðigryfju á Grundartanga.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Skipulagsfulltrúa falið að ganga
frá framkvæmdaleyfi til Elkem.


2.10.  1312018 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir losun efnis í
flæðigryfju á Grundartanga.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Skipulagsfulltrúa falið að ganga
frá framkvæmdaleyfi til Norðuráls.


3.   1401022 - 1. sameiginlegi fundur fjölskyldunefndar og fræðslu- og
skólanefndar.


Fundargerðin framlögð


4.   1401036 - 17. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.


SSJ ræddi lið 3. LJ ræddi erindið og þakkaði Jóhönnu Harðardóttur fyrir
höfðinglega gjöf af efni sem hún hefur gert og lagði til að fela aðalbókara
að gera ráð fyrir að efnið verði aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.
AH ræddi erindið. Sveitarstjórn færir Jóhönnu Harðardóttur þakkir fyrir
gjöfina til íbúa Hvalfjarðarsveitar.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Fundargerðin framlögð


5.   1401001 - Faghópur til starfa með menningarfulltrúa.


Frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.


SSJ lagði til að tilnefna Hörð Helgason sem aðalmann og Önnu Leif
Elídóttur varamann sem fulltrúa í faghópinn. Tillagan samþykkt samhljóða
7-0.


6.   1401025 - Afsláttur á fasteignagjöldum aldraðra.


Erindi frá Magnúsi Ólafssyni, dagsett 14. janúar 2014.


LJ benti á að sveitarstjórn hefur hækkað viðmiðunarmörk vegna
fasteignagjalda til 67 ára og eldri og örorkulífeyrisþega um 30% frá síða
ári. Með þessari breytingu hefur þeim sem fá afslátt fjölgað um 50% á milli
ára. AH ræddi erindið lagði fram tillögu; AH leggur til að fjármálastjóri
sveitarfélagsins taki saman þær upplýsingar sem vitnað er til í erindinu.
Þá sé gerður samanburður á því fyrirkomulagi sem er við lýði í
Hvalfjarðarsveit í dag og var fyrir breytingu á tekjumörkum sem gerð var
við síðustu fjárhagsáætlun.
SSJ lagði til að skoða alla fjóra hreppana sem nú mynda Hvalfjarðarsveit.
SSJ áréttar að frítekjumörk afsláttar á fasteignagjalda voru hækkuð hjá
eldriborgurum og öryrkjum við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar og
leggur til að ekki verði orðið við erindinu.
SAF ræddi álagningu og afslætti.
Tillaga AH; samþykkir eru; AH, SÁ, HV. SSJ, SAF, HHJ ÁH greiða
atkvæði gegn tillögunni. Tillagan er felld.
Tillaga SSJ samþykkt með 4 atkvæðum SSJ ÁH SAF HHJ. SÁ, AH og HV
sitja hjá við afgreiðsluna.


7.   1401034 - Þorrablót að Hlöðum.

Erindi frá Baldvin Björnssyni, Skorholti, dagsett 23. janúar 2014.
LJ gerði grein fyrir að á árinu 2013 hafi verið veittur styrkur. Árin 2010,
2011 og 2012 voru ekki veittir styrkir vegna þorrablóts að Hlöðum fór yfir
erindið. SSJ fór yfir erindi varðandi greiðslur vegna þorrablóts. AH ræddi
erindið og óskaði eftir upplýsingum varðandi fyrri afgreiðslur. HV fór yfir
afgreiðslur vegna þorrablóts á árinu 2013. LJ svaraði fram komnum
fyrirspurnum og lagði til að fá heimild til þess að fara yfir erindið með
bréfritara.

SAF ræddi erindið og lagði til að samþykkja að fela sveitarstjóra að hafa
samband við bréfritara og fara yfir erindið í samræmi við umræður á
fundinum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


8.   1401041 - Starfsemi djáknans á Dvalarheimilinu.


Beiðni um að Hvalfjarðarsveit muni greiða fyrir þjónustu djáknans á
Dvalarheimilinu Höfða út þetta ár. Þar sem mikill niðurskurður er núna
yfirstandandi á Höfða, hefur verið ákveðið að starfsemi djáknans muni
leggjast af frá og með fyrsta apríl 2014, allavega tímabundið. Erindi frá
fyrrverandi íbúum Hvalfjarðarsveitar sem dvelja á Höfða.


LJ ræddi erindið og lagði til að sveitarstjórn samþykki að fela sveitarstjóra
að taka erindið upp við bæjarstjóra Akraneskaupstaðar og
framkvæmdastjóra Höfða varðandi möguleika á áframhaldandi starfi
djákna við Dvalarheimilið Höfða. ÁH ræddi erindið og lagði til að 
samþykkja að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við
framkvæmdastjóra og bæjarstjóra. SAF ræddi erindið. Tillagan samþykkt
7-0


9.   1401040 - Fyrirspurn vegna framkvæmda við vegamót Melahverfis
og Þjóðvegar 1.


Erindi frá Hallfreði, Arnheiði og Stefáni. A) Hvaða framkvæmd er þarna í
gangi, hefur verið gefið út framkvæmdarleyfi vegna þessarar
framkvæmdar, og ef svo er samræmist það því skipulagi sem í gildi er á
svæðinu ? B) Hver er framkvæmdaraðilinn ? C) Hver kostar
framkvæmdina.


LJ lagði fram minnisblað vegna fyrirspurnarinnar. SAF fór yfir erindið. HV
fór yfir erindið og benti á að enginn stórbílaeigandi muni nota stæðið.
Kvartaði undan að sveitarstjórn hafi ekki verið upplýst. SSJ svaraði
fyrirspurnum. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH ræddi erindið.
SÁ ræddi erindið og lýsti yfir að hann er ósáttur við málsmeðferðina. LJ
svaraði fram komnum fyrirspurnum. SSJ ræddi erindið. SÁ svaraði
athugasemdum SSJ. AH ræddi hver ákvað að þetta væri
bráðabirgðastæði og skipulag, verðkönnun. HV ræddi verklag og
framkvæmdir. Spurðist fyrir varðandi jarðvegsframkvæmdir fyrir framan
leikskólann? Gerir athugasemdir við vinnubrögð. LJ svaraði fyrirspurnum
og óskaði eftir að AH sendi fyrirspurnirnar skriflega og mun svara þeim.


10.   1401042 - Ljósleiðari - fyrirspurn um framkvæmdaleyfi.


Hallfreður, Arnheiður og Stefán óska eftir upplýsingum um
framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaralagningar. Áður hefur verið spurt en
misræmi er í svörum. Óskað eftir skriflegu svari frá sveitarstjóra.


LJ lagði fram minnisblað vegna fyrirspurnarinnar. AH ræddi erindið og að
ljósleiðari þurfi framkvæmdaleyfi og fór yfir erindið. AH bendir á að enginn
svaraði fyrirspurnum sem fram komu á fundinum.


11.   1401043 - Innleiðing spjaldtölva í skólastarfi í Hvalfjarðarsveitar.


Stefán, Hallfreður og Arnheiður óska eftir upplýsingum um stöðu
spjaldtölvuvæðingar í skólum Hvalfjaðrarsveitar. A) Hver er staðan á
verkefninu og kostnaður við það. B) Einnig upplýsingar um tryggingar á
tölvunum og ábyrgð.


LJ lagði fram minnisblað vegna fyrirspurnarinnar ásamt samantekt
skólastjóra. SAF ræddi erindið og svör skólastjóra ánægju foreldra með
spjaldtölvuvæðingu. ÁH ræddi erindið og lýsti yfir ánægju með verkefnið
og framkvæmdina. SÁ þakkaði greinargóðar upplýsingar. AH ræddi
erindið og tók undir þakkir fyrir samantekt.


12.   1103050 - Skólaakstur grunnskóla.

Beiðni um upplýsingar varðandi stöðuna á skólaakstursútboði saman ber
147. fundi sveitarstjórnar, frá Stefáni, Hallfreði og Arnheiði.


LJ gerði grein fyrir undirbúningi vegna skólaaksturs. SÁ ræddi erindið.


13.   1401021 - Gjaldskráhækkanir.


Erindi frá Alþýðusambandi Íslands. Áður sent til sveitarstjórnar 14. janúar.
SÁ ræddi erindið. LJ ræddi erindið. SAF ræddi erindið og samningamál.

LJ ræddi erindið. Tillaga um að erindið sé framlagt. Tillagan samþykkt
samhljóða 7-0.


14.   1311025 - Stöndum saman gegn verðbólgu en með stöðugleika og
auknum kaupmætti launafólks.


Frá Stéttarfélagi Vesturlands. Áður sent sveitarstjórn 14. janúar 2014.


Tillaga um að erindið sé framlagt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


15.   1401038 - Starfsemi Menningarráðs Vesturlands og
menningarfulltrúa Vesturlands.


Erindi frá Elísabetu Haraldsdóttur, menningarfulltrúa Vesturlanda.


Erindið framlagt


16.   1401033 - Boð um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar
landsskipulagsstefnu 2015-2026.


Frá Skipulagsstofnun, dagsett 20. janúar 2014. Þegar sent
byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.


Erindið framlagt. Vísað til USN nefndar.


17.   1401039 - Tilkynning um orlofsstarfsemi árið 2014 að Svarfhóli.


Frá G.J. Hafur ehf., dagsett 13. janúar 2014.


Erindið framlagt


18.   1401026 - Til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (EES-reglur og kærunefnd), 249. mál.


Frá Alþingi, dagsett 17. janúar 2014. Þegar sent form. fjölskyldunefndar
og félagsmálastjóra.


Erindið framlagt


19.   1304003 - Aðalfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar, 26. apríl 2013 kl. 20:30.


Fundargerðin framlögð


20.   1401032 - Fundargerðir Hitaveitufélags Hvalfjarðar, fyrir árið 2012.

Voru sendar rafrænt 20. janúar 2014. Fundargerðir dagsettar: 27. febrúar,
19. mars, 11. apríl, 24. apríl, 17. ágúst, 16. október, 29. október, 3.
desember 2012.


Fundargerðirnar framlagðar


21.   1401019 - 116. fundur Faxaflóahafna.


Fundargerðin framlögð


22.   1401037 - 35. og 36. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og
dvalarheimilis.


Fundargerðirnar framlagðar

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.25 .


Efni síðunnar