Sveitarstjórn
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Halldóra Halla Jónsdóttir vararitari, Ása Hólmarsdóttir Varamaður og Björgvin Helgason Varamaður.
Sævar Ari Finnbogason ritari, ritaði fundargerð.
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Að auki sat fjármálastjóri Kristjana H. Ólafsdóttir fundinn.
1. 1305003F - Sveitarstjórn - 149
ÁHó gerði athugasemd við 9. lið fundargerðar að þar eigi að standa að
óskað sé eftir lausn frá störfum en ekki uppsögn.
Fundargerðin framlögð.
2. 1306012 - 101. fundur fræðslu- og skólanefndar.
ÁH fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. HV spurðist fyrir um skýrslu
Haraldar Finnssonar. ÁH svaraði fyrirspurninni. ÁHó spurðist fyrir um
starfsmannamál. ÁH svaraði fyrirspurninni.
Fundargerðin framlögð.
3. 1306003 - Beiðni um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.
Erindi frá Helga Pétri Ottesen, dagsett 29. maí 2013.
SSJ fór yfir erindið. SSJ lagði til að erindinu verði hafnað þar sem ekki eru
fyrir hendi sérstakar ástæður sem kalla á leikskólavist utan
lögheimilissveitarfélags. Ennfremur er sveitarstjóra og formanni fræðsluog skólanefndar falið að kanna aðra möguleika sem gætu nýst foreldrum
leikskólabarna. SAF ræddi erindið. ÁH ræddi erindið og benti á að
samkvæmt viðmiðunarreglum skuli umsækjanda svarað sem fyrst og
ástæður synjunar tilteknar.
Tillagan er samþykkt samhljóða 7-0
4. 1306001 - Umsóknir um starf byggingarfulltrúa.
Umsóknir verða lagðar fram.
KHÓ lagði fram lista yfir umsækjendur. Alls bárust 13 umsóknir og eru
umsækjendur eftirfarandi:
Ármann Halldórsson
Eggert Guðmundsson
Einar Þorbjörnsson
Gísli Grétar Gunnarsson
Guðjón Þór Ragnarsson
Guðný Elíasdóttir
Gunnar S Ragnarsson
Gunnlaugur Jónasson
Karl Ómar Jónsson
Kristinn Aðalbjörnsson
Ómar Örn Kristófersson
Rúnar Ingi Guðjónsson
Vífill Björnsson
KHÓ fór yfir erindið.
SSJ ræddi erindið og lagði til að meirihluti og minnihluti skipuðu hvor um
sig einn fulltrúa sem ásamt sveitarstjóra færu yfir umsóknir, tækju viðtöl
við umsækjendur og gerðu tillögu til sveitarstjórnar.
HV ræddi erindið og óskaði eftir fundarhléi.
-Fundarhlé-
SSJ leggur til að Sævar Ari Finnbogason sitji í hópnum fyrir hönd L og H
lista.
Samþykkt samhljóða 7-0
HV leggur til að Björgvin Helgason sitji í hópnum fyrir hönd E lista.
Samþykkt samhljóða 7-0
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
5. 1304014 - Umsóknir um starf skipulags- og byggingarfulltrúa.
Minnisblað frá sveitarstjóra.
KHÓ fór yfir minnisblaðið og lagði til að samþykkja fram komna tillögu um
samning varðandi skipulagsfulltrúa.
SSJ ræddi erindið.
ÁH ræddi erindið.
BH ræddi erindið og spurðist fyrir um umhverfismál í því sambandi.
ÁHó ræddi erindið og tók undir með BH
SAF ræddi erindið og bendi á að samningurinn væri eingöngu um
skipulagsmálin og væntanlega þyrfti að semja um umhverfismálin
sérstaklega og þá kæmu væntanlega fleiri til greina.
KHÓ svaraði framkomnum fyrirspurnum.
TILLAGA BH. Leggur til að vísa samningnum til USN nefndar.
SSJ ræddi erindið. HV ræddi erindið.
og tók undir með BH
SSJ svaraði framkomnum fyrirspurnum
SAF lagði til að KHÓ gerði breytingar á samningstextanum til samþykktar
milli funda.
ÁHó tók undir með BH um að vísa samningnum til USN nefndar.
SAF svaraði framkomnum fyrirspurnum.
HV ræddi erindið og spurði SAF hvort USN nefnd hefði verið kynnt staða
mála
SAF svaraði erindinu.
Tillaga BH samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum SAF. HV. BH og
ÁHó. SSJ greiðir atkvæði gegn tillögunni. ÁH og HHJ sátu hjá.
SAF gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Málinu frestað og vísað til USN nefndar.
6. 1306014 - Erindi varðandi Skógarsjóð og starfsemi félagsins.
Frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps, dagsett 8. maí 2013 og
minnisblað frá fjármálastjóra.
KHÓ fór yfir erindið og lagði til að sveitarstjóra og oddvita verði falið að
ræða við stjórn skógræktarfélagsins.
ÁHó ræddi erindið og hvort sveitarfélagið sé jákvætt fyrir því að kaupa
rotþró og setja niður fyrir félagið.
SSJ ræddi erindið og lagði til að rætt við bréfritara áður en lengra er
haldið.
ÁH tók undir með SSJ.
Tillagan er samþykkt samhljóða 7-0
7. 1306017 - Sumarleyfi sveitarstjórnar.
Erindi frá sveitarstjóra.
SSJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja tillögu um að fella niður fundi
sveitarstjórnar þann 23. júlí og 13. ágúst.
HV ræddi erindið
SAF ræddi erindið
HV ræddi erindið
SSJ ræddi erindið
SAF ræddi erindið og benti á að líklega væri um innsláttavillu að ræða.
Sumarfríi sveitarstjórnar fellst í að fella niður fundi þann 23 júlí og 13.
ágúst.
Tillaga um sumarfrí sveitarstjórnar samþykkt með 6 atkvæðum, ÁHó situr
hjá.
Tillaga um sumarlokun skrifstofu samþykkt samhljóða 7-0
8. 1306007 - Rekstraryfirlit janúar-apríl 2013.
Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt.
9. 1209046 - Stjórnsýslukæra Guðmundar Ágústs Gunnarssonar.
Úrskurður frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 31. maí 2013.
Erindið framlagt
10. 1211014 - Ljósleiðari í Hvalfjarðarsveit.
Minnisblað sveitarstjóra.
SSJ fór yfir minnisblaðið.
HV ræddi erindið.
SAF ræddi erindið.
Erindið framlagt.
11. 1306011 - Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013.
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt
12. 1306009 - Ársskýrsla málefna fatlaðra árið 2012.
Frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, áður sent sveitarstjórn.
Ársskýrslan liggur frammi.
Erindið framlagt
13. 1306016 - Húsnæði fyrir grasrótar- og félagsamtök.
Erindi frá Lýðræðisfélaginu Öldu.
Framlagt.
14. 1306019 - Leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við
fjárhagsáætlun.
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Áður sent sveitarstjórn. Erindið framlagt.
15. 1306010 - 96. fundur stjórnar SSV, 23. maí 2013, og ársreikningur 2012.
Ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, liggur frammi.
Fundargerðin framlögð. Ársreikningur framlagður.
16. 1306013 - Fundur vinnuhóps um almenningssamgöngur á
Vesturlandi, 3. júní 2013.
ÁH fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.
17. 1306018 - Fundarg. félagsþjónustusvæða, 28. maí 2013.
Tillaga um að vísa fundargerðinni til kynningar í fjölskyldunefnd.
Fundargerðin framlögð.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:12 .