Fara í efni

Sveitarstjórn

159. fundur 12. nóvember 2013 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason
ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari, Stefán Ármannsson aðalmaður, Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritar fundargerð.


Laufey Jóhannsdóttir  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Að auki sátu fundinn sveitarstjóri og ritaði fundargerð, fjármálastjóri undir 5 lið

1.   1310001F - Sveitarstjórn - 158


LJ svaraði svo hljóðandi fyrirspurnum frá SÁ;
"Síðustu 2 sveitarstjórnar fundum hef ég óskað eftir upplýsingum um
hvernig ráðningu eftirlitsmanns við ljósleiðara verkefnið væri háttað og
hvers vegna var ekki auglýst hér í sveitarfélaginu en ef svo er að það hefi
verið gert þá vil ég fá áð vita hvenær og hvar. Eins vil ég fá að vita á
hvaða kjörum hann er ráðinn og hvað áætlaður kostnaður hans við verkið
er hár."


SÁ gerði athugasemd við að gögn bárust ekki fyrr en á fundinum. Gerði
athugasemd við aðferð við ráðningu eftirlitsmanns við ljósleiðaraverkefnið.
SAF ræddi kröfur sem settar eru fram í starfslýsingu. AH ræddi ráðningu
og fyrirkomulag ráðningar og hæfniskröfur. AH ræddi aðferðarfræði við
ráðningu. Útgjöld við akstur og fleira. SSJ svaraði fram komnum
fyrirspurnum. SÁ ræddi ráðningu og kostnað við verkefnið og lýsti
óánægju sinni með ráðningaraðferð. SSJ ræddi ráðningarferli við
ráðningu eftirlits við nýjan Heiðarskóla. AH ræddi ráðningu eftirlitsmanns
við eftirlit við Heiðarskóla. SAF ræddi hvort hæfniskröfur í starfslýsingu
réttlættu að starf eftirlitsmanns við ljósleiðaralagningu hefði ekki verið
auglýst. AH ræddi eftirlit við byggingu Heiðarskóla.


2.   1310003F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 30


SAF fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar og fór yfir minniblað USN
nefndar. HV óskaði eftir upplýsingum varðandi lið 5. SSJ svaraði fram
kominni fyrirspurn. Fundargerðin framlögð.


2.1.  1308017 - Tillaga L og H lista: Breytingar á aðalskipulagi 
Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.


Umsögn frá USN nefnd.

Breytingar á kaflanum um LANDBÚNAÐARSVÆÐI
bls. 35
1. liður verður svohljóðandi;
- Stefnt skal að gerð landnýtingaráætlun á sem flestum bújörðum í
sveitarfélaginu.
5. liður orðast þannig;
- Á hverri jörð er heimilt að standi að hámarki 4 íbúðarhús og 3
frístundahús, enda sé stefnt að því að aðkomuvegur og fráveita séu
samnýtt.
Annar texti og meðfylgjandi tafla fellur út.
Bls. 36


6. liður verður svohljóðandi;
- Þegar fleira en eitt hús eru ráðgerð á sömu jörð skal deiliskipuleggja
svæði sem nær yfir öll húsin og aðkomu að þeim og
atvinnurekstrarhúsi eftir aðstæðum.
Þjónusta sveitarfélagsins er takmörkuð og ekki sú sama og í þéttbýli,
t.d. hvað varðar neysluvatn, viðhald vega og snjómokstur.
Bls. 37 - Smábýlabyggð
1. liður haldist óbreyttur.
( skv. meðfylgjandi minnisblaði)
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

3.   1310046 - 38. fundur fjölskyldunefndar.


HHJ gerði grein fyrir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.


4.   1311010 - 104. fundur fræðslu- og skólanefndar.


ÁH fór yfir fundargerðina.


Ræddi viðmiðunarreglur við styrkveitingu.
Hugmynd varðandi reglur um afreksstyrki fyrir Hvalfjarðarsveit.
SAF ræddi lið 6 og fagnaði fram kominni hugmynd um málþing. Ræddi lið
4 afreksstyrktarsjóð. Lagði til að fræðslu- og skólanefnd móti reglur um
afreksstyrki.
SÁ ræddi rafræna tengingu við NORA skráningarkerfið. SSJ ræddi
fyrirkomulag viðmiðunarreglur varðandi styrkveitingar.
Tillaga um viðmiðunarreglur samþykktar samhljóða 7-0.
Tillaga um reglur varðandi afreksstyrktarsjóð. Lagt til að fræðslu- og
skólanefnd móti ramma um reglur afreksstyrki.
Tillagan samþykkt 7-0

5.   1309018 - Fjárhagsáætlun 2014-2017.


Fyrri umræða.

A) Greinagerð sveitarstjóra og fylgigögn.
B) Gjaldskrá félagsheimila. 
C) Gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa.
D) Álagning gjalda.
E) Þjónustugjaldskrár.


LJ fór yfir megin forsendur fjárhagsáætlunarinnar. Þakkaði starfsfólki vel
unnin störf við gerð fjárhagsáætlunar.


A) REKSTRARREIKNINGUR - A-hluti


Rekstrartekjur
Útsvar og fasteignaskattur              -559.942.900
Framlög Jöfnunarsjóðs                       -1.100.000
Aðrar tekjur                                    -62.640.400
Rekstrartekjur alls                         -623.683.300


Rekstrargjöld
Laun og launatengd gjöld                 291.275.100
Annar rekstrarkostnaður                  276.114.900
Afskriftir                                          33.077.600
Rekstrargjöld alls                            600.467.600
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða -23.215.700
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld    -21.737.100
Rekstrarniðurstaða                          -44.952.800


B-hluti
Rekstrarniðurstaða                           17.367.000
Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta      -27.585.800


B) fór yfir gjaldskrá fyrir félagsheimili
C) fór yfir breytingar á gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa
D) fór yfir álagningu gjalda en ekki verður breyting á álagningu gjalda utan
rotþróargjalds. Talsverð breyting er á afslætti á fasteignaskatti til örorkuog ellilífeyrisþega
E) Þjónustugjaldskrár taka mið af breytingum á vísitölu neysluverðs miðað
við 1. janúar ár hver.


LJ lagði til að vísa fram komnu frumvarpi til síðari umræðu og afgreiðslu á
fundi sveitarstjórnar 26. nóvember.
AH spurðist fyrir varðandi gjaldskrá félagsheimila, rotþróargjöld,
viðhaldsáætlun og framkvæmdir við eldhús og lóð Skýjaborgar. HV
spurðist fyrir varðandi viðhaldsáætlun og framkvæmdir við eldhús og lóð
Skýjaborgar, framkvæmdaáætlanir varðandi hitaveitu og málefni
vatnsveitu í Hlíðarbæ. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. ÁH þakkaði
fyrir framlögð gögn og þakkaði starfsfólkinu, ræddi gjaldskrá félagsheimila
og lagði til að lagfæra textann "kórar" og að gjald fyrir minni fundi verði 1-2 tímar. SAF fór yfir upplýsingar um rotþróargjald, ræddi hitaveitumál ,
ræddi sölu eigna. KHÓ svaraði fyrirspurnum varðandi gjaldskrá
félagsheimila, rotþróargjald, afslátt til eldriborgara og öryrkja.


B) Tillaga um orðalag, fella út orðið "kirkjukór" og nota í staðinn kór og
breyta tímanum í 1-2 tíma. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Gjaldskrá
félagsheimila með á orðnum breytingum. Tillagan samþykkt 7-0. 

C) Tillaga um gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa 2014. Tillagan samþykkt
samhljóða 7-0.


D) Álagning fasteignagjalda.
a) flokkur; 0,47% samþykkt samhljóða 7-0.
b) flokkur; 1,32% samþykkt samhljóða 7-0.
c) flokkur; 1,65% samþykkt með 5 atkvæðum. HV og SÁ sitja hjá við
afgreiðsluna


Lóðaleiga óbreytt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Sorphirðugjald íbúðarhúsnæðis 18.705, sumarhúsa 9.905. Tillagan
samþykkt samhljóða 7-0.
Rotþróargjald. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 7 samtals. Tillagan samþykkt samhljóða
7-0.


Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega af íbúðarhúsnæði.


Afsláttur vegna einstaklinga:

Tekjumörk : Afsláttur :
0 - 2.650.000 100%
2.650.001 - 2.900.000 80%
2.900.001 - 3160.000 50%
3.160.001 - 3.770.000 25%


Afsláttur vegna hjóna:
Tekjumörk : Afsláttur :
0 - 4.200.000 100%
4.200.001 - 4.800.000 80%
4.800.001 - 5.100.000 50%
5.100.001 - 5.300.000 25%
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


Tillaga um útsvar verði óbreytt samtals 13,64%
AH ræddi álagningu gjalda og útsvarshlutfall. Í ljósi mikilla framkvæmda
þá styður AH tillögu um óbreytt útsvar.
Tillaga um óbreytt útsvar samþykkt samhljóða 7-0.
Tillaga um að vísa fram komnu frumvarpi um fjárhagsáætlun til síðari
umræði 26. nóvember. Tillaga samþykkt samhljóða 7-0.


6.   1309011 - Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar, október 2013.


Áður frestað.


AH ræddi fyrirkomulag varðandi styrkveitingar og fyrirkomulag við
umsóknir. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi
fyrirkomulag varðandi styrkveitingar. AH ræddi styrkveitinga.
Sveitarstjórn hafði frestað afgreiðslu eftirfarandi styrkumsókna; Karen
Líndal Marteinsdóttir, íþróttaferð. Elísa Pétursdóttir, íþróttaferð. Arnór
Hugi Sigurðarson, ungmennabúðir í Noregi.
Tillaga um að hafna þessum aðilum, samþykkt með 4 atkvæðum SSJ
SAF ÁH HHJ. HV SÁ AH sitja hjá við afgreiðsluna. 
Safnasvæðið Akranesi. Uppbygging bátasafns vísað í fjárhagsáætlun.
Snorrastofa, útgáfa bókar um Reykholt. SSJ lagði til að leggja málinu lið.
ÁH lagði til að styrkja verkefnið um 30 þúsund. Tillagan samþykkt með 5
atkvæðum SSJ, SAF, HHJ, ÁH, SÁ. AH og HV sitja hjá við afgreiðsluna.


7.   1311002 - Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa.


Erindi frá Mannvirkjastofnun, dagsett 30. október 2013.

LJ ræddi erindið og lagði til að samþykkja að koma á gæðastjórnunarkerfi
byggingarfulltrúa á árinu 2014. Fjármunir til verkefnisins eru á
fjárhagsáætlun næsta árs.


8.   1311003 - Skipulagsskrá fyrir Byggðasafnið í Görðum.

Frá Byggðasafninu í Görðum, dagsett 31. október 2013.


Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


9.   1310030 - Samantekt frá íbúaþingi.


Greinagerð frá Sigurborgu Kr. Hannesdóttur. A) Íbúaþing eftirfylgni. B)
Kostnaðaráætlun vegna vinnu Ildis.


LJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja eftirfylgi við framkomnar
áherslur í samantekt frá íbúaþingi. Lagði til að vísa greinargerðinni til
umfjöllunar í nefndum og stofnunum Hvalfjarðarsveitar. AH ræddi
hugmyndir sem framkoma í greinargerðinni. Lagði til að skoða að
tillögurnar nánar. SAF ræddi fram komna greinargerð og lagði til að
starfhópurinn sem sem undirbjó þingið komi að samantekt að aflokinni
kynningu í nefndum og að haldinn verði kynningarfundur með íbúum
varðandi niðurstöðurnar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


10.   1311006 - Beiðni um að íþróttamiðstöðin í Heiðarborg verði opin alla daga vikunnar nema á sunnudögum.


Undirskriftalisti.


SAF óskaði eftir að sveitarstjórn greiddi atkvæði um hæfi sitt þar sem
móðir hans er einn af aðstandendum áskorunninnar. Sveitarstjórn
samþykkti 7-0 að hann sé hæfur til þess að fjalla um máli. LJ ræddi
erindið og að skólastjóri er tilbúinn að skoða athuga að opna
íþróttamiðstöðina fyrr að deginum. AH fagnaði ef hægt er að opna fyrr.
SAF ræddi opnunartímann og fagnaði ef hægt er að koma til móts við
óskir íbúana. SÁ ræddi erindið og fagnaði möguleikum á opnunartíma
Heiðarborgar. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og skólastjóra
að koma til móts við fram komnar óskir íbúa. Tillagan samþykkt samhljóða
7-0.


11.   1310040 - Fjármál sveitarfélaga.


Frá innanríkisráðuneytinu dagsett 23. október 2013. Áður sent
sveitarstjórn. Liggur frammi.

 

Erindið framlagt


12.   1311007 - Minnisblað frá fundi með Vegagerðinni varðandi
ljósleiðaralagnir, vegamál og fleira.


Frá sveitarstjóra, dagsett 5. nóvember 2013. A) Minnisblað frá fundi 5.
nóvember 2013. B) Fyrirspurn og svör Vegagerðarinnar.


LJ fór yfir erindið og gerði grein fyrir fundum, og bréfum til
Vegagerðarinnar varðandi vegagerð í Hvalfjarðarsveit á árunum 2013 og
2014. AH spurðist fyrir varðandi ljósleiðaraverkefnið og umsókn um
starfsleyfi. Ræddi að ekki hefðu allir íbúar fengið upplýsingar varðandi
tengingar. Benti á að nokkur tilfelli eru þar sem strengir hafa verið slitnir.
SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. LJ svaraði fram komnum
fyrirspurnum. SAF ræddi framkvæmdaleyfi og kynningar fyrir stofnunum.
Erindið framlagt.


13.   1306024 - Styrktarsjóður EBÍ 2013.


Frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dagsett 28. október
2013. Úthlutun úr Styrktarsjóðnum.


Erindið framlagt


14.   1310042 - Til umsagnar frumvarp til laga um sjúkraskrár
(aðgangsheimildir), 24. mál.


Frá Alþingi, dagsett 18. október 2013. Þegar sent félagsmálastjóra
Hvalfjarðarsveitar og form. fjölskyldunefndar.


Erindið framlagt


15.   1310041 - Til umsagnar frumvarp til laga um lögfestingu
Norðurlandasamnings um almannatryggingar, 22. mál.


Frá Alþingi, dagsett 18. október 2013. Þegar sent félagsmálastjóra
Hvalfjarðarsveitar og form. fjölskyldunefndar.


Erindið framlagt


16.   1311005 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um forvarnastarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli, 28. mál.


Frá Alþingi, dagsett 6. nóvember 2013. Þegar sent félagsmálastjóra og
form. fjölskyldunefndar.


Erindið framlagt


17.   1311009 - Til umsagnar til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), 70. mál.


Frá Alþingi, dagsett 7. nóvember 2013. Þegar sent félagsmálastjóra og
form. fjölskyldunefndar.


Erindið framlagt


18.   1311011 - Til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigubætur(réttur námsmanna), 72. mál.

Frá Alþingi, dagsett 7. nóvember 2013. Þegar sent félagsmálastjóra og
form. fjölskyldunefndar.


Erindið framlagt


19.   1311012 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun
geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlunar, 89. mál.


Frá Alþingi, dagsett 7. nóvember 2013. Þegar sent félagsmálastjóra og
form. fjölskyldunefndar.


Erindið framlagt


20.   1311013 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skráningu
upplýsinga um umgengnisforeldra, 71. mál.


Frá Alþingi, dagsett 7. nóvember 2013. Þegar sent félagsmálastjóra og
form. fjölskyldunefndar.


Erindið framlagt


21.   1310044 - 809. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerðin liggur frammi, áður send sveitarstjórn. Sjá hér
http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdirstjornar/DisplayMeeting.aspx?id=1310004F


Fundargerðin framlögð.


22.   1311004 - 33. og 34. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og
dvalarheimilis.


Fundargerðirnar framlagðar.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:40 .

Efni síðunnar